Leita í fréttum mbl.is

Læknadeilan

er enn óleyst og allir bíða átekta.

Brjóta þeir niður möguleikann á launalegri þjóðarsátt sem okkur vantar mest núna? Með því að hóta að segja upp og fara þá hafa þeir hugsanlega unnið störukeppnina. Allir aðrir hópar bíða eftir því hvernig fer.Ef gengið verður að kröfum þeirra upp á tugi prósenta hækkun þá skreppur andinn úr flöskunni. 1971 er þá komið aftur.

Ég held að læknamálið sé í hörðum hnút sem endi með því að þeir margir segi upp og fari. Nema ef þjóðasátt sé um að þeir fái meira en aðrir. Allir fái 3.5 % nema læknar fái meira. Skattakerfið verði látið stöðva sjálftökuliðið með skatti á toppinn til þess að friða öfundarliðið sem er búið að koma miklum óróa á stað. En þetta gengur líklega ekki. Læknaprósentan fer á alla nema eitthvað annað komi til.

Af hverju eiga læknar að fá meiri hækkun en allir aðrir? Mér virðist enginn vita það nema kannski þeir sjálfir. Svo nú herðast verkfallsaðgerðir þeirra með tilheyrandi veseni og samúðarbylgju almennings og andúð á ríkisstjórninni. En það er mikið undir hjá ríkisstjórninni. Ef hún gefst upp fyrir læknum þá gefst hún upp við verkefni sitt sem er efnahagsstjórnin. Ef hér brjótast út stanslausar taxtahækkanir þá er voðinn vís. Einmitt nú þegar allt virðist stefna í rétta átt, verðbólgan að lækka, verðtryggingin núll, álið að hækka, vextirnir að lækka og olían að lækka, vörugjöldin að fara af og gengið kannski að hækka.

Hvernig væri að slaka á kröfum til viðurkenningar erlendra læknaprófa? Hér eru lærðir erlendir læknar í skúringum. Er hægt að fá eitthvað minna lærða lækna sem innflytjendur? Getum við haldið þessum heimsklassa læknum okkar á íslensku skítakaupi í samkeppninni? Sama hversu fegnir við vildum þá getum við ekki boðið það sama og hinir ríkustu.

Ég fór og lærði verkfræði í gamla daga. Minn bransi er núna opinn fyrir alþjóðlegri samkeppni. á markaðnum eru þvílík undirboð í gangi að tímakaupið við teikningar er komið niður í bílstjórakaup. Nema hjá þeim sem sitja fyrir teikningum hjá þeim opinberu. Kallaðir gæludýraflokkarnir af okkur hinum. Það er líka hægt að kaupa hönnun allstaðar frá. Allir verkfræðingar frá EES geta komið hingað og útrýmt mér. Það er bara ekkert að sækja hingað. Allir bankar mega koma og gera það sem þeim sýnist hér. Höftin vernda okkar banka. Aalborg Portland kom og kálaði Sementsverksmiðjunni hér. Áburðrinnflutningur og R-listinn kálaði Áburðarverksmijunni.Innflutningur frá Austurlöndum kálaði Sambandsiðnaðinum á Akureyri og Álafossi. 

Við komumst aldrei frá opinberri bráðamóttöku. Maður er stunginn í gegn um hjartað og við stöndum á öndinni af aðdæun og stolti yfir færni okkar lækna. Við erum virkilega stolt af læknunum okkar. En við getum bara ekki borgað þeim sannvirði ef heimurinn bíður eftir þeim.

Ég held stundum að engin leið sé út úr þessu nema aukin einkavæðing. Létta á ríkisspítölunum með einkaklíníkum eins og þegar eru margar komnar. En við losnum aldrei við stóru spítalana. Og hvað þá?

Verðum við ekki að finna leiðir til að læknar fái einhverskonar afkastahvetjndi skilmála til viðbótar við lelega taxtakaupið? Geri þeir fleiri aðgerðir en í fyrra og þar áður fái þeir góðan bónus? Yrði ekki meiri ró yfir slíku kerfi? 

Annars verður læknadeilan óleyst of lengi og við getum lent í ógöngum sem við sjáum ekki fyrir endann á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

já Halldór minn 
þú veldur mér nokkrum áhyggjum með þessum skrifum þínum um læknana.  Hefur þú aldrei þurft að leggjast inn á spítala eða fara í "alvarlega" aðgerð ???  Kannski bara alsrei komið inn á spítala til að heimsækja einhvern sam lá þar?????
AF HVERJU EIGA LÆKNAR AÐ FÆA MEIRI HÆKKUN EN AÐRIR spyrð þú. 
Er það ekki alveg augljóst - þeim er boðið miklu hærra kaup erlendis fyrir minni vinnu og þar að auki vinnu með fullkomnum tækjum sem þeir fá ekki hér Það er enginn að tala um að við þurfum að bjóða þeim það sama og hinir ríkustu geta boðið.  Við þurfum að bjóða þeim mannsæmandi kaup fyrir þá vinnu sem þeir geta fengið EF þeir flytja burt af landinu.  Þeir eru öruggleg akki að biðja neitt umfram aðra - flestir þeirra vilja geta unnið hér heima og ungu læknana langar líka heim, þar sem fjölskylda og vinir eru, en þeir bara hreinlega geta ekki boðið fjölskyldum sínum upp á það að vinna hér ofurvinnu - margfaldar aukavaktir - þurfa að taka á sig bakvaktir - jafnvel með smábörn heima sem þeir þurftu svo sannarlega að hugsa um o.s.frv. o.s.frv.
Þið þurfið nefnilega að lenda inn á spítulum til að kynnast því ótrúlega starfi sem þar er unnið - eki bara af læknum heldur einnig hjúkrunarliði og öllum sem þar vinna.  Þú ert kannski búinn að gleyma því að þegar Davíð vinur þinn og Halldór hálfvinur þinn voru lagðir inn á spítala fengu spítalarnir aukafjárveitingar stuttu seinna.  Það þurfti til að opna þeirra augu.
Hvernig á svo einkavæðing að leysa þennan vanda ??  Það er ríkið sem greiðir fyrir þá læknisaðstoð og aðgerðir sem þar fer fram og hvernig leysir hún einhvern vanda???
Svo minnist þú á Sementsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðjuna og þetta átt þú nú að vita betur en að reyna að segja okkur að Aalborg Portland hafi kálað SR-  Það voru þeir sjálfir sem káluðu sér og sama skeði hjá Áburðarverksmiðjunni - Þeir káluðu sér einfaldlega á lélegum gæðum og okurverðum. Um Sambandsiðnaðinn á Akureyri gæti ég skrifað langa grein en það var ekki innflutningur frá Austurlöndum sem káluðu þeim - geymi það til betri tíma -
hættu svo þessu bölvað bulli um læknana og sjáðu sóma þinn í því að reyna að standa þeð þessum ágætu mönnum 

Kristmann Magnússon, 7.12.2014 kl. 18:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér býður nú í grun að þetta læknamál snerti þig í gegnum fjlskyldutengsli. Annars myndir þú varla skipta þér af svo ósaumavéla-og vörugjaldalega tengdu máli. Eða hef ég rangt fyrir mér núna?

Satt er það að ég hef aldrei lent sjálfur á spítala. En ég er þar ekki ókunnugur og hef talsvert langa reynslu af heimsóknum þangað. Nógu mikla til að undrast hvílkt gæðafólk er þar starfandi. Stundum hefur mér fundist þetta fólk vera af englakyni fremur en jarðnesku.

Þú þarft ekki að henda í mig þínum venjulega skít eftir þínu eðli þó að við ræðum aðeins hlutina út frá kaldri raunhyggju. Þetta er ekki auðvelt mál úrlausnar þó að þú skiljir það náttúrlega ekki slíkur einsýnismaður zem þú ert. En þetta mál þarf að leysa, það vita allir þó þeir viti minna en þú.

Pipe down Mannsi minn og temdu þér meiri yfirvegun í tali og sleggjudómum þínum. Menn sem ekki þekkja þig gætu slysast til að taka þig alvarlega. 

Bretar segja: Never argue with a fool. People might not know the difference.

Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 22:11

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Þrátt fyrir aðvörunina "never argue with a fool", ætla ég samt að halda áfram að deila við þig (helv. asninn þinn)! ! 

I fyrsta lagi er ég ekki á neinn máta tengdur einum eða öðrum í læknastéttinni, en vegni veikinda á ég þar marga og góða vini sem hafa hjálpað mér mikið.
Mig langar nú bara til að fá þeð á hreint frá þér - hvaða skít hef ég verið að henda í þig - EF einhver hefur hent í einhvern skít eða niðrandi orðum bæði í mig og aðra þá ert það þú sjálfur. lestu bara 3ja paragrafið þitt hér að ofan til að sja það

EF annar hvor okkar er einsýnismaður þá hefur þú alla tíð verið það - aldrei séð neitt nema blátt, blátt og meira blátt alveg sams hvað dellu þessir blámenn þínir hafa framkvæmt - já eða ekki framkvæmt.  Það er einsýni og meira en það - það er þröngsýni

Og reyndu nú að innræta þér meiri kurteisi en þú hefur haft í frammi upp á síðkastið - það myndi henta þér og fara þe´r betur.

og að lokum samanburður á verkfræði og læknisfræði er svo "far out" nema að því leitinu til að læknarnir eru jú alltaf að fást við verki ! ! !

Hafðu það alltaf sem allra best en reyndu nú að taka þig á í kurteisinni 

Kristmann Magnússon, 7.12.2014 kl. 22:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er einfalt. Leitun er að stétt sem á jafn auðvelt með að vinna að sínu starfi hvar sem er í öðrum löndum.

Stór hluti lækna heldur áfram í læknanámi erlendis í sérgreinum, sem eru fjölmargar, allt frá sérnámi í heimilislækningum upp í vandasömustu sérfræðilækningar. Þessi læknar fljúga því inn í störf erlendis þar sem vinnuálagið er miklu minna og launin jafnvel margfalt hærri. 

Dæmi: Ég þekki heimilislækni sem er kominn á eftirlaun. Hann getur fengið starf á gamla vinnustaðnum sínum í Svíþjóð á þeim kjörum að vinna vinna tvær vikur þar í senn og eiga síðan tveggja vikna frí hér heima, fá fríar flugferðir fram og til baka og miklu hærri laun en hann hafði hér. 

Læknaflóttinn hefur verið í gangi í nokkur ár og hér heima er þetta stétt öldrunar og hægfara dauða með sama áframhaldi.

Ómar Ragnarsson, 7.12.2014 kl. 23:25

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert svo dásamlega vitlaus út í Sjálfstæðisflokkinn Mannsi minn að ég skemmti mér jafnvel  í hvert snn sem þú tekur til máls.Þú ert bara unique exemplar af gömlum mýrarbísa, reyndu ekki að breyta þér með tillærðri kurteisi, hún reynist mörgum utan seilingar. Ég man nú bara ekki aftir þér sem sérlegum skammakjafti í Grænuborg, varstu bara ekki góður strákur? Ég man ekki annað?

Annars ertu bara ágætur (helv. asninn þinn)! !  

Hefurðu annars vrið mikið á spítölum kæri vinur?  Það hef ég ekkert vitað um. Þú lítur út fyrir að vera talsvert normal svona tilsýndar og útvortis.En auðvitað sér maður ekkert svona tilsýndar. Ég hef verið afspyrnuheilsugóður sjálfur til líkamans þó höfuðið sé nú svona eins og þú veist orðið og aldrei á spítala komið fyrir sjálfan mig.

Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 23:28

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Við borgum nú samt uppeldið á þeim áfram Ómar minn.Er það fyrst og fremst í þágu norræns samtarfs?

Halldór Jónsson, 7.12.2014 kl. 23:30

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Halldór minn - guð forði þér frá því að lenda nokkurn tímann inn á spítala - ekki vegna hræsðlu við læknana, heldur þína eigin hræðslu. Það er nefnilega svo einkennilegt að þeir sem hafa aldrei lagst inn á spítala fyrr en á efri árum þá halda þeir endilega að það hafi enginn nokkurn tíman verið jafn veikur og þeir, enda reynsla þeirra að flest fólk deyi á spítölum ! ! 
Ekki ætla ég nú aðfara að birta sjúkrasögu mína hér á bloggi Moggans, en skal segja þer hana seinna í góðu tómi.
og enn heldur þú áfram að nagast út ílæknana með svari þínu til Ómars - veit ekki annað en að við borgum uppeldi allra Íslendinga hvort sem þeir eru verkfræðingar, listamenn (á framfæri ríkisins) og fullt af liði sem greiðir ekki einu sinn inn á námslánin sín.  
Ertu svo búinn að gleyma því að ég kaus flokkinn þinn í síðstu borgarstjórnarkosningum og ég lofaði líka á sínum tíma að ég myndi kjósa hann aftur EF og ÞEGAR þeir myndu afnema vörugjöldin - og þú ættir nú að vita það manna best að ég stend yfirleitt við mín orð.  Fygi flokksins þíns gæti bara rokið upp fyrir 27% í næstu kosningum ! ! !

Kristmann Magnússon, 8.12.2014 kl. 01:37

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór. Þú ert að spá í hvers vegna læknar eigi að fá margfallt meiri launahæakkanir en aðrir. Þú ert ekki einn um þessar vangaveltur.

Það sem kannski vantar helst í kapalinn er spilið sem segir okkur hversu há laun læknar eru með. Ef við fengjum að sjá það spil væri kannski hægt að láta kapalinn ganga upp og sættast á að læknar fái allt að helmings hækkun sinna laun, umfram aðra landsmenn. En meðan þessu spili er haldið úr spilastokknum, er útilokað fyrir fólk að leggja þennan kapal. Hann mun aldrei geta gengið upp.

Læknar nota hellst þau rök að þeir geti fengið hærri laun erlendis. Vissulega réttmæt rök, en eiga ekki bara við um lækna, heldur flest allt launafólk þessa lands. Verkamaðurinn getur einnig fengið helmingi hærri laun í Noregi en á Íslandi, fyrir sömu vinnu. Svo þessi rök eru haldlítil. Þó má kannski segja að vegna þess að læknar eru á ágætum launum, geti þeir leyft sér að stunda vinnu erlendis en haldið heimili hér á landi. Þannig verður ávinningurinn auðvitað auðsær.

En er svona mikla vinnu fyrir lækna að hafa erlendis? Hvers vegna eru þá erlendir læknar hér á landi sem vinna í þvottahúsum eða mötuneytum? Ef alla þá vinnu er að hafa erlendis, sem læknar láta vera, hvers vegna er þá þetta fólk að koma hingað til lands, vopnað læknismenntun en verður að vinna í þvottahúsi? Er menntun íslenskra lækna eitthvað meiri eða betri en lækna annara landa?

Ekki ætla ég að gera lítið úr læknastéttinni, þvert á móti. En mér finnst stéttarfélög þeirra ganga full langt.

Læknar eru vel menntuð stétt. Hvernig meta skal menntun til launa er aftur erfiðara. Hér á landi hefur verið ágætis sátt um ákveðna stéttskipting á sviði launa, ómenntaður verkamaður fær minnst og síðan hækka laun eftir aukinni menntun. Þarna eru auðvitað einhverjir hnökrar, sumum hefur tekist að koma sér örlítið framar en öðrum. Auðvitað verður að taka úr þessari almennu jöfnu hákarla fjármálafyrirtækja, enda hlýta þeir engum eðlilegum lögmálum.

Í þessari skiptingu hafa læknar verið á ákveðnum stað um nokkuð langt skeið. Hvað það er sem hefur breyst síðustu ár, svo rökstyðja megi að þessa sátt þurfi að rjúfa, svo læknar geti fengi helmings hækkun launa sinna, er vandséð. A.m.k. hafa læknar ekki bennt á þau rök. Eina sem gerst hefur er að gengið féll nokkuð mikið við bankahrunið, sem gerði samanburð við laun erlendis einstaklega erfiðann. En gengisfellingin kom ekki bara á lækna, heldur alla landsmenn. Allir landsmenn urðu fyrir sömu kjaraskerðingu, samanborið við laun erlendis.

Eins og áður segir ætla ég ekki að gera lítið úr læknum, eða þeirra góða starfi. Hins vegar þykir mér stéttarfélög lækna gera lítið úr landsmönnum, með þessum kröfum. Þá þykir mér sömu leiðis þeir sem mæla fyrir þjóðarsátt um að læknar geti fengið allt að helmings launahækkun, gera lítið úr þjóðinni, sérstaklega þeim sem minnst hafa. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að sá hópur fékk einungis 2,8% launahækkun um síðustu vetrarsólstöður, eða sem nemur um 5.000 kr. launahækkun á mánuði! Hversu margar mínútur er læknirinn að vinna sér inn þá upphæð!!

Ef einhverjum langar að mæla fyrir um þjóðarsátt þess efnis að einhver fái meira en aðrir, ætti sú sátt að snúast um að þeir sem eru á launum langt undir framfærslumörkum fái einhverja umbun. Það er nefnilega svo að allir hlekkir keðjunnar eru jafn þarfir. Það er lítil þörf á læknum ef enginn sér um þrif á spítölum landsins, eða þvær þann þvott sem þar fellur til.

Gunnar Heiðarsson, 8.12.2014 kl. 10:43

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar

Það er alltaf heiðríkja yfir þínum skrifum, svo hófstillt og yfirveguð þau eru yfirleitt. Ég og sérstaklega hann Mannsi minn höfum gott af að lesa það sem þú segir um vandann sem við blasir. Hann einskorðast nefnilega ekki við læknirana heldur bíða svo margir með klærnar úti. Það er það sem veldur mér áhyggjum, að það fer einhver keðjuverkun á stað eða dómínó effekt. Ég er viss um að Mannsi skilur þetta alveg þó að hann tali ekki alltaf þannig.

En Mannsi, þegar þú segir það þá held ég að þú standir nú við þetta að kjósa hann Bjarna,ég held að ég trúi þér núna. Svo eindregið hefur þú barist hinni góðu baráttu svo lengi gegn vörugjöldunum að fáir hafa verið jafn staðfastir. Ég verða að óska þér sérstaklega til hamingju með að þetta baráttumál þitt ljúki með sigri. Já þú hefur verið óþreytandi að hamra á þessu mjög lengi og átt þú þjóðarþakkir fyrir(helv... hm)

Halldór Jónsson, 8.12.2014 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband