Leita í fréttum mbl.is

Evrudauðinn

verður Gunnari Rögnvaldssyni að yrkisefni á bloggi sínu. 

Ég ætla að gerast svo djarfur að vekja athygli á þessari grein þar sem mér finnst hún eiga erindi inn í umræðuna um evruna, sem er hvergi nærri útddauð á Íslandi heldur liggur bara niðri. Gunnar segir:(ég feitletra að vild)

Forza Italia flokkur Silvio Berlusconi virðist ætla að reyna að vinna að því að ítölsk mynt verði tekin upp á Ítalíu samhliða evru. Bíddu aðeins. Já, þú heyrðir rétt; samhliða evru, segja þeir

Reyndar eru allir stjórnmálaflokkar Ítalíu nema einn, nú andsnúnir aðild Ítalíu að myntbandalagi Evrópusambandsins. Allir andsnúnir evruaðild nema einn. Forza Italia vill reyna að endurheimta fullveldi landsins í peningamálum

Ítalía er að deyja evrudauða. Landið er að kafna, það er komið með krónískt Eurosclerosis (ESB-eyðni). Jarðarför Ítalíu nálgast. Og elítupólitískir kirkjugarðar Evrópusambandsins geta varla beðið eftir kistunni ofan í fjöldagröf sína

Mikið langar mig að kalla þetta myntbandalag fyrirmyntbrandaragúlag Evrópusambandsins. Það langar mig því hugdetta Forza Italia sýnir að stjórnmálamenn á Ítalíu höfðu enga hugmynd um hvað þeir voru að skrifa undir er þeir árituðu Maastrichtsáttmálann fyrir hönd ítölsku þjóðarinnar í desember 1991. Þar sem fullveldi landsins í peningamálum var óafturkræft varpað fyrir róða

Þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað þeir voru að gera í misnotuðu nafni þjóðarinnar. Sem og var gert í næstum öllum þeim löndum sem undirrituðu sáttmálann. Kjósendur komu næstum hvergi nærri þessu stórslysi stjórnmálastéttarinnar. Því þetta myntbandalag er eitt allsherjar elítuverk

Eitt land neitaði þó með þjóðaratkvæðagreiðslu að skrifa undir. Það var Danmörk. Þar með hefði Maastrichtlestin átt að stöðvast og falla dauð og ómerk, því sáttmálar kröfðust samhljóða samþykkis allra landa

En auðvitað neituðu Brusselelítur Evrópusambandsins að fara eftir því sem í sáttmálum Evrópusambandsins stendur og Danmörk var þvinguð til að kjósa aftur undir hótunum um útlegð og brottvísun frá því sem einu sinni hét Efnahagsbandalagið EB. Það var það sem danskir kjósendur ákváðu að ganga í á sínum tíma. Nú eru þeir hins vegar hafnaðir í orðnum klesstum elítu-hlut

Þýskaland mun ekki sleppa tökunum, nú þegar Aladdín rúgbrauðsandi þess er loksins sloppinn út úr lampanum og hefur lagt sig fast sem endurkoma móðunnar miklu yfir meginlandi Evrópu -- og stakkelsFrakklandi sem loksins hefur af nýsameinuðu Þýskalandi verið troðið ofan í flöskuna sína, tappinn hamraður í og líkið innsiglað

En þessu er ekki hægt að hlægja að, því hörmungar menginlands Evrópu eru orðnar svo hroðalegar að úti er um velmegun og frið þann sem Bandaríkin plöntuðu þar. Evrópa er ónýt. Evrópusambandið hefur eyðilagt hana."

Svo mörg eru þau orð hins vísa manns. Gunnar segir sem rétt er að engin þjóð sem ekki hefur sömu framleiðni og Þýskaland getur haft sömu mynt og það ríki.Það sama gildir um Bandaríkin og Kanada. Ef við stöndum þeim ekki snúning munum við ekki geta haft sömu mynt og þau. Allt tal manna um að við hefðum komist hjá misgenginu ef við hefðum haft evruna er einfaldlega rangt. Allt tal um að vextir á Íslandi eigi að vera jafnir og evruvextir er líka rangt. Að auki er logið til um margt og þagað um annað. Að fyrirtæki með lélega eiginfjárstöðu þurfi að greiða svona 15 % vexti eða fái bara ekki lán, í Þýskalandi hentar auðvitað ekki í lánskjaramálflutningi Samfylkingarinnar.

Þeir heyra  ekki sé bent til Spánar, Portúgals, Finnlands eða Grikklands og spurt hversvegna atvinnuleysi sé þar svona þungbært? Jafnvel Ísland sem er líklega með meiri framleiðni í mörgu en sum þessara landa, hefði ekki geta staðist með evru og núverandi kaupmátt. Það er blekking sem menn verða að vara sig á. Seðlabanki Evrópu hefði ekki örugglega skaffað okkur þær evrur sem við hefðum þurft í hruninu. En við hefðum þá líka ekki fundið upp Icesave skal viðurkennt.

Hver þjóð verðu að hafa þann gjaldmiðil sem leyfir henni að reka ríkissjóð sinn í jafnvægi. Bandaríkin eru þar ekki meðtalin að sjálfsögðu  því þeir eru myntútgáfa heimsins.

Evran er dauðinn hvað sem kratarnir segja annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband