6.12.2014 | 09:45
Náttúrupassinn er í lagi
finnst mér núna eftir að vera búinn að lesa grein Ragnheiðar Elínar í Fréttó í dag.
Hann verður til sölu á netinu fyrir 500 kall.Þetta er rafrænn passi ig er ekki prentaður passi, aðeins rafræn skrá yfir Íslendinga. Ég helda að það sé engin þörf fyrir að hafa endurkomu útlendinga á skránni. Þeir bara borga aftur ef þeir koma aftur hvað sem EES segir. Þú kaupir náttúrupassa og ert á skránni.Þú kaupir ekki náttúrupassa og ert ekki á skránni. Þú ferð inn á vernduðu svæðin við Gullfoss og Geysi. Það getur komið eftirlitsmaður og spurt þig hvort þú hafir keypt náttúrupassa. Þú getur logið og sagt já eða nei. Hann kannski spyr þig um nafn og þú gefur það upp hafir þú hreina samvisku. Annars bara leggurðu á flótta og þá veit maðurinn að þú ert svindlari. Það nægir honum alveg og þú ert punktur í tölfræði hans. Hann er ekki lögregla þannig að þar endar málið. Ef þú ert heiðvirður maður og segir til nafns og þá tékkar hann þig af í skránni og óskar þér góðrar skemmtunar. Kannski sleppurðu líka við hann og þá geturðu glaðst alveg rosalega yfir þúsund kallinum sem þú græddir fyrir þig og kellinguna með því að svindla þér inn á þinn stórmannlega hátt.
En þú sérð að 99 % af af öllum sem eru þarna sem eru 99 % útlendingar sem eru þarna með þér eru að borga til bóta á landinu sem þú sérð að stynur undan átroðningi þínum, sem kannski borgar ekki neitt, og þeirra. Kannski verður settur upp sjálfsali við þessi svæði ef þú vilt kaupa þér náttúrupassa til að vera heiðvirður maður þar sem þessi ferð þín er óvænt og þú ætlaðir ekkert að fara inn á svona svæði þetta árið.
Það er enginn að koma að spyrja þig um passa í berjamó eða á gangi á Sprengisandi, Hljómskálagarðinum eða svoleiðis. Það er bara verið að reyna að hætta að leyfa ferðaskrifstofugróðapungunum að demba í eigin gróðaskyni hundruð þúsunda erlendra fóta inn á viðkvæm svæði án þess að borga fyrir þann átroðning. Af hverju eiga þær að taka á móti erlendum skipum með þúsundum farþega og keyra þá í rútum fyrir góðan pening fyrir sig eingöngu til að sýna þeim Gullfoss og Geysi án þess að þessi náttúruvætti fái neitt annað en traðkið?
Þó að þú viljir ekki borga 500 kallinn af því að þú ferð ekkert þangað þá er það fínt. Þú þarft ekkert að borga. En ef þú ferð samt þangað þó þú borgir ekki og komist upp með það og gleðjist yfir því, þá skiptir það ekki máli í heildardæminu. Vertu bara þú sjálfur og borgaðu annaðhvort fimmhundruð kallinn með glöðu geði til að leggja þitt af mörkum til landsins þíns, að því gefnu að ráðherran ætli ekki að stela peningunum í annað. En ef þú vil bara fara eftir þínu skítlega eðli sem tekur helst allt án þess að borga neitt, þá bara það. Landið hefur lifað af aðra eins plágu og þig.
Þetta er bara góð og skynsmleg leið. Og það vona ég að kamarsmálin verði það fyrsta sem maður sjái leysast með þessum peningum. Að standa með fimmhundruð útlendinga í spreng í halarófu út á götu í Hveragerði til að nota ókeypis klósett sem eru fyrir viðskiptavini Bónusar og smáverslanir í Kjarnanum þar er skandall og niðurlæging leiðsögumannsins. Maður í spreng kaupir ekki neitt meðan hann er í biðröðinni og fer svo beint út í bíl af því að tíminn fór í biðina.
Sami skandall við Gullfoss. Ekki hægt að stoppa á neðra plani af því að þar er ekki hægt að m..a. Önnur niðurlæging. Og segja ferðamönnum að vertinn á sjoppunni segi ekkert af gæsku sinni við því þó þeir pissi þar inni án þess að borga neitt, er bæði hallærislegt og neyðarlegt fyrir íslenskan leiðsögumann sem getur ekki skýrt af hverju kostar að pissa á Sigríðarstofu, ef hún er þá opin sem er bara stundum.
Svo á að setja strax reglugerð sem skyldar erlendar ferðaskrifstofur að hafa íslenskan leiðsögumann í hverri rútu. Og svo á að banna allan innflutning matvæla í rútum og bílum sem koma með Norrænu. Ætti að vera auðvelt að finna passandi paragraff í öllu nýþýdda EES regluverkinu til þess.
Það er kominn tími til að hætta að láta frekjuliðið frá Evrópu gera grín að okkur fyrir sveitamennskuna í ferðamálunum.
Áfram Elín,með náttúruna!
Náttúrupassann á strax þar sem hann leysir málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2014 kl. 10:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Finnst þér þessi náttúrupassi ekki dulítið "kommalegt" apparat Halldór?
Stundum stillir Sjálfstæðisflokkurinn sér upp vinstra meginn við Stalín, og merkilegt nokk, þá virðist sjöllum líða hvað best.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2014 kl. 12:06
Sæll Halldór - sem og aðrir gestir þínir !
Tek undir - með Axel Jóhanni fornvini mínum: alfarið.
Um leið - og ég fordæmi harðlega forræðishyggju þá: sem hin stórundarlega Ragnheiður Elín Árnadóttir - fer fyrir.
Er þetta í lagi Halldór - sökum þess: að ''réttur'' flokkur fer með völdin í landinu - þetta sinnið ?
Hefðirðu haft sömu viðhorf - hefði vinstra hyskið með málið að gera: verkfræðingur góður ?
Lofsöngvar þínir Halldór - til þessarrar Valhallar klíku (við Háaleitisbruatina suður í Reykjavík) minnir meir og meir á fölskvalausa tilbeiðzlu Óðins Þórissonar: þess annars ágæta drengs - og kunnan síðuhafa hér á Mbl. vefnum.
Er allt réttlætanlegt - fyrir það eitt: að smásmygli og ofur stjórnarleg viðhorf þíns flokks (að viðbættu Sigmundar Davíðs genginu) haldi um keyrin:: Halldór minn ?
Fremur - bjóst ég harðvítugri andstöðu þinni við þessum passa óskapnaði en meðfylgni / Halldór minn.
Sannast sagna.
Þetta lið þitt - minnir okkur meir og meir á gamla Sovét kerfið og Austur- Þýzkaland og 1984 Stóra bróðurs fyrirkomulagið, sem George heitinn Orwell lýsti hvað manna bezt á sínum tíma í þekktu riti sínu: síðuhafi mætur.
Með beztu kveðjum samt: þó undrunar gæti / í garð Halldórs síðuhafa - að þessu sinni //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 14:31
Háaéitisbrautina: átti að standa þar. Afsakið - ambögur þær / sem finnast kunna - í texta mínum, að nokkru.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 15:20
Háaleitisbrautina: svo óbjagað komi / lesendur góðir - sem skrifarar hér: hjá hinum ágæta Verkfr.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 15:21
Fornvinir góðir Axel og Óskar Helgi
Ég hef orðið þó nokkra reynslu að pissumálum útlendinga á okkar ferðamannasvæðum, item algeru skilnings-og getuleysi íslenskra sveitamanna á kjallaravandamálum þýskara kellíbga í upphafinni fylgd eiginnmanna sinna að hetjuslóðm Ása og norrænna víkinga sem þeir halda eins og þeir Adolf og Göbbels, sem báðir voru litlir kallar,ljótir og dimmleitir, hafi verið ljóshærðir og hávaxnir eins og við allir, og hlýt því að fylgja hinni fögru ráðherru minni Ragnheiði Elínu. Þetta er rafræn skrá sem gerir okkur að brjóta í engu Schengen eða EES með þvi að láta af hendi 500 kall rauðan EF við kjósum að kaupa hann. Við Íslendingar kaupum hann ekki ef við þurfum þess ekki, eða þannig skil ég þetta. En útlendingar verða að kaupa hann.
Halldór Jónsson, 6.12.2014 kl. 19:29
Hvat er svá válegt við þetta Óskar Helgi fornvinur góður?
Halldór Jónsson, 6.12.2014 kl. 19:31
Sælir - á ný !
Svona: þér að segja Halldór - eru specúlasjónir um litarhátt fólks - hæð þess eða breidd ekkert að velkjast fyrir mér:: dags daglega.
Meðalhæð Inkanna (eins: hinna ágætu Indíána þar syðra) suður í Perú gerir þá ekkert lakari að burðum / en hvern annan Íslending hér heima fyrir eða Pygmea suður í Afríku - frekar en frændur mína Mongóla austur í Asíu t.d. Halldór minn.
Svo - aðeins sé slegið á léttari strengina.
Forsmán ein - af forræðishyggju- og eftirlits iðnaðinum hérlenda Halldór minn / og sé ég lítinn mun á þessu liði:: eins og áðurnefndri Ragnheiði Elínu - fremur en : Ögmundi / Árna Páli eða öðrum af þessum 63menningum í þinghúss hjallinum yfirleitt - þar syðra, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 20:01
Eru allir að gleyma því að ein miljón útlendra ferðanna greiða virðisaukaskatt af flestu sem þeir kaupa.
þeir nota lítið, af þjónustunni sem við íslendingar njótum.
Hvaða kúnstir eru þetta?
Smá hækkun á virðisaukanum leysir málið.
Þá er enginn tilkostnaður.
Ýmsir geta reiknað hver er hlutur útlendra ferðamanna í virðisaukanum.
Náttúrupassi
ooo
Einnig eigið þið að lesa, og þýða á íslensku greinina um Benjaín Franklin og the Colonial Scrip sem var þeirra króna.
Scripinn, krónan þeirra, varð upphafið að frelsisstríðunum, en ekki te tollurinn.
Paper money
Egilsstaðir, 06.12.2014 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 6.12.2014 kl. 20:10
Axel, ég hef verið að reyna að finna leiðir til að láta túristana á skemmtiferðaskipunum borga eitthvað hérlendis annað en bara rútubílin og laxinn á Geysi. Þessi náttúrupassi er auðvitað kamnski kommalegur miðað við að mörlandinn hefur aldrei haft rænu á að rukka neinn eins og td. Kanann á sínum tima.
Mér finnst þetta allgóð lausn og sé ekki aðra betri.
Jónas, mér líst ekki á að hækka vaskinn. Paxarnir a skemmtiferðaskipunum munu þá ekki borga neitt því þeir kaupa ekkert vask-skylt
Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 14:06
Allir:
Ef náttúrpassinn er aðeins rafræn nafnaskrá fyrir Íslendinga þá sé eg lítið að honum.
Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 14:09
En við eigum að krefjast úrgöngu úr Schengen í þessu sambandi. Þar inni höfum við ekkert að gera
Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 14:10
Sælir - sem jafnan og fyrri !
Halldór !
Ekki einu sinni - rafrænn ''passi'' væri ásættanlegur.
Öll skerðing: hefðbundins ferðafrelsis fólks / er af hinu vonda - og á ekki að spyrjast út: í upphafi 3ða ásrþúsunds fornvinur góður.
Úrsögn úr EFTA og frá EES kjaptæðinu - á að vera jafn SJÁLFSÖGÐ og úrsögnin frá Schengen hörmunginni / Halldór minn.
R. E. Árnadóttir - og vinir hennar: hefðu átt upp á pallborðið með Lenínistunum í Kreml / sem og Ulbricht gamla í Austur- Þýzkalandi / forðum.
Við höfum ekkert - með ódannað forsjárhyggjufólk að gera, Verkfræðingur vísi.
Með - ekki lakari kveðjum: en hinum síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 14:40
Fornvinur góður, undir þriðju málsgrein tek ég heilshugar.
Fjórðu málsgrein er ég ósammála því Ragnheiður Elín er vönduð og góð stúlka sem vill landi sínu vel. Hún er að reyna að leysa borðliggjandi vandamál, sem er áníð á okkar náttúruvættum. Hvers vegna viltu ekki unna henni vafans minn ágæti Árnesingur,
Ég kem ekki auga á annan betri kost eða tillögu. Eða hvárt hefur þú betri ráð fornvinur góður?
Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 22:19
Komið þið sælir - sem endranær !
Halldór !
Nú - farga mætti: 3 - 4 Sendiherra embættum (+ sendiráðum) hið minnsta / skera niður Umhverfisstofnun og ráðuneytið - sem fer með þess málefni um cirka 50 - 60%, auk förgunar presta (ekki persónulega: takið eftir) Þjóðkirkjunnar og liðsins á hinni umfangsmiklu Byskupsstofu um cirka 70 - 80%, svo og ofvaxið Ríkisútvarpið t.d.
Svo - fátt eitt sé talið, Verkfræðingur góður ?
Persónulega - hefi ég ekkert á móti Ragnheiði Elínu / en kann ekki að vera - að hún hafi sökkt sér einum of: ofan í ''fræða'' skræður Marx og Engels / Friedmans og Hayeks og annarra ámóta - á einhverju tímaskeiði / Halldór minn ?
Þakka þér fyrir - undirtektirnar við mínu tilskrifi; að öðru leyti.
Sízt lakari kveðjur - öðrum og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 23:13
Fornvinur góður Óskar Helgi
Þú tekur ekki á því sem er til umræðu. Það er að láta þá sem áníð fremja á náttúruvættum greiða fyrir það svo lagfæra megi skemmdirnar. Náttúrupassinn er viðleitni í þá átt. Eða hefur þú betri aðferð fram að færa hollvinur úr árnesþingi?
Halldór Jónsson, 8.12.2014 kl. 22:04
Sælir - sem æfinlegast !
Halldór !
Jú - með því að árétta: réttmæta niðurfærzlu þeirra stofnana / sem ég gat um hér: í minni síðustu athugasemd.
STASI keimur ''náttúrupassans'' er of megn - til þess að við það göglerí verði unað, Verkfræðingur mæti.
Ég hygg - að þú skiljir mig til hlítar Halldór / við nánari skoðun minna ábendinga - hér á þínum merka þræði.
Ekki síðri kveðjur - öðrum og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.