Leita í fréttum mbl.is

Styrmir Gunnarsson

hefur rétt fyrir sér að mér finnst í Morgunblaðinu í dag. Hann skrifar þar um orð forsætisráðherrans um stöðuna í kjaramálunum.

Það er ekkert mál sem skiptir heimilin í landinu öðru eins og útkoman úr kjaraviðræðunum. Fari 30 % kauphækkun yfir línua af stað þá er skuldaleiðréttingin nánast tilgangslaus og hverfur í djúpið. Innan árs duga 30 % "kjaraleiðréttingar" hvergi til ag það verður að leiðrétta á ný fyrir þá sem "hafa dregist aftur úr".Því eru yfirstandandi kjaraviðræður það eina sem raunverulega skiptir máli á vettvangi þjóðarinnar í dag. Af útkomu þeirra ræðst allt annað. Heilbrigðismálin, menntamálin, efnahagsmálin, allt verður þetta stormar í vatmsglösum ef illa tekst til á "kjarabaráttuvígvellinum". 

Styrmir segir:

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er á réttri leið í mótun afstöðu sinnar til þess hvernig ríkisstjórnin á að takast á við þá stöðu sem nú er komin upp í kjaramálum þjóðarinnar. Það kom í ljós í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi sl. mánudag, þegar forsætisráðherra sagði:

»Við hljótum að spyrja, hvort hægt sé að mynda einhvers konar almenna sátt, og þá má spyrja stjórnarandstöðuna, en ekki sízt aðila vinnumarkaðarins, hvort menn líti þannig á mál að staðan réttlæti breytingar og bætur á kjörum lækna umfram það sem hægt væri að semja um í fyrsta áfanga annars staðar.«

Það er hyggilegt að tala á þennan veg en í þessum orðum felst að forsætisráðherra er tilbúinn til að hlusta á sjónarmið bæði stjórnarandstöðu og verkalýðshreyfingar og hafa samráð við þessa aðila um heildarlausn kjaramála.

Það var ekki við því að búast að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, talaði á annan veg en þann, sem hann gerði í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag, en þá sagði Gylfi:

»Ég sé ekki að það sé hægt að búa til þjóðarsátt um að einn fái meira en annar.«

Hins vegar má ganga út frá því sem vísu að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar geri sér glögga grein fyrir því, að fari kjarasamningar úr böndum og verðbólgan æði upp á ný með alkunnum áhrifum á verðtryggðar skuldbindingar almennra borgara mun það þýða ný ósköp fyrir fólkið í landinu.

Þeir tímar eru liðnir að afstaða verkalýðshreyfingarinnar mótist af flokkspólitískum sjónarmiðum og því hvort samsetning ríkisstjórnar hverju sinni hugnast forystusveit verkalýðshreyfingarinnar eins og einkenndi kjaramálastefnu hennar meginhluta 20. aldarinnar. Nú sitja hagsmunir félagsmanna verkalýðsfélaganna í fyrirrúmi.

Ummæli forsætisráðherra á Alþingi sl. mánudag eru vísbending um að ríkisstjórn hans sé tilbúin til að leiða alla hagsmunaaðila svo og stjórnarandstöðu að borðinu og kanna til þrautar hvort grundvöllur sé fyrir allsherjarsamstöðu um lausn kjaramála.

Að ríkisstjórninni sjálfri snýr sá vandi að hún hefur gengið alltof langt í því að halda því að fólki að nýir blómatímar séu framundan. Í því hefur verið fólgin mikil skammsýni af hennar hálfu vegna þess að auðvitað ýtir slíkt óraunhæft tal undir væntingar fólks um betri kjör núna. Það er enn langt í land að forsendur séu fyrir því. Við þurfum ekki annað en líta í kringum okkur til að átta okkur á því. Evrusvæðið er að allra mati veikasti hlekkurinn í efnahagsþróun heimsbyggðarinnar. Olíuverðslækkunin fer að sverfa að Rússum og Norðmönnum svo og öðrum olíuframleiðsluríkjum. Refsiaðgerðir vegna Úkraínudeilunnar koma ekki bara niður á Rússum heldur líka Vesturlöndum. Japan er að síga í efnahagslægð á nýjan leik. Ómögulegt er að segja fyrir um hvort kínverskum stjórnvöldum tekst að koma í veg fyrir að fasteignabólan þar og kannski fleiri bólur springi. Við erum ekki ein í heiminum. Þetta ástand út um allt hefur takmarkandi áhrif á okkar eigin þjóðarhag.

 Í stað þess að ýta undir væntingar fólks um kjarabætur, sem engar forsendur eru fyrir, á ríkisstjórnin að leggja spilin á borðið og útskýra fyrir þjóðinni að skuldir samfélagsins í heild eru svo miklar að það hlýtur að vera forsenda fyrir kjarabótum í framtíðinni að lækka þær. Jafnframt fer ekki á milli mála að endurreisn heilbrigðiskerfisins er svo risavaxið verkefni að það hlýtur að skipta meira máli en að einstaklingar geti aukið neyzlu sína nú þegar.

 Raunsætt tal um þessi álitamál er áreiðanlega ein af forsendunum fyrir því að hægt sé að ná talsambandi við verkalýðshreyfinguna. Og þá hljóta læknar að svara þeirri spurningu, hvort þeim finnist ósanngjarnt að þeir doki við með frekari verkfallsaðgerðir en taki í þess stað þátt í að finna allsherjar lausn. Það er áreiðanlega hægt að sýna fram á að grunnlaun lækna á ýmsum sviðum séu alltof lág. En það er líka áreiðanlega hægt að sýna fram á með tölum að tekjuöflunarmöguleikar lækna eru miklir, þótt í því felist meiri vinna fyrir þá sjálfa. Er einhver starfshópur í okkar samfélagi, sem getur lifað á grunnlaunum einum?

 Vinnuveitendur telja sig geta sýnt fram á, að launaþróunin hjá hinu opinbera sé meira vandamál en launaþróun hjá stjórnendum fyrirtækja. En sé það rétt að launaþróunin hjá hinu opinbera byggist að einhverju leyti á viðleitni til að jafna launamun karla og kvenna í opinbera geiranum mun harðna á dalnum hjá vinnuveitendum í þeim útskýringum.

 Það er ekki góður kostur fyrir stjórnarandstöðuna að hafna öllu samstarfi við ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar og aðila vinnumarkaðar. Fólkið í landinu áttar sig alveg á því hvað er að gerast - þótt það skilji áreiðanlega ekki þörfina fyrir endurnýjun ráðherrabíla og það í þeim verðflokkum, sem boðað er. Stjórnarandstaðan getur einangrast í þjóðfélagsumræðum, ef hún hefur ekki vit á að taka forsætisráðherra á orðinu og lýsa sig fúsa til samstarfs. 

Það er hægt að líta á tilvitnuð ummæli Sigmundar Davíðs sem ákveðið útspil af hans hálfu. Í því felst ákveðið tækifæri fyrir verkalýðshreyfingu og stjórnarandstöðu.

 Þessir aðilar eiga ekki að láta standa sig að því að vísa því útspili á bug. Þeir eiga þvert á móti að taka því fegins hendi.

 Ráðherrann á engan annan kost en taka slíkum viðbrögðum vel."

Það er uppörfandi að hlusta á forsætisráðherrann okkar tala á þessum nótum. 

Styrmir Gunnarsson hendir þessi orð á lofti og útskýrir á máli sem allir geta skilið ef vilji er fyrir hendi. Yfirvegað bendir hann á hvað sé framundan ef okkur tekst ekki til. Við Íslendingar höfum reynsluna af hinni leiðinni þegar hver slæst fyrir sig.Við getum því ekki borið vanþekkingu fyrir okkur lengur.

Við munum líka hvað fyrri þjóðarsátt gerði fyrir okkur öll. Skilaði lengsta samfellda hagvaxtarskeiði í sögu okkar. Af hverju þá núna að ganga fyrir björg? Við munum líka fyrri kollsteypurnar. Viljum við þær aftur?

Ég efast ekki um, að læknar hafi of lág laun. Tónlistarkennarar líka.Okkur öldruðu aumingjunum finnst sjálfsagt að við fáum of lítið. En það getur líka minnkað í stað þess að aukast og við erum orðnir býsna vanir  því að við fáum mest Pótemkín-tjöld fyrir kosningar og vonbrigði eftir kosningar þegar fjárþörfin sverfur að ríkissjóði.

Önnur þjóðmál eru hjóm eitt þær stundir sem hinar nöktu staðreyndir í "kjaraviðræðunum" eru ræddar. Af þeim ræðst flest annað.

Verðum við ekki að leita nýrra leiða til að starfsstéttir geti aflað sér betri lífsgæða með einhverju öðru en taxtaskrúfum. Lækkun verðlags með lækkun erlandrar myntar er ein leið sem ríkisvaldið getur haft áhrif á. Breytingar á heilbrigðiskerfinu með hugsanlegu ávíanakerfi fyrir aðgerðir, samnýting tækja og húsakosts,  menntunarávísanir til að auka skólasamkeppni og fleira í þeim dúr eru aðrar leiðir en seinfarnari.

Styrmir Gunnarsson á þakkir skilið fyrir sína hugvekju. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Halldór 

Bæði þú og Styrmir hljótið að getað skýrt út fyrir mér og öðrum hver fann upp þennan launastiga sem launþegum var raðað í og virðist ells ekki mega breyta.  Það má alls ekki leiðrétta neinn og færa hann til án þess að allir aðrir fylgji með og fái sömu prósentuhækkun og einhver einn aðili í launastiganum fékk.  Hver var sá snillingur sem fann upp þennan óbreytanlega launastiga ??  Fyrst þið talið um að læknar eigi bara að bíða og sjá hver verður "heildarlausnin" þá hljótið ið að getað sagt okkur hver fann þennan upprunalega launastiga upp.

Og svo er nú gaman að heyra ykkur tala um að sumir læknar eigi nú kannski rétt á einhverri launaleiðréttingu en á hinn bóginn afi þeir líka möguleika á miklum tekjum ef þeir bara leggja meira á sig.  Þið virðist gleyma námstímanum og kostnaðinum við nám læknanna.  Fór ekki Styrmir beint úr menntaskóla á Moggann og fórst þú ekki sjálfur í 4 ára nám í verkfræði -  Þetta er bara ekki hægt að leggja að jöfnu við rándýrt læknanám - hvað þá heldur ef viðkomandi hefur farið í rándýrt sérnám.  Það er eins og ykkur sé bara alveg sama hvort færr læknar okkar fari bara af landinu og fái sér vinnu þar sem þeir fá bæði betri laun, mörgum sinnum betri tæki til að vinna með, og búa líka við eðlilegt sjórnarfar ! !

Hafa frsætis og fjárálaráðherra okkar nokkurn tímann þurft að leggjast inn á spítlaa hér - hafa þeir ekki bara heimsótt einhvern á spítala sem liggur þar - og kannski hafa þeir ekki einu sinni gert það.  Þessir menn virðast bara ekki hafa hugmynd um hvers konar starfsemi fer fram innan veggja spítalanna og hversu alvarlegt það er EF læknar okkar flytjast í meira magni til útlanda en orðið hefur.

Kristmann Magnússon, 22.11.2014 kl. 18:40

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Taka verðtrygginguna af og svo má gefa þeim lægstlaunuðu 30% kauphækkun.

Ef það er gert þá hverfur ekki skuldaleiðréttingin í djúpið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.11.2014 kl. 18:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi

Kaupir ekki fólkið saumavélarnar úti ef þær eru of dýrar í Pfaff? Ég held að það sé hægt að fá indverska lækna með ámóta námstíma fyrir lítið.Nóg af verkfræðingum ef þeir myndu rífa kjasft. Intenetið hefur leyst margann kaupmanninn  frá steðjanm.

Hlustaði á Kára klára í dag lýsa því að það væri kannki meiri vöntun á græjum en læknum, róbota skurðtækjum osfrv.

Læknar hefðu flestir 1.5 í grunnlaun.Þjóðfélagið verður að leyfa þeim að flytja ef þeir endilega vilja það og við verðum að sjattla með Kín -og Indverjum. Leystu snjóhengjuna og flyttu gjaldeyrinn frá Tortóla og þá kannski breytist eitthvað.

Það er greinlega læknir í ættinnihjá þér Mannsi Verkfræði tekur yfirleitt 6 ár eins og læknirinn.Svo geta verkfræðingar unnið online frá Indlandi. Það geta læknirar ekki. Þeir verða að kyrkja með eigin höndum en ekki í gegn um netið.

En það breytir ekki því að það verður að vera eftirspurn. Þessvegna fæ ég ekkert að gera en læknirarnir nóg meðan þeir eru falir. Þjóðfélagið stendur ekki undir væntingum fólksins. Allir nema sklanefndirnar kannski kvarta og kveina. Líka úti í Ameríku hefur fólk það skítt.

Rikisstjórnir hafa skortinum einum að skipta ef ríkisbubbarnir vilja ekki borga auðlindagjöld eða tekjuskatta .

Halldór Jónsson, 22.11.2014 kl. 22:44

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór minn

Ég fer nú bara að hafa áhyggjur af heilsufari þínu - þú virðist vera orðinn svo svakalega gleyminn.  Mannstu ekki þegar þú heimsóttir okkur í Villages, að á bauðst ég til að fara með þér inn í saumavélabúðina á svæðinu til að sýna þér að þeir voru að selja dýrustu válarnar 3 þúsund dollurum (375.000 IKR ) dýrari í Ameríku en þær kosta út úr búðinni minni í Pfaff í Reykjavík.  Og ég et líka farið með þig í búðir í Vestur Þýskalandi þar sem sama dæmið kemur upp.  Enda seljum við bara þó nokkuð af vélum t.d. til Íslendinga sem búa í Luxemborg  VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR ERU MIKLU ÓDÝRARI Á ÍSLANDI.

Leifur bróðir stundaði verkfræðinám í Skotlandi og Þýskalandi og það tók bara 4 ár ! !   Jafnvel þótt þú dragir þín 6 ár frá læknanámi sem getur tekið 12 ár, þá er það helmingi styttra en sérfræðinám læknis.  Nei það er enginn læknir í minni ætti en ég hef þurft dálítið á þeim að halda og veit þar af leiðandi pínuleítið meira um þessi mál en svona kajftavaðallí ykkur Styrmi.

Já þú ætlar bara að fara að flytja inn Indverska lækna - kemur þá vonandi upp ódýrri túlkaþjónustu á hverja læknastfu um leið.  Það er fullt af Indverskum og Pakistönskum læknum hér í USA, og ekki eru þeir nú neitt ódýrari en bandarísu læknarnir.

Það er rétt hjá Kára - það vantar mikið af tækjum á spítalana, og mikið af tækjum hefur verið gefið þangað af alls konar klúbbum og samtökum, enda kemur lítið frá ríkinu sjálfu.  Það lifir á sníkjum hjá þessum klúbbum.  

Mikið skelfing hefur þessi verkræðimenntun þín skilað litlu í skilningi á æðri menntun t.d. læknamenntun.  Minnir mig bara á seinnipart vísu um verkfræðinga sem endar svona 

sérðu mann á móti vindi - míga 

það er verkfræðingur 

með bestu kveðjum 

Kristmann Magnússon, 23.11.2014 kl. 00:12

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi minn, þér virðist versna frekar en að bestna.

Ég kláraði nú á sléttum 5 og veit að ég átti margt eftir ólært sem hefur hefnt sín til þessa dags. Leifur bróðir þinn er skemmtilega  rökvís maður og í fremstu röð. Þú ert maður að meiri vegna þess skyldleika.

Og af því að þú ert svona ljóðelskur þá orti einn nafnkunnur (ég held bara Jón Helgason)um frænda minn Leif Haraldsson:

Þó langt sé milli Leifs og manns

er Leifur jafnan glaður

því langalanga langafi hans

var landskunnur sómamaður.

Það eru margir sem geta miklað sig af ætt sinni. Í minni ætt eru líka margir góðir menn án þess að ég batni nokkuð við það.

Halldór Jónsson, 23.11.2014 kl. 12:06

6 Smámynd: Kristmann Magnússon

góðut

Kristmann Magnússon, 23.11.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband