Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna lífeyrissjóður

sem þú átt að borga í til enda starfsdaga þinna? Þetta var maður að spyrja sig að í árdaga kerfisins sem spekingar þeirra tíma í verkalýðsmálum eins og Guðmundur H., Guðmundur J., Hannes Þ.,Barði F., Óskar H., Eðvarð S.,og hvað þeir nú hétu allir, boðuðu öllum lýðum sem allsherjar frelsun frá áhyggjum ævikvöldins.

Sáu þeir fyrir þessa frétt í Mogga:

"Búið er að tryggja vilyrði um hlutafjárloforð frá lífeyrissjóðum að fjárhæð um 15 milljarða vegna stofnunar framtakssjóðs sem hefur það hlutverk að ráðast í stórar fjárfestingar í ýmsum innviðum samfélagsins.

 

Lagt er upp með að sjóðurinn verði 30 milljarðar að stærð og því á enn eftir að ganga frá hlutafjárloforðum fyrir um 15 milljarða. Þar ræður mestu að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður, tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, hafa enn ekki gefið vilyrði sitt fyrir þátttöku í sjóðnum.

 

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir aðspurður að ekki sé til skoðunar á þessu stigi að sjóðurinn verði minni að stærð, til að mynda 20 milljarðar. »Það væri mikill kostur að sjóðurinn næði að verða öflugur þegar horft er til þeirra stóru verkefna sem hann þyrfti að takast á við. Við stefnum enn að því að hann verði 30 milljarðar. Þessa dagana er verið að vinna að því að móta fjárfestingarstefnu og rekstrarform þannig að samstaða náist um sjóðinn á meðal þeirra sem koma að verkefninu.«

 

Þorkell staðfestir að miðað við að sjóðurinn verði 30 milljarðar þá sé komið vilyrði frá liðlega helmingi allra hlutafjárloforða. Hann segist fastlega reikna með því að sjóðurinn muni líta dagsins ljós á þessu ári.

 

Rétt eins og upplýst var í ViðskiptaMogganum þann 4. september sl. hefur sjóðnum verið gefið nafnið Hagvaxtarsjóður Íslands. Á nafnið að endurspegla þann tilgang sjóðsins að hann komi að uppbyggingu hagkerfisins eftir endurreisn síðustu ára, með því að taka þátt í fjárfestingum sem auki hagvöxt og lífskjör á Íslandi - ekki síst í gjaldeyrisskapandi verkefnum. Gert hefur verið ráð fyrir því að sjóðurinn verði rekinn af FSÍ.

 

Spurður um fyrstu fjárfestingar sjóðsins á næsta ári segir Þorkell að horft verði til orkutengdra verkefna og fjárfestinga í innviðum landsins, til að mynda í samgöngumannvirkjum. »Eins og sakir standa er eflaust jákvætt fyrir ríkið að fá samstarfsaðila í slíkar innviðafjárfestingar.«

 

Ljóst er þegar kemur að fjárfestingum í orkutengdum iðnaði, að þá mun Hagvaxtarsjóðurinn beina sjónum sínum að þeim verkefnum sem hafa verið boðuð við uppbyggingu kísilvera. Vitað er að forsvarsmenn þeirra eru á höttunum eftir fjármögnun frá innlendum fjárfestum.

 

Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í fyrradag að þótt sjóðirnir ættu talsvert í skráðum félögum - beint og óbeint eiga þeir 43% - þá ættu þeir ekki mikið í atvinnulífinu þegar horft væri á heildina. Af 50 stærstu fyrirtækjunum ættu þeir aðeins eignarhluti í 20 fyrirtækjum með beinum eða óbeinum hætti. Þeir ættu til dæmis ekkert í stóriðjufyrirtækum og nánast ekki neitt í félögum í orkugeiranum."

Höfðu þeir þá hugljómun að þessir lífeyrissjóðir yrðu leiðandi afl í öllum fjármálaspekúleringum á Íslandi, afl sem kysi verkalýðsforkólfa og þeir svo hvern annan inn í allar stjórnir sem einhver mega sín, séffa sem brunuðu á milli funda á stífbónuðum glæsijeppum. Engu ráði yrði ráðið nema spyrja alls kyns undirsjóði undir forystu alræmdra gáfnafanta sem vildu kaupa upp auðlindir landsins og stýra þeim. Líklega í þágu eigendanna sem voru einu sinni þú og ég þó það heyri að mestu sögunni til nema á pappírnum.

Eru þær raddir ekki flestar hljóðnaðar sem töldu betra  að þetta færir allt í gegnumstreymiskerfi í Seðlabanka á nafni hvers einstaklings  sem yrði þá aldrei fyrir töpum og tjóni af feilspekúleringum snillinganna sem röðuðu sér í stjórnirnar allar með gagnkvæmum stuðningi í gáfumannabandalaginu?

Hversvegna lífeyrissjóður þegar hægt ar að nýta fjármagnið í hugsjónir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband