Leita í fréttum mbl.is

Betur ógert?

er helst að skilja á vinstri vitringunum Árna Páli, Guðmundi Steingrímssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Helga Rafni Gunnarssyni, þegar þau eru innt álits á skuldaniðurfellingunni. Hún gagnast bara forréttindahópum segir Árni Páll, hún er arfavitlaus ráðstöfun á opinberu fé segir Guðmundur, röng forgangsröðun á opinberu fé segir Katrín og Helgi Rafn segir þetta fullkomlega óabyrga ráðstöfun á opinberu fé og iðrast slakrar andstöðu sinnar í kosningunum síðustu.

Sannleikurinn liggur þá einhversstaðar þarna á milli ef maður ber þetta saman við ánægju Sigmundar Davíðs og Bjarna með þessa lausn mála og afstöðu Vilhjálms Birgissonar á Akranesi sem finnst þetta betra en hann þorði að vona.

Eru þessar stórkostlega misvísandi yfirlýsingar allar eitthvað að efla virðingu fólks fyrir dómgreind stjórnmálamanna?  Ríkisstjórn var mynduð um þetta mál og hún hefur skilað því af sér fullframkvæmdu. Hún gerði hluti sem fyrri ríkisstjórn gerði ekki því hún fann ekki leiðir til þess.

Eru það einhverjir aðrir en kjósendur sem munu dæma þetta að lokum? Þó að minni kjósenda sé nú venjulegra styttra en þau tvö og hálfa ár sem eru til næstu kosninga þá er ólíklegt að yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar sópi að þeim fylginu sérstaklega af þessu tilefni.Og hugsanlega verður fólkið frekar ánægðara með þetta en ekki neitt? Umræðustjórnmálin hafa svo lengi verið fyrirferðarmeiri en framkvæmdastjórnmálin þar sem sykurskatturinn hafði lengi talsverða sérstöðu.

En það er ýmsilegt annað sem ríkisstjórnin getur gert til frægðar sér á þeim tíma sem eftir lifir. Nái hún utan um kjaradeilurnar með einum eða öðrum hætti eins og Forseti vor myndi hugsanlega orða það, þá er engin ástæða til svartsýni á þessum tímamótum. Um margt er vænlegra um að litast í þjóðlífinu en verið hefur. Mikil fiskigengd gefur til dæmis ástæðu til djarfra ákvarðana í sjávarútvegi og margar stórar framkvæmdir á landi eru við dyrnar.

Er það ekki fremur pólirísk nærsýni að halda því fram að skuldaleiðréttingin væri betur ógerð eins og stjórnarandstaðan heldur fram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Halldór.

Hjó eftir setningunni "mikil fiskigengd..." hjá þér.    

Sjaldgæft orðið í dag  að minnst sé á þessa staðreynd. Sem skiptir  hreint ekki litlu máli fyrir okkur þessi árin. 

P.Valdimar Guðjónsson, 11.11.2014 kl. 13:14

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er löngu lýðum ljóst, að vinstri menn eru handhafar réttlætisins á landi hér.  Nú er einnig ljóst, að fólk í efri hluta tekjustigans stendur að mestu leyti undir þessu þjóðfélagi.  Skyti þá býsna skökku við, ef útiloka ætti hið sama fólk frá samfélagslegri leiðréttingu á skuldahækkunum vegna verðbólguskots.

Bjarni Jónsson, 11.11.2014 kl. 20:47

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hámark hræsninnar og loddarskapsins hjá þessu liði sem vildi bara "gera eitthvað annað" birtist svo í því að sjálft sótti það og þeirra fólk um skuldaleiðréttinguna sem það þykist svo vera svo óskaplega mikið á móti !

Gunnlaugur I., 12.11.2014 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband