Leita í fréttum mbl.is

"Við verðum að breyta öllu

þó ég viti ekki hvað það er. Ég treysti engum flokki á þingi nema kannski Pirötum."

Eitthvað á þennan veg mælti einn viðmælandi í samtalsþætti á Útvarpi Sögu. 

Við verðum bara að breyta þó við vitum ekki hvað það er nákvæmlega? Við verðum að mótmæla á Austurvelli á morgun þó við vitum ekki nákvæmlega hverju?  Við treystum engum flokki niður á Alþingi nema nýjum flokki?.

Hvernig koma menn breytingum á löggjöf og stjórnarfari fram nema í flokkum? Geta menn einir og sér rifið eitthvað lögbundið niður og breytt þannig lífi sínu án þess að flokkar komi að því?

Ég gat ekki varist þeirri hugsun þegar ég heyrði þetta hvort fólk hugsaði virkilega ekki neitt um hið venjulega gangverk þjóðlífsins?  Hvort það fari á morgun til að berja blikkið á Austurvelli til þess að fá útrás fyrir einhverja óskilgreinda gremju? Sem gæti stafað að vonbrigðum í einkalífi alveg eins og vegna gremju á vettvangi stjórnmála og efnhagslífs? Fólk sé reitt af því að það gleymir sínum eigin þætti í ástandinu? Það hefur sjálft ekki fylgt málum sínum eftir? Ekki tekið þátt?

Ef fólk þarf að mótmæla mótmælanna vegna eins og heyrist,  hefði það ekki gott af að skrifa það niður sem það er ánægt með? 

Áður en við breytum öllu án þess að geta skilgreint það fyrirfram?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband