Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn Snæhólm

brilleraði hinsvegar algerlega í málflutningi sínum á Hrafnaþinginu þegar kom að heilbrigðismálunum. Jón talaði fyrir því að virkja aðstöðu og færni í landinu á grundvelli þess að fá aðgerðir framkvæmdar á sem hagstæðustu verði. Það væri hægt að stytta biðlista með breyttu fyrirkomulagi.Þó að Óli Björn hafi skilgreint verkefnið prýðilega vel þar á undan um nauðsyn þessa að  að skipta heilbrigðisstarfseminni í grunn- og þjónustuverk, þá tókst Jóni Kristni einkar vel að yfirtendra í umræðunni.

Ég varð talsvert hugsi eftir þessa tölu Jóns Kristins. Er ekki einmitt leiðin sú, þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir lýsir endalokum þeirrar aðferðar sem virðist hafa stýrt heilbrigðismálum þjóðarinnar lengi, sem er að moka bara meira fé á eftir meira fé til að leysa stöðugan rekstrarvanda. Verður ekki að fara að verðsetja læknisaðgerðir? Þegar fyrir liggur að hjartaaðgerð af tiltekinni gerð eða augnaðgerð  kostar ákveðið, þá geti sjúklingur leitað sér aðgerðarinnar þar sem honum passar. Hann sé ekki bundinn af Landspítalanum einum heldur getur samið við mann út í bæ sem fær þennan ákveðna ríkispening fyrir að framkvæma verkið.

Fái sjúklingur afslátt mætti hugsa að hann stingi honum hvatatengt í vasann sjálfur. Kosti aðgerðin meira á besta sjúkrahúsi Bandaríkjanna, þá borgar hann sjálfur. Einingaverð fyrir unnið verk sem ríkið greiðir er það sama hvar sem það er unnið, hér eða á Indlandi. Greiðsla íslenska ríkisins fylgir sjúklingi sem ræður hvert hún fer ef hún ekki fer til Landspítalans. Myndi þetta ekki útrýma biðlistum og fækka dauðsföllum sem Yngvi Hrafn fullyrti að hefðu þegar átt sér stað vegna verkfalls lækna?

Jón Kristinn talaði líka tæpitungulaust um erfiðleika þá sem allur Sjálfstæðisflokkurinn er í vegna innanríkisráðherrunnar. Það er alveg sama hversu vænt fólki þykir um einstakar persónur, minni hagsmunir hljóta ávallt að víkja fyrir hinum meiri. Í pólitík sem annarsstaðar. Ráðherran væri löskuð. Venjulegur Sjálfstæðismaður líður fyrir þetta, Sjálfstæðisflokkurinn líður fyrir þetta, allir borgarar landsins líða fyrir þetta ástand í ríkisstjórn sinni sem þeir sjálfir áttu engan þátt í að skapa og fáir góðir kostir í stöðunni. Yngvi Hrafn tók ótvírætt undir nauðsyn lausnar í málinu.

Jón Kristinn Snæhólm stóð sig afburða vel á Hrafnaþinginu á ÍNN.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Leiðin, sem þú nefnir, í heilbrigðismálunum, Halldór, blasir við, og það er góð reynsla af henni. Einokunarfyrirkomulag lendir alltaf í blindgötu.  Það þarf að virkja einkaframtakið á þessu sviði sem öðrum til mótvægis við gegndarlausa hækkun lækniskostnaðar.

Bjarni Jónsson, 15.11.2014 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband