21.11.2014 | 09:00
Bara tímaspursmál
segir Hjörtur Guðmundsson í Mbl.í dag þegar hann ræðir hvað bíði okkar Íslendinga í sambandi við Schengen-samstarfið.
Hjörtur skrifar:
"Flest bendir til þess að einungis sé tímaspursmál hvenær raunveruleg krafa verður sett fram af hálfu Evrópusambandsins um að sambandið taki með beinum hætti yfir landamæraeftirlit á ytri landamærum Schengen-samstarfsins og þar með talið hér á landi.
Þannig var til að mynda greint frá því í fjölmiðlum fyrr í vikunni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði til skoðunar áætlun sem sett var saman í sumar og miðar að því að sambandið taki yfir landamæragæzlu á ytri landamærunum í gegnum sérstaka miðstýrða stofnun. Sú starfsemi næði til Schengen-samstarfsins og yrði sjálfstæð gagnvart stjórnvöldum í ríkjunum sem í hlut ættu. Þar með myndu landamæraverðir sem áður heyrðu undir ríkin eftirleiðis vera settir undir beina stjórn Evrópusambandsins.
Schengen-samstarfið gengur sem kunnugt er út á það að hefðbundið landamæraeftirlit er fellt niður á milli aðildarríkjanna en þess í stað eflt á ytri landamærum svæðisins. Allavega í orði kveðnu. Það samanstendur af Evrópusambandinu, Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein. Fjögur ríki sambandsins í Austur-Evrópu standa þó utan við samstarfið þar sem þau hafa ekki uppfyllt skilyrði fyrir aðild og tvö, Bretland og Írland, kusu á sínum tíma að standa utan þess. Bretland fyrst og fremst vegna náttúrulegra landamæra landsins og Írland til þess að viðhalda landamærasamstarfi sínu við Breta.
Hins vegar var tekin ákvörðun um það hér á landi í lok síðustu aldar að fórna í raun náttúrulegum landamærum Íslands með aðild að Schengen-samstarfinu. Eina pólitíska ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að viðhalda norræna vegabréfasamstarfinu í ljósi þess að hin norrænu ríkin ætluðu að taka þátt. Fyrir vikið liggja í dag landamæri Íslands í raun að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Moldóvu og Tyrklandi í austri og meðfram Miðjarðarhafsströnd Evrópu í suðri.
Landamæraeftirlit á þessum slóðum hefur víða verið vægast sagt bágborið en helztu rökin sem færð eru fyrir hugmyndum um miðstýrða stjórn Evrópusambandsins í þessum efnum eru einmitt þau að styrkja þurfi landamæragæzluna þar. Sum ríki hafa sérstaklega kallað eftir aðkomu sambandsins í þeim efnum, t.d. Ítalía. Þá einkum vegna mikils fjölda fólks sem reynir að komast frá Norður-Afríku og yfir til Evrópu.
Hugmyndir um að Evrópusambandið taki yfir landamæragæzlu á ytri landamærum Schengen-samstarfsins eru ekki nýjar af nálinni. Slíkar hugmyndir hafa áður verið viðraðar en þunginn í áherzlu sambandsins á þær hefur hins vegar farið vaxandi til þessa. Fyrr eða síðar er fyrir vikið mjög líklegt að við Íslendingar eigum eftir að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að fallast á að Evrópusambandið taki yfir landamæragæzlu landsins eða segja skilið við Schengen-samstarfið."
Er ekki komið að því að spyrnt verði við fótum gegn þessu Schengen samkomulagi sem meirihluti þjóðarinnar óskar norður og niður? Þarf nýtt stjórnmálaafl eins og UKIP að skjóta hér rótum til að neyða okkar verklitlu stjórnmálamenn til að horfast í augu við veruleikann? Þykir okkur svona þýðingarmikið að hjálpa heimsins Ómösum til að komast hér inn á gafl að það megi ekki ræða uppsögn samningsins um Schengen?
Það sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann segir séra Hallgrímur.
Já og rétt í þessu berst sú frétt að UKIP hafi nú unnið tvö þingsæti af Cameron og Milliband í Bretlandi. Ætlar okkar fólk ekki að skilja það að fólkið sættir sig ekki við óbreytt ástand ínnflytjendamálum? Eða ætla Þeir að láta sem ekkert sé og láta kratana stjórna ferðinni?
Þegar það er aðeins tímaspursmál hvenær ESB tekur hér yfir landamæragæsluna, þá rekur mig ekki minni til þess að hafa nokkru sinni kosið Samfylkinguna til þeirra veisluhalda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Fyrir vikið liggja í dag landamæri Íslands í raun að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Moldóvu og Tyrklandi í austri og meðfram Miðjarðarhafsströnd Evrópu í suðri".
Ég held að almenningur átti sig ekki á hve landamæri Íslands eru galopin. Nú eru Danir, Norðmenn og Svíar (svo ekki sé minnst á allar hinar Evrópuþjóðirnar) farnar að óttast hryðjuverk ISIS. Það er full ástæða fyrri okkur að fara að huga að þessum málum. Strax.
Ágúst H Bjarnason, 21.11.2014 kl. 11:42
Þessi ógn var e.t.v. ekki sjáanleg fyrir síðustu þingkosningar.Á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins að Hlíðarsmára í kópavogi (2013),neitaði formaðurinn aðspurður að til stæði að segja upp Shengen-samatarfinu. Allflestum okkar finnst bráðaðkallandi að segja þessum samningi upp strax.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2014 kl. 12:48
Hvernig í ósköpunum er hægt að kenna Samfylkingunni um það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð fyrir á sínum tíma?
Ómar Ragnarsson, 21.11.2014 kl. 14:21
Kostir þess að vera í Schengen eru litlir miðað við gallana. Við búum á eyju og því ekki sömu rök fyrir afnámi landamæra og í þeim löndum í Evrópu sem liggja hvert að öðru. Landfræðileg landamæri gefa okkur skjól sem við eigum að halda í.
Eyþór Laxdal Arnalds, 21.11.2014 kl. 20:33
Ómar
þetta gamla stuttbuxnalið úr Valhöll er bara svona
Kristmann Magnússon, 21.11.2014 kl. 23:09
Fróðlegt Halldór.
Skipuleggja framtíðina með hliðsjón af fortíðinni.
Egilsstaðir, 21.11.2014 Jónas Gunnlaugsson
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
www.herad.is
Jónas Gunnlaugsson, 21.11.2014 kl. 23:41
Ómar
Kratarnir voru auðvitað upphafsmennirnir sem evrópusinnarnir. Þeir fengu Halldór Ásgrímsson með sér og hann hitti Björn Bjarna og þeir komu þessu til leiðar.Björn trúir þvi einlæglega að við höfum meira gagn en ógagn af Schengen. Ég er ósammála og er sammála Eyþóri að okkar náttúrlegu landamæri séu ekki síðri en Bretlands. Þar að auki er mér ekki sama hverjir koma hingað. Ég er ekkert hræddur við erlent vinnuafl eins og til dæmis Pólverjana, frábærir kraftar margir. ég er alveg á móti því að láta einhverja sem þykjast vea hælisleitendur velja okkur til að taka við sér. Maður á flótta óttast eitthvað í fortíð sinni. Það er ekki svoleiðis að passalaus maður frá Uganda sé útvalinn af stjórnvöldum þar til að sæta úthugsuðum ofsóknum af hálfu stjórnvalda. Það er líklegra að það sé hann sjálfur sem hefur vakið athygli yfirvalda á sér.
Og svo kemur aumingjans stubburinn hann Mannsi með sína Sálfstæðisflokksfóbíu inn í umræðu um Schengen. Mannsi minn,stuttbuxurnar mínar eru ekkert frábrugðnar þinum. En ég geri mér ljóst að menn verða að koma fleiri saman ef velta á stórum steinum. Það hefst ekkert með því að sitja í brekkunni og bara gala ókvæðisorð að þeim sem eru þó að puða við steininn.Og svo er ég ekkert eldri en þú gamli bísi úr Grænuborg!
Halldór Jónsson, 22.11.2014 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.