Leita í fréttum mbl.is

Hvernig Reykjavík?

menn fá eftir 100 ár er örugglega ekki sú sem Reykjavík sem þeir DagurBé og Essbjörn sjá fyrir sér. 

Finnst fólki það framför að mjókka Gresnásveginn um 2 akreinar til þess eins að styrkja ímynd Reykkjavíkur sem hjólreiðaborgar? Eða þá breytingarnar á Borgartúninu? Finnst fólki að Gnarr-árin og það sem enn stendur frá þeim sé líklegt til að breyta Reykjavík nema um stundarsakir?

Finnst mönnum líklegt annað en að samgöngur muni aukast og ferðatími styttast um leið og viðskiptahraðinn og lífshamingja fólksins heldur áfram að vaxa? Að jafnvel innan tveggja árastuga muni menn krefjast dýrara beins flugs frá Reykjavíkurflugvelli austur og vestur til að stytta tíma? Að fólk muni gera sér ljóst að tími eru peningar og að peningar láti veröldina snúast hraðar og hraðar? Hér eins og annarsstaðar? 

Auðvitað er gaman að sjá Ómar rifja upp uppvaxtarár sín í Stak-Holtunum fyrir 60 árum. Ég gæti lýst ýmsu forvitnilegu frá stríðsárunum þegar ég lærði að hjóla undir stöng. En þetta skiptir bara ekki máli lengur. Nútíminn og framtíðin eru alvarlegs eðlis og eru annaðhvort komin eða rétt ókomin.

Hvernig Reykjavík verður Reykjavík? Ég held að hún muni líkjast öðrum borgum meira og meira sem líður á öldina. Mér kemur það í sjálfu sér ekkert við enda breyti ég engu héðan af. En ef lífskjör fólksins eigi að batna og minni tími að fara í brauðstritið , þá þýðir held ég ekki að snúa hjóli tímans afturábak hversu skemmtilegt sem það nú kann að sýnast.

Hvernig Reykjavík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þrenging Grendsársvegar er ekki til þess að búa til hjólastíga. Það er nóg pláss meðfram veginum til þess að leggja þá án þrengingar götunnar. Þrenging Grensársvegar er til að draga úr umferðahraða og þar með auka öryggi þeirra barna og annarra vegfarenda sem þurfa að þvera hann auk þes sem það minnkar hávaða og aðra mengun sem af honum kemur og bætir þannig lífsgæði þeirra sem búa meðfram honum. Umferðin er það lítil að það er engin þörf fyrr tbær akreinar í hvora átt á þessum hluta vegarins. Sambærileg framkvæmd var á Lönguhlíð milli miklubrautar og Harahlíðar með mjög góðum árangir og það án þess að skapa nokkrar umferðateppur. Réttaholtsvegurinn er einnig gott dæmi um vel heppnaða aðgerð til að draga úr umferðahraða með þrengingu.

Það að vilja breiðar hraðbrautir fyrir einkabíla í borgum er akkúrat dæmi um skref afturábak. Það eru nánast allar borigi í heiminum að stafna af þeirri braut. Þannig borgir gjóða upp á lakari lífsgæði vegna hávaða mengunar og langra vegalengda milli staða vegna alls þeiss pláss sem fer undir götur og bílastæði.

Þannig borgir eru líka þær borgir sem menn verja lengstum tíma í að komast milli staða. Það stafar af því að vegna alls þess pláss sem fer undir götur og bílastæði þá þenjast þær út og því verða meðalvegalengdir sem fólk þarf að fara þar með talið í og úr vinnu mun lengri fyrir vikið. Og reyndlan er sú að þeim mun meiri breikkun sem menn gera á vegum þá fjölgar þeim sem velja bíla til að fara milli staða og þra með aukast umferðatafir sem aldrei tekst að losna við. 

Það eru því þéttar borgir með góðu neti almenningssamganga og góðra hjólastíta sem verða þær borgir sem bjóða upp á mestu lífsgæðin og stysta ferðatímann. Það verða þær borgir sem unfa fólkið sækist eftir búsetu í. Þetta er reynsan alls staðar á vesturlöngum. 

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2014 kl. 08:06

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

1.Hlusta á ráð æðstu manna hjá flugmála-stjórninni varðandi neyðarbrautina.

2.Ég vil engar moskubyggingar/né múslimastarfsemi í RVK.

3.Það er spurning hvort nýji Landspítalinn muni ekki sóma sér betur á Vífilstaðalóðinni?

5.Ég skipti mér ekkert af gatnagerð og umferð í rvk.

Jón Þórhallsson, 20.11.2014 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband