Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að borga Icesave?

þegar búið var að samþykkja að gera það ekki?

Kári Stefánsson er í raun að spyrja að þessu á Sprengisandi þegar hann spyr af hverju við sækjum ekki fjármuni til þeirra sem settu landið á hliðina? Þeir skuldi okkur skaðabætur fyrir sínar gerðir.

Af hverju erum við að burðast með þetta skuldabréf Nýja Landsbankans til þess gamla sem setur allt okkar þjóðfélag aftur á hliðina ef við ætlum virkilega að láta Gamla Landsbankann borga Icesave? Borga "erlendar skuldir óreiðumanna" eins og kallinn sagði.

Af hverju vorum við að samþykkja í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum að borga ekki Icesave?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi Halldór,

Krafa Breta og Hollendinga ( Icesave ) hefur verið samþykkt í bú gamla Landsbankans. Hluti kröfunnar hefur þegar verið greiddur. Búið á vel fyrir afganginum og mun að sjálfsögðu greiða afganginn, eins og ísl. lög um búskipti mæla fyrir. Ekkert af þessu fé er úr vasa íslensku þjóðarinnar. Það er efni í ögn lengri skrif, hvað gerðist í umræddum þjóðaratkvæðagreiðslum.  

Þegar nýi Landsbankinn varð til fékk hann frá gamla bankanum ( búinu ) ýmsar kröfur og eignir. Fyrir þessar eignir greiddi hann með umræddu skuldabréfi. Þessar eignir hafa reynst ef eitthvað verðmætari en fyrir þær var greitt. Nýi bankinn getur því auðveldlega greitt þetta skuldabréf og gott betur. Þetta eignasafn er m.a. skýring á því hvers vegna eigið fé bankans hefur verið að byggjast upp og gera hann verðmætari fyrir þjóðina sem á hann. 

Hér eru því eðlileg viðskipti á ferð og alls ekkert óeðlilegt. Slitastjórn gamla Landsbankans hefur unnið sérstaklega gott verk í að gera verðmæti úr búinu og virða skal það sem vel er gert.

Jón Atli Kristjánsson, 16.11.2014 kl. 13:14

2 Smámynd: Benedikt Helgason

@JÓN ATLI.  Það er einmitt margt sem bendir til þess að þetta skuldabréf séu ekki eðlileg viðskipti.

Í fyrsta lagi þá er í grundvallaratriðum eitthvað rangt við það að nýji bankinn taki yfir lánasöfn og komist í vanskil með þau gagnvart gamla bankanum.  Það bendir til þess að gamla bankanum hafi verið lofað meira en hann hefði fengið ef hann hefði sjálfur séð um innheimtuna.

Í öðru lagi þá er eitthvað að þegar seðlabankastjóri kemur tveimur árum eftir að þetta skuldabréf var gefið út og segir að bréfið stefni greiðslugetu þjóðarbúsins í erlendri mynt í voða.  Hvar var Seðlabankinn þegar þetta skuldabréf var gefið út?

Í þriðja lagi þá er bréfið í erlendri mynt og þar liggur einmitt vandamálið því nýji bankinn virðist hafa verið endurreistur með ca. 200 milljarða gjaldeyrisójöfnuð og ég tel það hafa verið af ásetningi en ekki gáleysi samanber það sem ég skrifa hér að neðan en myndin af þessu Icesave máli er farin að skýrast og frá mínum sjónarhóli þá lítur hún svona út:

1)      Strax eftir hrun þá byrjar samfylkingingin að pressa á að Icesave fái ríkisábyrgð (grein ÁPÁ í mbl ca. 8. Október 2008) því ESB sagði að ekki yrði tekið við umsókn í sambandið nema að Icesave yrði gert upp (heimild: Lilja Móses og Atli Gísla).

2)      Velferðarstjórnin reisir nýja Landsbankann með því taka gengistryggð lánasöfn gamla bankans yfir á fullu verði (Heimild: Heiðar Már fjárfestir í nýlegri mbl grein ef ég man rétt) og láta eins og um sé að ræða gjaldeyriseignir til þess að réttlæta útgáfu á gjaldeyrisskuldabréfinu á milli nýja og gamla Landsbankans, því fyrstu útreikningar sýndu að þrotabú Landsbankans ætti í raun ekki fyrir Icesave kröfunum (fyrsta mat var 70-75% innheimtur).

3)     Afleiðingin af þessu verður sú að Gylfi Magnússon þarf að láta eins og að hann kannist ekkert við gengistryggingu þegar hann svarar fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í þinginu um lögmæti gengistryggingar og lögfræðiálit SÍ um málið sem enginn fékk að sjá.

4)      Gylfi Magnússon/SÍ fara á límingunum þegar gengistryggin er dæmd ólögleg 2010 og pressa á afturvirka seðlabankavexti í fjölmiðlum.

5)      ÁPA með dyggum stuðningi Álfheiðar Ingadóttur, sem sett var yfir viðskipta- og efnahagsnefnd þegar Helgi Hjörvar sagði sig frá málinu, reyna að fá afturvirka SÍ vexti á gengistryggðu lánin með setningu ÁPÁ laganna.

Í stærra samhengi þá lítur þetta þannig út að Icesave hafi í raun verið ráðandi um það hvernig bankakerfið var endurreist. Að minnsta kost þá var ekki mikið mál að fá skilanefndir Glitnis og Kaupþings til þess að taka við Íslandsbanka og Arion, því stjörnvöld voru í raun búin að taka sér stöðu gegn lántakendum og þar með gátu skilanefndirna hámarkað útkomuna úr þrotabúunum með því að taka við nýju bönkunum.

Afleiðingarnar fyrir íslenkst efnahagslíf af þessu framferði eru hins vegar skelfilegar því að snjóhengjan fyrir innan gjaldeyrishöftin verður miklu stærri en hún hefði orðið ef að stjórnvöld hefðu einfaldlega tekið slaginn gegn bretum og hollendingum í Icesave og flett ofan af ólögmæti gengistryggingar að ekki sé nú talað um ólögmætri útfærslu verðtryggingar.

Að lokum er rétt að leiða að því hugann að núna er verið að lögsækja stjórnendur gömlu bankana fyrir að baka þeim fjártjónshættu af stærðargráðunni nokkrir milljarðar.  Hvaða refsingu á þá að gera þeim stjórnmálamönnum sem stóðu ekki bara að því að skapa nýja Landsbankanum fjártjónshættu heldur hreinlega fjártjón með útgáfu  á skuldabréfi í erlendri mynt upp á hundruði milljarða án þess að á móti kæmu erlendar eignir?

Benedikt Helgason, 16.11.2014 kl. 14:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Félagi Jón Atli

Ég tel fulla ástæðu til að taka mark á því sem Benedikt segir. Verðu ekki að skoða heildarmálið með tilliti til þessa gjaldeyrisójöfnuðar?

Hvað hefði gerst ef Landsbankinn hefði farið  í gjaldþrotaskipti í íslenskum krónum? Íslenska ríkið hefði líklega endurreist hann sem National Bank of Iceland enda passar nafnið til þess. Þá hefði hann orðið viðskiptabanki ríkisins sem vantar. Margir myndu vilja frekar i viskiptum við þann banka en þau skuggalegu bankafyrirtæki sem nú eru á markaðnum.

Halldór Jónsson, 16.11.2014 kl. 16:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór minn, hann er hvimleiður þessi sjálfsréttlætingar-söngur vinstri aflanna um að við séum að borga Icesave-skuldir gamla Landsbankans. Þær skuldir voru EKKI á ábyrgð íslenzku þjóðarinnar, eins og EFTA-dómstóllinn úrskurðaði mjög skýrt um 28. jan. 2013. Höfnun Icesave-svikasamninganna var því fyllilega réttlæt.

Ég tek undir sjónarmið Jóns Atla hér.

En taktu eftir: Jafnvel Benedikt (hér ofar) ritar: "2)  Velferðarstjórnin reisir nýja Landsbankann með því taka gengistryggð lánasöfn gamla bankans yfir á fullu verði (Heimild: Heiðar Már fjárfestir í nýlegri mbl grein ef ég man rétt) ..."

Og að sjálfsögðu var rétt, að nýi bankinn þyrfti að borga fyrir þau verðmætu, fasteigna-veðtryggðu skuldabréf sem gamli Landsbankinn hafði – ella væru þau veðbréf enn í eigu þess gamla banka.

En Benedikt hélt áfram í beinu framhaldi: "... og láta eins og um sé að ræða gjaldeyriseignir til þess að réttlæta útgáfu á gjaldeyrisskuldabréfinu á milli nýja og gamla Landsbankans ..."

Þarna held ég gerist meginvillan í málinu, en rétt tekið fram af Benedikt, að það var "velferðarstjórnin" (!) hans Steingríms Joð og Jóhönnu sem var ábyrg fyrir þessari klaufska hliðarspori sem veldur bankanum vandræðum nú, sem og ríkissjóði eða öllu heldur Seðlabankanum, vilji menn að hann hlaupi hér undir bagga.

En taktu líka eftir þessu sem Benedikt ritar: "1) Strax eftir hrun þá byrjar samfylkingin að pressa á að Icesave fái ríkisábyrgð (grein ÁPÁ í mbl ca. 8. Október 2008) því ESB sagði að ekki yrði tekið við umsókn í sambandið nema að Icesave yrði gert upp (heimild: Lilja Móses og Atli Gísla)."

Það er ágætt að minnt sé sem oftast á sök Evrópusambandsins í Icesave-málinu –– afar þunga sök! –– sbr. þessar staðreyndir:

  

    • Krafan um einkavæðingu bankanna upp úr aldamótunum kom frá ESB (og að þetta skyldi framkvæmt á EES-svæðinu!).

    • Útrásarmöguleikar og starfsemi einkavæddu bankanna í ESB-ríkjum kom til vegna EES-samningsins!

    • Evrópusambandið dæmdi haustið 2008 íslenzka ríkið í einhliða "gerðardómi" sínum, með fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB, ESB-dómstólsins í Lúxemborg og Seðlabanka Evrópu (sem er ESB-stofnun), sekt og greiðsluskylt í Icesave-málinu! Sá gerðardóms-úrskurður reyndist falskur og dómsmorð fullkomið, eins og í ljós kom í algerri sýknu EFTA-dómstólsins; jafnvel málkostnað okkar þurftum við ekki að borga.

    • Evrópusambandið þrýsti á vinstri stjórn Jóhönnu, Össurar og Steingríms J. að gera Icesave-samningana! (sbr. uppl. frá ÁPÁ, Lilju Mós. og Atla Gíslasyni hér ofar).

    • Evrópusambandið hefur aldrei beðið okkur afsökunar á þessari aðför að íslenzka ríkinu og skattborgurum hér. Sízt verðskuldar þetta stórveldi innlimun Íslands!

    Jón Valur Jensson, 16.11.2014 kl. 20:45

    5 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

    Sælir ágætu félagar, 

    Fyrst þetta. Umsögn SÍ um áhrif skuldabréfs Landsbankans á gjaldeyrisjöfnuð eru gamlar fréttir. Fyrirliggjandi nýir samningar um lengingu bréfsins, breyta þessari mynd algerlega. Til viðbótar yfirtók nýi Landsbankinn á sínum tíma verulegar eignir í erlendri mynt. Í reynd þýðir þetta að greiðsla þessa bréfs mun hafa lítil sem engin áhrif á gjaldeyrisjöfnuð. Lenging bréfsins og mikilvægir samningar aðrir hafa ekki ennþá hlotið náð SÍ, m.a. vegna stöðu mála varðandi afléttingu gjaldeyrishafta. Að mínu mati lúta öll viðskiptaleg rök að því að SÍ staðfesti þessa samninga.

    Það liggur fyrir að nýi Landsbankinn yfirtók ekki eignir frá gamla bankanum á fullu verði, m.v. samninga sem þá voru gerðir. Nú 6 árum síðar kann einhver að líta í þennan pott og hafa skoðun á upphaflegu mati. Það flokkast í mínum bókum undir eftiráspeki.

    Benedikt, ég er ekki umræðuhæfur eða innvígður um margt af því sem þú heldur fram, en virði þína miklu þekkingu á þessu máli. 

    Jón Valur, bestu kveðjur, dugnaður þinn við að skrifa og blogga er slíkur að við hinir, sem erum að gaufa þetta, föllum í stafi.

    Jón Atli Kristjánsson, 17.11.2014 kl. 11:13

    6 Smámynd: Benedikt Helgason

    Takk fyrir þetta Jón Atli.

    Ég held því fram að nýji bankinn hafi einmitt ekki tekið yfir mikið af erlendum eignum af gamla bankanum heldur fyrst og fremst lánasöfnum í íslenskum krónum. Erelndu eignirnar urðu að mestu eftir í gamla bankanum ef ég hef skilið þetta rétt.  Og það er meira að segja svo að skilanefnd gamla bankans gaf það út á dögunum að hún teldi að í nýja bankanum væru ennþá lánasöfn upp á 36 milljarða (vona að ég muni töluna rétt) sem skilanefndin telur vera íslenks lán en nýji bankinn heldur fram að séu erlend lán. Það eru væntanlega leyfar af dómsmálum sem skilanefndin reiknar með að nýji bankinn tapi.

    Og það er kannski kjarninn í þessu máli öllu saman að jafnvel þó svo að gengistrygging hefði verið dæmd lögleg í hæstarétti þá hefði það ekki einu sinni myndað erlenda eign í nýja bankanum því greitt er af þessum lánum í íslenskum krónum óháð lögmæti gengistryggingar.

    Hvað verðmat á lánasöfnum varðar þá eru mér vitandi ekki til neinar öruggur heimildir fyrir því hvert millifærsluverð lánasafnanna var.  Það komu fram tölur um þetta í skýrslu SJS um endurreisn bankakerfisins en menn voru fljótir að finna að þær tölur væru hæpnar en þess utan þá var búið að yfirstrika í skýrslunni upplýsingar um samninga á milli gömlu og nýju bankana.

    M.ö.o. að sömu aðilar og gengu frá Svavars samningnum og reyndu að koma honum í gegnum þingið án þess að sýna hann þingmönnum, sömdu um endurreisn bankakerfisins og hefur tekist að halda mikilvægum upplýsingum um hvernig það var gert frá dagsljósinu.

    Benedikt Helgason, 17.11.2014 kl. 14:48

    7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Vandinn vegna skuldabréfs Landsbankans snýst ekki um það að hann eigi ekki fyir því heldur að hann fær ekki undanþágu frma gjaldeyrishöftunum til að greiða þau með þeim peningum sem hann á. Hvað varðar þau rök að það hafi verði ábyrgðarleysi að semja um skuldabréfið í erlendir mynt þá þarf að hafa það í huga að þegar samið er um eitthvað þá getur ekki annar samningaðilinn ákveðið niðurstöðuna. Um hana þarf að semja. Það þurfti að semja um að þrotabúin seldi nýja Landsbanknaum íslensk húsnæðislán ellegar hefðu lántakar hjá Landabankanum þurft að sæta innheimtuaðgerðum frá þrotabúunum beint og dæmi Dróma ætti að sýna fólki fram á hversu óhagstætt það hefði orðið fyrir lántaka. Kröfuhafarnir í þrotabúin voru einfaldlga ekki til í að ræða þetta út frá annarri forsendu en að skuldabréfið væri í erlendri mynt. Og til viðbótar við það þá var reiknað með því að þegar til greiðslu kæmi væri þegar búið að afnema gjaldeyrishöftin og því yrði þetta ekki vandamál. Í því efni er auðvelt að vera vitur eftirá.

    Það er einnig bull að þjóðin hafi kostið að greiða ekki Icesave enda ekki hægt að kjósa sig frá skuldum. Það eina sem þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave snerust um var hvort veita ætti ríkisábyrð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda til að greiða upp skuldirnar. Og dómsmálið snerist um það eitt hvort það væri ríkisábyrð á þeim. Það var eldrei ágreiningur um það að þrotabúi gamla landsbankans þyrfti að greiða þessa reikninga og að ef eignir þess dygðu ekki til þá þyrfti Tryggingaasjóður innistæðueigenda að taka við eins langt og eignir hans næðu. Og ein af eignunum sem þrotabú Gamla Landsbankans á upp í þessa skuld er skuldabréf Nýja Landsbakans.

    Og svo varðandi þá fullyrðing Benedikts að stjórnvöld hafi á þessum tíma tekið sér stöðu gegn lántökum þá er það svo mikið kjaftæði að það hálfa væri nóg og segir meria um þann sem heldur því fram en um fráfarandi ríkisstjórn.

    Sigurður M Grétarsson, 17.11.2014 kl. 22:51

    8 Smámynd: Benedikt Helgason

    Ja, nú ber aldeilis vel í veiði félagar.  Hér sitjum við í rólegheitum og erum að velta því fyrir okkur hvort það geti verið að velferðarstjórnin hafi verið svo ósvífin að endurreisa nýja Landsbankann með hundruð milljarða gjaldeyrisójöfnuð til þess að ”búa til” gjaldeyri fyrir Icesave kröfuhafana, þegar mætir á svæðið samfylkingarmaðurinn Sigurður M. Grétarsson og tekur af allan vafa fyrir okkur.

    Og það er rétt að óska þér til hamingju með þetta Sigurður M.  Eftir því sem ég best veit þá ert þú fyrsti samfylkingarliðinn sem viðurkennir að velferðarstjórnin hafi staðið að því að taka yfir íslensk lánasöfn úr þrotabúi gamla bankans og láta greiða fyrir þau með gjaldeyri. Gjaldkeri samfylkingarinnar skautaði að minnsta kosti þægilega fram hjá þessu atriði í grein sem hann skrifaði í maí á þessu ári þegar hann var að dásama uppbyggingu nýja Landsbankans og grugga vatnið í sambandi við skuldabréfaútgáfuna.

    Og ég skil innkomu þína inn á þennan þráð þannig Sigurður að nú hafi velferðarliðar ákveðið að draga varnarlínuna við að ”ekki hafi verið annað hægt” sem er það sem er kallað ”kjaftæði” á venjulegri íslensku.

    Í fyrsta lagi er rétta að rifja það upp að verið var að semja um Icesave á þessum tíma vorið 2009 og þegar velferðarstjórnin taldi sig vera búna að "botnsemja" um það mál þá áttu Íslendingar eftir að sækja sér ca. 300 milljarða kjarabót með því að standa í lappirnar og hafna ríkisábyrgð á Icesave.

    Í öðru lagi þá vissi stjórnin á þessum tíma að gengistrygging héldi að öllum líkum ekki fyrir rétti (samanber álit LEX sem Gylfi Magnússon vildi ekki kannast við að hafa séð í kjölfar fyrirspurnar Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í þinginu snemma sumars 2009, bréf Björns Þorra til þingheims 2009 og bréf Gunnars Tómassonar til þingheims 2009). Stjórninni hefði verið í lófa lagið að þvinga þrotabú Landsbankans með þeirri staðreynd. En hún hafði auðvitað ekki áhuga á því því hún ætlaði að hámarka útkomuna úr lánasöfnunum til þess að geta greitt Icesave svo ESB líkaði, enda var það skilyrði fyrir því að sambandið tæki við umsókninni sumarið 2009 (rétt er að minna á að Svavar kemur heim með samninginn, runnin út á tíma, rétt áður en umsóknin er send af stað). Og geðshræring Gylfa Magnússonar og Seðlabanka Íslands eftir að gengistrygging var dæmd ólögleg endurspeglar þá staðreynd að nýji Landsbankinn var trúlega endurreistur án þess að Gylfi og aðrir sem stóðu að endurreisn bankana höfðu gert fyrirvara um lögmæti lánanna enda skiptu slíkir fyrirvarar engu ef markmiðið var að koma gjaldeyri inn í þrotabúið.

    Í þriðja lagi þá er Drómi sennilega ekki heppilegasta dæmið til þess að réttlæta þessa ráðagerð Sigurður, því það er ekkert sem sýnir ásetning stjórnvalda um stöðutökuna gegn lántökum betur heldur en sú staðreynd að Drómi hafði m.a. það hlutverk að innheimta fyrir Seðlabanka Íslands sem fékk sparisjóða lánasöfn í hendurnar við hrun.

    En það er þess utan sérstaklega ánægjulegt að þú skulir gefa þér tíma í það Sigurður að fletta ofan af þessu plotti velferðarstjórnarinnar fyrir okkur því eitt eigum við eftir órætt sem  var órjúfanlegur hluti af þessari vegferð allri saman, en það er ”sakvæðingin”. En til þess að réttlæta þessa aðför að íslenskum heimilum og fyrirtækjum, sem aldrei verður kölluð annað efnahagsleg árás, þá þurfti að beita velferðarbloggernum til þess að fá fólk til þess að trúa því að hrunið hefði verið íslenskum heimilum að kenna. Og það hafa sannarlega fáir verið jafn ósvífnir í að tala niður fólk í erfiðri stöðu vegna hrunsins inni á öllum bloggsíðum en einmitt Sigurður M. Grétarsson.

    En nú þegar við erum orðnir sammála um það Sigurður, að velferðarstjórnin lagði til atlögu við íslensk heimili og fyrirtæki til þess að greiða fyrir aðgang að ESB, þá getum við farið að ræða aðra hluti. Í beinu framhaldi hlýtur maður samt að spyrja hvort þið samfylkingarliðar hafið aldrei velt því fyrir ykkkur hver staða ykkar hefði verið ef þið hefður bara tekið ykkur stöðu með fólkinu í landinu, unnið úr hrunmálunum og farið svo í ESB umsóknina eftir að því var lokið í stað þess að flýta ykkur svona eins og þið gerðuð. Gæti verið að þið væruð þá með breiðan stuðning fólksins í landinu, búnir að losa efnahagskerfið undan skuldafjallinu og á leiðinni inn í sambandið í stað þess að hafa áunnið ykkur varanlega fyrirlitningu hjá stórum meirihluta þjóðarinnar?  Ég bara spyr.

    Benedikt Helgason, 18.11.2014 kl. 08:24

    9 Smámynd: Benedikt Helgason

    Og í framhaldi af þessu öllu þá hlýtur maður að spyrja sig að því hvort að ESB hafi í raun stöðvað aðildarviðræðurnar 2011 vegna þess að Icesave var óuppgert.

    Það er að minnsta kosti sá grunur sem læðist að manni þegar maður sér hversu mikla áherslu samfylkingin, enn þann dag í dag og löngu eftir dómsniðurstöðu, leggur á að koma gjaldeyri þrotabús gamla Landsbankans framhjá gjaldeyrishöftunum. 

    Benedikt Helgason, 18.11.2014 kl. 08:31

    10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Benedikt. Það er með ólíkindum hvernig þú getur snuið öllu á haus og komið með mikið af röngum og tilhæfulausum ásökunum á síðustu ríkisstórn.

    Til að byrja með er vert að nefna að stjórnvöld hafa ekki völd yfir Seðlabankanum og stjórna því ekki því hverja hann fær til að innheimta kröfur sínar.

    Hvað samninga við þrotabú Gamla Landabankans áhrærir þá höfðu stjórnvöld ekki tæki til að þvinga fram sérstaka niðurstjöðu. Þrotabúið hafði alltaf þann möguleika að semja ekki um sölu eigna til Nýja Landsbankans þar með talið skuldabréfasöfnin. Það er mjög ólíklegt að það hefði tekist að semja við þrotabúið um að fá þau greidd í íslenskum krónum. Hafa verður í huga að skuldabréfið var á móti Icesave skulduum sem voru í erlendum gjaldeyri og óumdeilt að þrotabúið átti að greiða þó deila væri um það hvort ríksiábyrgð væri á þeim skuldum.Í því efni má líla nefna að það að búið var að gera samninga sem sýndu að þrotabúið mynd greiða Ícesaveskuldina í erlendum gjaldeyri var ein aðal málsvörn okkar fyrir EFTA dómstólnum og eina af aðal ástæðum þess að við unnum málið.

    En staðan var þessi.

    Engin sem að málinu kom átti von á því að gjaldeyrishöftin væru enn við lýði árið 2015 og því átti engin von á því að það yrði neitt vandamál að bréfið væri í erlendum gjaldeyri.

    Ef ekki væri samið þá þyrftu lántakar hjá Landsbankanum að sæta innheimtu frá kröfuhöfum sjálfum sem ekki ætluðu að reka hér viðskiptabanka og höfðu því engan hag af því að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem skulduðu þessi lán gætu starfað áfram hér. Þá hefði allt snúist um að hámarka innheimtur.

    Mörg þau úrræði sem síðasta ríkisstjórn nýtti til að létta byrðar heimila i skuldavanda byggðu á samkomulagi við lánastofnanir enda ekki hægt að framkvæma þau með einhliða lagasetningu vegna eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þessi úrræði björguðu þúsundum ef ekki tugþúsundum heimila frá gjaldþroti eða mjög alvarlegum skuldavanda sem hefði haldið þeim í mun meiri fátækt en varð vegna úrræðanna. Þessir samningar byggðu á því að allir stóru aðilarnir á lánamarkaðnum væru með og því hefðu þau mörg hver ekki getað orðið ef Landsbankinn hefði neitað að vera með. Þetta vissu menn þegar verið var að semja við Landsbankann.

    Það voru því mjör miklir hagsmunir í húfa að samningar tækjust og þegar haft er í huga að menn áttu ekki von á að gjaldeyrishöftin væru enn við lýði árið 2015 þá var það enfaldlega hagsmunamat með ýtrustu hagsmuni þjóðarinnar og þá ekki síst lántaka í skuldavanda að ná samningum um kaup á lánasöfnum Gamla Landsabankans.

    Það er nefnilega svo kikið kjaftæði að það hálfa væri nóg að stjórnvöld hafi verið að vinna gegn hagsmunum lántaka. All kjörtímabilið vann síðasta ríksstórn að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar og þá ekki síst heimila í fjárhagsvanda eins vel og hægt væri. Í því efni þurfti líka að hafa hagsmuni skattgreiðenda í huga enda eru það heimili lendsins sem á endanum borga þann reikning sem sendur er skattgreiðsndum. Fjárhagsstaða ríkissjóðs og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar takmarkaði hins vegar mjög þau úrræði sem stjórnvöld höfðu en ríkisstjórnin reyndi að gera eins vel og hún gat fyrir hönd lántaka og annarra heimila.

    Þetta á líka við í Icesave málinu. Afstaða stjórnarinnar byggði einfaldlega á því hagsmunamati og áhættumati sem sérfræðingar stjórnvalda gerðu og niðurstaðan þess var sú að það væri betra að semja heldur en að fara í hart með hagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Í upphafi var dómstólaleiðin ekki opin og þá var nánast öll heimsbyggðin okkur óhliðholl í þessu máli þar með talin hin Norðurlöndin. Sú fullyrðing að Ísland gæti orðið "Kúba norðursins" var ekki eitthvað sem menn fundu upp heldur var það rauverulegur ótti þeirra sérfræðinga sem unnu að málinu. Og það er aldrei að vita að ef við hefðum strax sagt "nei" þá hefði það orðið raunin. Staðreyndin er nefnilega sú að með tímanum snerist almenningsálitið með okkur og þá minnkaði hættan á slíku. Það hjálpaði okkur því mikið að gera samninga sem fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu og koma svo alltaf aftur með þá niðurstöðu að það þyrfti að gera betri samning til að hægt væri að ná honum í gegn. Þegar síðasti samningurinn síðan kom til atkvæðagreiðslu þá var ljóst að kostnaður ríkissjóðs af honum yrði lítill en áhættan við að láta reyna á málið fyrir dómstólum væri mjög mikil.

    Það er alltaf hægt að vera vitur eftrá en staðreyundin er sú að þeir sem vildu semja voru ekki með það viðhorf til að tjónka við erlenda aðila eða taka hagsmuni þeirra fram yfir íslenska þjóðarhagsmuni heldur voru þeir eftir bestus amnnfæringu og út frá eigin áhættumati og hagsmunamati að taka afstöðu þeim þeir töldu besta fyrir íslenska hagsmuni.

    Aðildarviðræður við Ísland voru ekki stöðvaðar árið 2011 og því ekki um neina stöðvun að ræða vegna Icesave samninanna. Hins vegar tafði krísan í Evrópu samninana enda embættismenn ESB uppteknir við að takast á við hana auk þess sem það að einn ráðherran í ríkisstjórninni vann leint og ljost gegn samningaviðræðunum var ekki til að flýta málinu. Eins held ég að mönnum hafi verið það ljóst að með Icesave deiluna óleysta væri vonlaust að aðildarsamningur yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi og því betra að klára það mál áður en slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það sama á við um makríldeiluna. Því er ekki ólíklegt að menn hafi talið betra að fra sér hægar í aðoldarviðræðum þannig að ekki kæmi til þjoðaratkvæðagreiðslu fyrr en Ísland og ESB væru búin að gera út um sín deilumál.

    Sigurður M Grétarsson, 18.11.2014 kl. 12:28

    11 Smámynd: Benedikt Helgason

    Gleymdu þessu Sigurður M.

    Púsluspilið er einfaldlega að taka á sig mynd og allar vísbendingar hníga í þá átt að þið hafið í raun sett upp efnahagslega árás á fyrirtæki og heimili landsmanna til þess að ná fram því pólitíska markmiði að ganga í ESB á meðan ennþá ríkti upplausn í landinu. Og það skal tekið fram að ég er hvorki aðdáandi né andstæðingur ESB, ég sé hins vegar ekki að sambandið sé það eftirsóknarvert inngöngu að til þess þurfi að fórna hagsmunum þúsunda heimila og fyrirtækja svo komast megi þangað inn fyrr heldur en seinna. Ég byggi það álit á reynslu minni af því að búa í tveimur ESB ríkjum og tveimur öðrum ríkjum sem ekki eru í sambandinu. Og það er auðvitað engin tilviljun að svo að segja undartekningalaust þá eru mestu ESB sinnarnir á Íslandi jafnframt hörðustu andstæðingar þess að heimilin fái einhverja úrlausn sinna mála. Nægir þar að nefna t.d. Sigurð M. Grétarsson. Staðreyndin er sú að skuldamál heimilanna, Icesave og ESB umsóknin eru einfaldlega órjúfanlega tengd.

    Og ég held að ég sé ekki að móðga neinn, eða gleyma neinum afglöpum í fortíðinni sem náð hafa eftiminnilegri lægð, þegar ég segi að þessi ESB flétta Samfylkingarinnar og VG er trúlega heimskulegasta skógarferð sem nokkur stjórnmálaöfl hafa lagt upp í á Íslandi og þér er óhætt að vera „stoltur“ yfir því að hafa tekið fullan þátt í að reyna að koma þessari eymd í framkvæmd. Fólk fann fyrir afleiðingum af þessari vegferð á eigin skinni allt síðasta kljörtímabil en áttaði sig trúlega ekki á samhenginu því í nafni „opinnar stjórnsýslu“ þá hélt velferðarstjórnin kortunum þétt að sér og gekk meira að segja svo langt að reyna að villa um fyrir fólki um hvað var í gangi.

    Hvað eigum við t.d. að segja um þá tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem send var fjölmiðlum í kjölfar þess að gengið var frá samkomulagi nýja og gamla Landsbankans þar sem fullyrt er að með því samkomulagi hafi nýji bankinn náð að tryggja sér erlenda fjármögnun. Í ljósi þess að við erum orðinir sammála um að nýji bankinn tók við lánasöfnum í íslenskum krónum og samdi um að greiða fyrir þau í gjaldeyri þá er ljóst að þessi tilkynning er hrein og klár blekking.  Það eina sem náðist fram með þessu samkomulagi var að setja bankann í vanda og ríkið í leiðinni með útgáfu á sértryggðu skuldabréfi. Þetta svarar til þess að maður færi niður í banka og semdi um það við hann að þurfa að greiða af verðtryggða íslenska láninu sínu í gjaldeyri og hefur ekkert með erlenda fjármögnun að gera.  Planið var einfaldlega að reyna að brúa þessa holu í gjaldeyrisjöfnuði nýja bankans með því moka ofan í hana gjaldeyristekjum sjávarútvegsfyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.

    Þetta samkomulag á milli nýja og gamla bankans var og er skandall og mér finnst líklegt að ef öll gögn málsins næðu fram í dagsljósið, að þá mætti sýna fram á refsiverða háttsemi ráðherra síðustu ríkisstjórnar í tengslum við þetta mál.

    Benedikt Helgason, 18.11.2014 kl. 15:08

    12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Enn bullar þú út í eitt Benedikt þrátt fyrir að búið sé að útskýra fyrir þég málið. Hversu erfitt átti þú með að skilja að það stóð aldrei til boða að kaupa eignir þrotabús Gamla Landsbankans fyrir íslenskar krónur.Hversu arfitt átt þú með að skilja að þegar um þetta var samið áttu menn ekki von á að gjaldeyrishöftin væru enn við lýði árið 2015 og áttu því aldrei von á að það væri erfitt að fjármagna endurgreiðslur skuldabréfsins. 

    Og fullyrðingin um að við ESB sinngr séum á móti því að heimilin fái úrlausn sinna mála er einnig rakið kjaftæði. Fyrri ríkisstjórn gerði margfalt meira fyri heimili í skuldavanda en núverandi ríkisstjórn er að gera og það fyri aðeins brot af kostnaðinum sem núverandi ríkisstórn leggur á skattgreðendur. 

    Sú aðgerð sem núverandi ríkisstjórn er að fara fam með kostar skatgreiðendur beint 80 milljarða og síðan 20 milljarða skattaafsláttur ríksissjóðs auk 12 til 14 milljarða skattaafsláttar sveitafélaganna sem minna er talað um og til viðbótar verður Íbúðalánasjóður fyrir að minnsta kosti 8 milljarða skaða vegna aðgerðanna.Þetta er því beinn og óbeinn kostnaður skattgreiðenda upp á að minnsta kosti 120 milljarða.

    Og í hvað fara svo þessir peningar. Jú megnið fer í að greiða niður lán fólks sem er í hagnaði með sín húsnæðuisviðskiopti og varð því ekki fyrir neinum forsendubresti auk þess að vera ekki í neinum skuldavanda. Á sama tíma eru vaxtabætur lækkaðar og samkomulag fyrri ríksstjórnar við lífeyrissjóðina um lausn á vanda þeirra sem voru með lánsveð er slegin út af borðinu. Þessi aðgerð mun hækka vexti í landinu sem kemur sér mjög illa við heimili í skuldavanda og þau heimili sem ekki geta fjármagnað endurnýjun á bílum sínum, heimilistækjum og öðrum stærri útgjöldum án lántöku. 

    Því mun þessi stóra skuldarniðurgreiðsluaðgerð núverandi ríksistjórnar fjölga heimilum í alvarlegum skudavanda og þar með fjölga gjaldþrotum heimila.

    Það er því núveandi ríksistjórn sem er að vinna gegn hagsmunum heimilanna en ekki öfugt.

    Og hvað varðar ESB umsókjina þá er ekki nokkur vafi á því að ESB aðild Íslands mun stórbæta lífskjör þjóðarinnar ef við berum gæfu til að stíga það heillaskref að verða aðildarríki. Öll ríki sem gengið hafa í ESB hafa uppskorið bætt lífskjör auk meira frelsis almennings. Það er því líka bnarátta gegn hagsmunum almennings í landinu að berjast gegn ESB aðild.

    Sigurður M Grétarsson, 19.11.2014 kl. 08:13

    13 Smámynd: Halldór Jónsson

    Ég þakka ykkur mannvitsbrekkum þann heiður sem þið hafið sýnt mér með því að taka þátt í umræðum á minni síðu um málefni Landsbankanna tveggja.

    Þið hafið allir sýnt mikla þekkingu á málinu og sýnt margt í því ljósi að til fróðleiks er fallið.

    Eftir stendur hjá mér að það verði að ekki hjá því komist að taka samskipti LB við kröfuhafa til skoðunar með pólitískum aðgerðum.Slitastjórnirnar hljóta að víkja til hliðar í þeirri alvöru.

    Þessi banki olli Íslandi stórtjóni og mér finnst að hann skuldi þjóðinni þessvegna ekki síður en forsvarsmennirnir sem fyrir rétti eru.

    Ennfremur finndist mér óeðlilegt að NIB geti hlakkað yfir óeðlilegum feng sínum fari með skuldabréfið öðruvísi en ætlað var..

    Restina af þeim banka getur ríkið notað sem sinn viðskiptabanka fyrst um sinn.

    Ráðstafanir Steingríms J. Sigfússonar í málefnum SPKEF og Byrs ollu þvílíku tjói að hvorki hann né ábyrgðaraðilinn Jóhanna Sigurðardóttir  eru borgunarmenn fyrir þó að þau væru kjöldregin bæði  fyrir Landsdómi eins og verið hefði gert í þroskaðri og reyndari ríkjum.

    Hér varð ekkert það  hrun sem réttlætti að allri skynsemi væri vikið til hliðar né að fara öðruvísi með réttvísina en í öðrum tilvikum. 

    Halldór Jónsson, 22.11.2014 kl. 19:37

    14 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Engin mannvitsbrekka er þessi Sig.G.M. og fráleitt að hann sýni mikla þekkingu á málum þegar hann ritar hér til dæmis:

    "Og hvað varðar ESB umsókjina þá er ekki nokkur vafi á því að ESB aðild Íslands mun stórbæta lífskjör þjóðarinnar ef við berum gæfu til að stíga það heillaskref að verða aðildarríki."

    Þvílík steypa! ––Halldór minn, lastu ekki póstinn hans?

    Jón Valur Jensson, 25.11.2014 kl. 00:43

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.11.): 2
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 39
    • Frá upphafi: 3419712

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband