Leita í fréttum mbl.is

Kreditkort eða Visa

er ekki lengur eins og þau voru. Allsherjar greiðslumiðilar og misvinsælir. En drógu menn ekki í dilka. Ekki lengur.

Nýlokið er viðskiptum Landsbankans og Íslandsbanka þar sem ríkisbankinn selur Borgun, sem er í meirihlutaeigu erlenda vogunarsjóðabankans Íslandsbanka, þriðjungshlut sinni í MasterCard. Þeir í Landsbankanum  vilja ekki vera með þeim MasterCard-mönnum lengur í minnihluta þar sem Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. Ekki leyfa viðskiptamönnum sínum að velja kort. Eins og velja á milli Olís, N1 og Skeljungs.Ef þú ert með reikning í Íslandsbanka þá skaltu hafa MasterCard hér eftir eða öfugt með Landsbanka.

2.2 milljarðar. Ekkert mál. Ekkert útboð. Engin skýring. Bara þeir í Landsbankanum selja þennan hlut eftir sínum smekk.Ekkert talað um að jafna hlutina á milli bankanna svo að allir hafi jafnan aðgang?

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Ríkið á 98 % í Landsbankanum. Hver er æðsti yfirmaðurinn? 

Aðeins er  eftir að ræða þá  staðreynd að einhverjir frændur Bjarna Benediktssonar eru víst meðal hluthafa í Borgun að því að sagt er. Höfum við fengið nóg af lekamálinu þá er ólíklegt annað en nú fari aftur að færast fjör í leikinn.

Mér finnst það fáránlegt að það eigi að bjóða neytendum upp á þvinganir af þessari gerð. Visa er kort sem maður hefur notað lengi og meira en MasterCard. Af hverju á einhver bankakurfur út í bæ að ákveða það fyrir mig hvort ég vil heldur?

Af hverju má ég ekki ráða því sjálfur hvaða kort ég nota, Kreditkort eða Visa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband