Leita í fréttum mbl.is

Sturla bílstjóri

Jónsson er óþreytandi baráttumaður við kerfið sem hann hefur reynt að berjast við síðan í hruninu með öllu tiltækum ráðum.  Sturla hefur lesið lög í þaula og er óþægur ljár í þúfu þeim með prófgráðurnar sem vilja halda öðru fram um réttindi fólksins en Sturla Jónsson heldur fram.

Sturla hefur lengi verið aufúsugestur á fundum Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardögum milli 10 og 12. Hann kemur þar með skarplegar og málefnalegar athugasemdir á því sem til umræðu er. Þó er ekki vitað hvar Sturla stendur í pólitík en enginn spyr að því.

Nú í dag kom Sturla með enn einn vinkil á viðureign sinni við bankakerfið. Hann segist nefnilega hafa fengið viðurkenningu á því fyrir dómi á föstudaginn sem var, að yfirfærsla krafna frá þrotabúum gömlu bankanna til nýju bankanna sem stofnaðir voru af Steingrími J. Sigfússyni og jafnharðan gefnir til erlendra hrægammasjóða, hafi verið yfirmáta flaustursleg og standist engin lög. Nýju bankarnir séu hreinlega ekki þinglesnir eigendur að þeim kröfum sem þeir tóku úr búum gömlu bankanna á hrakvirði en reyna að blóðmjólka íslensk heimili og fyrirtæki með sem  innheimtum að fullu. Dómurinn dæmdi Sturlu  í vil og sagði bankana ekki hafa þinglesið eignarhald á nema á fæstum kröfum og þar með bili innheimtur þeirra allflestar gagnvart Sturlu og hans mýmörgu þjáningabræðrum. Hvað gera Danir nú gæti maður spurt?

Það er glæsilegur árangur hjá þessum ólseiga baráttumanni Sturlu bílstjóra Jónssyni ef hann hefur náð að beygja bankavald Steingríms J. Sigfússonar og hindra það í því að valta yfir leifarnar af þeim íslensku heimilum og fyrirtækjum sem enn lifa eftir hrunið. Ekki er vitað hvernig fer með þá sem þegar framliðnir eru en þeirra þjáningar eru væntanlega " auðlegð á vöxtum í Guðanna ríki" ásamt með öðrum fórnarlömbum styrjaldarinnar. Fróðlegt verður að vita til hverra ráða "varðhundar kerfisins" muni nú grípa því án efa una þeir því lítt að fá ekki að fara sínu fram í öruggu skjóli paragraffanna gagnvart smælingjunum. 

Sturla bílstjóri á virðingu skilið fyrir þrautseigju sína og áralanga baráttu sína við eldspúandi drekana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem oftar og fyrri / líka sem aðrir gestir þínir !

Burt séð - frá tengzlum okkar Sturlu (ein systurdætra minna - er eiginkona hans): er óhætt að fullyrða - að Sturla sé með einhverjum allra skelleggustu málafylgjumönnum réttlætis og sanngirni: hérlendis - í dag.

Þakka þér fyrir Halldór fornvinur - að leggja hárréttan skilning í verk Sturlu sem atgjörfi / í þágu landsmanna allra: vel að merkja.

Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 20:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég hef margoft óskað þess að hann gæfi kost á sér til þings.Hann er greinilega mjög ósérhlífinn og bauðst strax til að hjálpa fólki í sömu sporum og hann er.Ég var oft að benda fólki á hann,sem fannst ehv.,bogið við bankakröfurnar sem helltust yfir það.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2014 kl. 02:51

3 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Helga hann gaf kost á sér til þings fyrir síðustu kosningar en fékk ekkert fylgi.

Sami hálvitaháturinn í Íslendingum og venjulega þeir æpa á breytingar og vilja nýja menn á þing en þegar að upp er staðið þá kjósa Íslendingar sama skítapakkið yfir sig aftur og aftur.

Egill Þorfinnsson, 16.11.2014 kl. 09:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Agli hér, því miður er íslenska þjóðarsálin, svona að meirihluta eins og sauðkindin, gerir lítið annað en að rata á rétta básinn þegar kemur að því að nota atkvæði sitt á kjördag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2014 kl. 11:15

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Styður Sjálfstæðisfkkurinn þá Stulla. Ég held ekki en það er gott að nota hann í að benda á rugluð í Steingrími en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að líta í eigin barm fyrr en síðar.

Helga Þórðardóttir, 16.11.2014 kl. 22:45

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskar Helgi

leti er ekki það sem plagar Sturlu.

Helga,Sturla er ófeiminn að fala sér þekkingar og nota hana til að spyrja þá sem minna kunna.

Egill,

Það er nú erfitt að vdera einsmanns flokkur.

Ásthildur

Bjartur í Sumarhúsum veit alltaf hvert hann vill fara. spurning hvort hann kemst þangað.

Helga

Ekki get ég svarað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En hann grípur ekki uatanaðkomandi snjallræði sem lausnir, hann vinnur eftir áætlun sem Landsfundur gerir og reynir að fylgja þeim fram. Það er flokkstarf. Riddarar á hvítum hestum valda yfirleitt engum straumhvörfum þar sem raunveruleg póliitík er langhlaup og samstarf margra,

Halldór Jónsson, 19.11.2014 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband