16.12.2014 | 15:43
Trúarinnræting í skólum
er eitthvað sem einhver Líf Magneudóttir sem er formaður í einhverju sem heitir Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur á hornum sér. Fram að gærdeginum hafði ég á hvorugt heyrt minnst.
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er hin evangelíska lútherska kirkja þjóðkirkja á Íslandi. Mönnum er heimilt að trúa hverju sem þeir vilja og það hafa margir notfært sér í gegn um árin, -þar á meðal ég. Enda hefur það verið meira og minna verið skilningur þjóðarinnar frá því að Ljósvetningagoðinn kvað upp sinn Salómonsdóm í trúmálum að menn skuli opinberlega kristnir vera þótt þeir megi blóta á laun án viðurlaga. Hygg ég að slíkt vopnahlé sé enn í heiðri haft hérlendis.
Ég hef ekki gert neinar athugasemdir við stjórnarskrána vegna þessa.Ég lærði mínar biflíusögur í skóla enda það uppsláttarfag partur af almennu námi. Hafi þetta verið trúarinnræting þá virkaði hún lítt á mig. Okkur skólafélögunum datt aldrei í hug að klaga í einhverja kellingu út í bæ yfir því að okkur var öllum gefið testament með gullbryddingu af líklega einhverju Gídeonfélagi sem það vildi gera.Ég held að ég eigi það enn einhversstaðar.
Ég er nokkuð viss um að það þýðir ekki fyrir neinn innfæddan Íslending að fara að brjótast um á hæl og hnakka og heimta að stjórnarskránni sé breytt og þjóðkirkjan verði afnumin. Það verður einfaldlega fellt. Og ég mun núorðið af pólitískum ástæðum taka þátt í því. Ég lít nefnilega núna á þjóðkirkjuna sem brjóstvörn í þeim hernaði sem nú er hafin af afsiðunaröflum í þjóðfélaginu. Sumpart af kommúnistum,stjórnleysingjum, Islamistum eða ámóta uppreisnarhópum.
Síðast en ekki síst tel ég henta mínum sjónarmiðum hvað varðar velferð þjóðarinnar að hafa kirkjuna sem brimbrjót gagnvart innrás framandi trúarbragða eins og Islam í þetta þjóðfélag. Hefur enginn velt því fyrir sér hvort hingað streymi erlent fé í þá hugsjónabaráttu sem Islam heyr hérlendis?
Ég vil því að kirkjan fari að standa undir nafni sem þjóðkirkja og taki eindregnari afstöðu gagnvart þessari innrás, bæði af hálfu Islamista og annarra afsiðunaraflanna. Þó það sé sjálfsagt ekki hennar eðli að bíta frá sér, þá má hún verða ákveðnari i afstöðu með þjóðinni svo að hætt verði að skríða fyrir slíku liði þeirrar gerðar sem þessi Líf Magneudóttir fer fyrir. Fara ekki flestir landsmenn í kirkjur við jarðarfarir eða slíkt hverju sem þeir nú trúa?
Mér finnst alveg persónulega í fínu lagi að skólabörn fái að fara í þjóðkirkjuna og hlusta á kristinn boðskap.Ég held að enginn skaðist þar á því að heyra og sjá eitthvað annað en morð og misyndi í sjónvarpinu. Ennfremur finnst mér sjálfsagt að kirkjan komi í skólana og kynni stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Mér finnst félög sem rúmast innan þjóðkirkjunnar alveg mega gefa börnum okkar biflíur eða önnur rit sem tilheyra okkar opinberu trú. Ég hygg að það sé ólíkt hollara fyrir börnin en að heimta að boðskapur Islam sé boðaður í skólum á jafnréttisgrundvelli við kirkjuboðskapinn. Þeir sem vilja fræðast um önnur trúarbrögð geta lesið um þau heima.
Við múslímana sem heimta ávallt aukin sérréttindi heyrði ég að að ástralski forsætisráðherrann hefði sagt efnislega: Ástralía er kristið land með kristna siði. Ef ykkur líkar það ekki, þá hypjið ykkur burt.Það bað ykkur enginn að koma.
Mér fannst þetta skörulega mælt og hygg að einhverjum þyki svo vera.(Já já ég hef heyrt það líka)
Á Íslandi er orðið átaks er þörf í þeim efnum að kynna illsku Islamista. Um allan heim standa þeir fyrir öllum þeim viðbjóði sem nú er helstur uppi. Í morgun drápu þeir aðeins meira en hundrað skólabarna í Pakistan. Á netinu ganga myndbönd sem sýna aðfarir Kalífaríkisins við vestræna gísla. Einhverjum gæti dottið í hug að nota þau til að kynna hvað framið er í nafni Islam? Reynt að virkja almenningsálitið gagnvart því umburðarlyndi sem virðist aðeins leiða til uppgjafar gagnvart múslímum? Opna augu fólks fyrir því að umburðarlyndið gagnvart múslímum er all einhliða á annan veginn eftir því sem séð verður?
Mér finnst það einn mesti viðbjóður sem fyrirfinnst þegar svikarar og falsspámenn reyna að skjóta sér á bak við Guð eða Allah til að afsaka illt veraldarvafstur sitt. Næg slík dæmi er að finna um víða veröld. Það er ástæða til að kenna börnum í skólum að varast slík öfl. Af hverju má ekki kenna Kristinfræði í skólum án þess að nokkur skylda sé til að blanda annarri trúarbragðafræði í það? Er ekki áratuga reynsla fyrir því að slíkt olli engum varanlegum skaða á þjóðinni? Þessi linnulausi áróður afsiðunaraflanna í áranna rás kollvarpaði hinu gamla fyrirkomulagi undir yfirskyni framfara. En varð það linnulausa niðurávið-snobberíi sem við tók til þess raunverulega að bæta þjóðina? Hefur yfirbragð Alþingis til dæmis batnað mikið á þeim tíma sem liðinn er?
Mér sýnist augljóst að Þjóðkirkjan hafi stjórnarskrárvarinn einkarétt til að koma boðskap sínum á framfæri í skólum landsins. Ræða Lífar Magneudóttur nægir mér til að hafa að engu viðvaranir þessa mér áður ókunna Mannréttindaráðs Reykjavíkur vegna trúarinnrætingar í skólum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mér finnst mjög gott að vita af þér þarna megin víglínunnar.
Þá veit maður að málstaður þeirra sem vilja aðskilja kirkju og skóla er góður.
Matthías Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 16:12
Það er nú munur en kolsvartur málstaður ykkar í vantru.is Matthías !
Þið eruð einhverjir ötulustu bókstafstrúarmenn sem um getur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 16:29
Já og þú líka!
Hvaða bók er það annars sem við trúum svona ötullega á?
Matthías Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 16:36
Mér finnst þetta vel mælt hjá Halldóri!
Steinar B Jakobsson, 16.12.2014 kl. 17:46
Ja nú fer mér að verða órótt - ég er nefnilega alveg sammála þér Halldór minn og það er bara í annað sinn í röð
Kristmann Magnússon, 16.12.2014 kl. 17:57
Matthías, telurðu að þið í vantru hafið pólitískt afl í að breyta stjórnarskránni ykkur í vil?
Finnst þér sérstök huggun í því að ég skuli vera í hinu liðiu? Kem ég þá svoan sérstöku orði á fylkinguna eins og til dæmis ef Davíð Oddsson hefði skoðun á einhverju?
Hvaða afstöðu hefur þú Matthías til svínakjötsbanns í skólum?
Já Mannsi, og ekkert vörugjald á Guðskristninniþ
Halldór Jónsson, 16.12.2014 kl. 18:15
62. gr stjórnarskrárnar nefnir ekki hvernig ríkið eigi að styðja og vernda þjóðkirkjuna og því mun stjórnkerfið alltaf miða við meðalhófsregluna hvað varðar ákvörðunartöku eða dóma.
Það á sérstaklega við í þessu dæmi þar sem í stjórnarskránni er ákvæði nú þegar sem bannar mismunun grundvelli þátta eins og trúar. Þannig að ef þú leyfir trúboð þjóðkirkjunar í grunnskólum þá munu náttúrulega Íslamistar, Bahaistar, Búddistar og 20 kristnu jaðarhóparnir koma og biðja um að gera það sama.
Munið að í dag er þjóðkirkjan 3/4 af þjóðini þannig að 1/4 gæti verið dálítið á móti neyddu trúboði í grunnskólum.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 19:30
Þetta er algerlega rangt hjá þér Elvar. 3/4 styðja kirkjuna og það er yfirgnæfandi meirihluti Minnihlutahóparnir sem þú nefnir eru ekki ríkistrú eða þjóðkirkjur og hafa þessvegna engan sama rétt og þjóðkirkjan. Þetta er grundvallaratriði. Þeir fá ekki að gera það sama. Punktur. Það er emngin mismununun á gruundvelli trúar. Þjóðkirkjan er ríkiskirkja meirihlutans og er ein um sín réttindi.
Halldór Jónsson, 16.12.2014 kl. 21:30
essir hópar mega hafa sína sérviskur fyrir okkur hinum en við borgum þeim ekki fyrir það né styðjum þá í sinni sérvisku.
Halldór Jónsson, 16.12.2014 kl. 21:32
Hér er stórt spurt og best að svara vandlega.
> Matthías, telurðu að þið í vantru hafið pólitískt afl í að breytastjórnarskránni ykkur í vil?
Nei, við erum augljóslega ekki svo sterkt pólitískt afl.
> Finnst þér sérstök huggun í því að ég skuli vera í hinu liðiu? Kem ég þá svoan sérstöku orði á fylkinguna eins og til dæmis ef Davíð Oddsson hefði skoðun á einhverju?
Já, þó þú sért augljóslega enginn Davíð Oddson (þetta máttu túlka eins og þú villt.
> Hvaða afstöðu hefur þú Matthías til svínakjötsbanns í skólum?
Svínakjöt er ekki bannað í skólum. Dætur mínar fengu svínakótilettu í raspi í skólanum í dag og jólamaturinn í skólanum þeirra verður hamborgarhryggur.
Þannig að afstaða mín varðandi svínakjötsbann er að þar sé um að ræða sorglega hugaróra fólks sem óttast íslma meira en það hefur vit til að höndla.
Og mér finnst einmitt fínt að stuðningur við samkrull skóla og kirkju komi úr þeirri glórulausu átt.
Matthías Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 21:36
Þjóðkirkjan er aumingi,sem ver ekki íslenska hagsmuni.Henni er stjórnað af þeim sem taldir eru upp hér að ofan,kommúnistum,krötum,stjórnleysingum og islamistum sem hafa plantað sér þar niður.Trúarlögregla Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar á sér hauka í horni í þjóðkirkjunni.Þess vegna á ríkið að hætta að borga prestum laun.Þá kanski verður einhver von til þess að þeir sem trúa á boðskapinn verði prestar þjóðkirkjunnar.Og þeir sem trúa á boðskapinn munu gera það af frjálsum og fúsum vilja.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2014 kl. 21:52
Félagsskapur ein og vanttrú og siðmennt skulu ekki ímynda sér að trúarboðskapur eins og þeir boða muni fá meiri hljómgrunn ef hreinsað verður til í þjóðkirkjunni.Þjóðkirkjan verður eftir sem áður þjóðkirkja þótt ríkisstimpillinn fari endanlega af henni.Reynslan talar frá þeim löndum þar sem prestar eru ekki hafðir á ríkisspenanum.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2014 kl. 21:58
En Halldór, það að ein trú, þótt hún er þjóðkirkja, fái réttindi umfram hinar trúrnar er ákurat mismunun. Einn fær að gera það sem hin fær ekki að gera vegna trúar.
62. gr. er líka bara veik klausa sem var sett inn vegna sögulegra tengsla ríkisins við þjóðkirkjuna. Og líka ein af tveimur klausum stjórnarskrárnar sem hægt er að breyta eða afnema með venjulegri löggjöf í staðin fyrir stjórnarskrárbreytingu.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 22:02
Sigurgeir.
Lítið vit hefur þú augljóslega á þjóðkirkjuni og hvers vegna laun presta eru greidd af ríkissjóði.
Ætlast þú til að fá kaupsamningsgreiðslur til þín frá ríkinu ef þú selur þeim eign þína ?
Pacta sunt servanda. Það á við um samninga við þig sem aðra - þar á meðal við þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun og er óralangt síðan mátti að sumu leyti kalla hana það.
Vegna klásúlunnar í stjórnskipunarlögunum þá sinnir þjóðkirkjan ótal verkum án endurgjalds - sem önnur trúfélög gera ekki. Í því tilliti er ekki spurt um trú þess sem nýtur hverju sinni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 22:10
Matthías, er þá enginn múslími í skólanum hjá dætrum þínum sem gerir mögulegt af hafa svínakótilettu? Eða kom sérfæði með?
Halldór Jónsson, 16.12.2014 kl. 22:32
Grundvallaratriðið er að kristni er okkar eina vörn gegn yfirgangi og ofstæki trúar annarra. Hún er bundin í stjórnarskrá. Í hana verðum við að halda.
Það væri þarft að innprenta óþroskuðum ungmennum,sem hér hafa komist til valda, þá staðreynd að heimsfriður er langt frá því að vera sjálfgefinn. Þegar brjóstvörn fellur, virða ofstækismenn engin mörk.
Varla var spurt um leyfi til trúboðs eða trúarinnrætingar fyrir skólamorðin í Pakistan í gær. Krökkum í prófum, slátrað í nafni trúar - ANNARRA!
Kirkjan virðist lin og tvístígandi, líklega lemstruð eftir áföll, átök og skandala á nýliðnum árum
Það er þakkarvert, að þú skulir nenna þessum skrifum. Líklega hundheiðinn, sem þorri landa okkar.
Þorkell Guðnason, 16.12.2014 kl. 22:38
Vandi þjóðkirkjunnar er fyrst og fremst sá að prestar hennar og biskupar eru fyrst og fremst embættismenn ríkisins.Og þurfa embættispróf í guðfræði til þess.Prestar þjóðkirkjunnar þurfa þess vegna ekki að vera kristnir og reyndar kemur hvergi fram við skipan þeirra að þeir þurfi að vera það.Prestar geta að sjálfsögðu verið á launum hjá söfnuði sínum.En sá boðskapur þjóðkirkjunnar að umbera beri hryðjuverkasamtök islam er íslenskri þjóðkirkju ekki til framdráttar.En þegar svo er komið að fólk innan þjóðkirkjunnar vill ekki að skólabörn fari í kirkju,þá þarf að staldra við.Félagsskapur eins og siðmennt og vantrú, sem stofnuð eru fyrst og fremst til höfuðs kristindómnun viðurkenna ekki hryðjuverk islam.Það segir töluvert um félagsskap þann.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2014 kl. 22:42
Sigurgeir.
Það er menntunarkrafa til þeirra sem gerast prestar hjá þjóðkirkjunni að þeir hafi það sem kallað var kandidatspróf - nú magister eða hærri gráðau. Það að það skuli vera frá fornu farri kallað embættispróf er vegna þess að þeir sem það hafa eru einmitt gjaldgengir í starfið eða embætti prests. Það er ekki þar með ríkisstarfsmaður þó þannig hátti til af gamalli venju. Þeir eru hver um sig starfsmenn safnaða sinna. Launin eru greidd sem kaupsamningsgreiðsla fyrir eigur þjóðkirkjunnar sem fyrr segir.
Þjóðkirkjan er ekki ríklisstofnun og ekkert við hana segir manni það né lög þar um.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 22:55
Svínakjöt hefur aldrei verið bannað í skóla á Íslandi. Fullyrðingar um annað byggja á fáfræði.
Matthías Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 23:11
Matthísas
Það kann að vera að það sé ekki bannað - en það hafa oft komið fréttir um að skólayfirvöld á ákeðnum stöðum hafi ákveðið að svínakjöt skuli ekki haft með á matseðlum. Það er staðreynd sem hefur veruið rædd á fréttamiðlum á umliðnum árum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 23:23
P.S.
Það kom einnig fram að krafa um slíkt hafi komið frá foreldrum barna - af erlendum uppruna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 23:24
Ríkið greiðir laun presta samkvæmt lögum.Danska ríkið með kónginn sem eiganda tók eignar námi eignir íslensku kirkunnar.Prestar þjóðkirkjunnar eru starfsmenn íslenska ríkisins samkvæmt lögum.Ef einhverjir halda að svínakjöt sé á borðum í islömskum skólum þá er það rangt.Islamistar með fé frá Saudi -Arabíu geta þess vegna stofnað islamska skóla á íslandi og sagt að hann sé íslenskur.Trúlega verða einhverjir sem kenna sig við vantrú eða siðmennt þar innandyra.Fáfræðin er víða.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2014 kl. 23:28
Sigurgeir.
Lestu þig betur til. Hvað segja lögin ?
Launin eru greidd sem ígildi kaupsamningsgreiðslna vegna eignakaupa ríkisins af þjóðkirkjunni. Óskaplega er þér og fleirum erfitt að ná þessu - ert þú einn þeirra sem féllst í PISA könnuninni - getur ekki lesið þér til gagns ? Það fer maður að halda þegar menn geta ekki lesið lögin sem þó eru öllum opin til lestrar á internetinu.
Það að launagreiðslur komi úr ríkissjóði eru þær þrátt fyrir það kaupsamningsgreiðslur vegna launanna.þ
Það má vwel vera að óeðlilegt sé að prestar séu nefndir ríkisstarfsmenn - því þeir vinna ekki hjá ríkisstofnun. Það er arfur sem hópur presta heldur í vegna launa- og eftirlaunamála að því að best fæst séð.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 23:47
Afsakið mistökin :
Þarna stendur : „Það að launagreiðslur komi úr ríkissjóði eru þær þrátt fyrir það kaupsamningsgreiðslur vegna launanna“ en átti að standa :
Það að launagreiðslur komi úr ríkissjóði eru þær þrátt fyrir það kaupsamningsgreiðslur vegna eignakaupanna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 23:51
Matthías, viltu ekki athuga þetta hjá þeim sem elda þúsundir af skólamáltíðum?
Halldór Jónsson, 17.12.2014 kl. 09:00
> "en það hafa oft komið fréttir um að skólayfirvöld á ákeðnum stöðum hafi ákveðið að svínakjöt skuli ekki haft með á matseðlum"
Nei, það hafa ekki oft komið slíkar fréttir. Ein frétt kom, hún var leiðrétt. Svo er hún endurtekin sí og æ af vitleysingum.
Halldór, ég þarf ekki að athuga neitt, ég skoðaði matseðlana. Hefur þú eytt fimm mínútum í að rekja upphaf þessa mýtu?
Matthías Ásgeirsson, 17.12.2014 kl. 09:13
"Þegar ég nefndi þetta í Hallgrímskirkju kom til mín starfsmaður í mötuneyti Austurbæjarskóla, en þessi frétt birtist um þann skóla, og sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna og skólafólkið væri undrandi á því, hve lífseig hún væri. Vissulega væri reynt að verað við óskum nemenda um skólamáltáðir en alls ekki rétt, að svínakjöt hefði verið tekið af matseðli skólans."
Björn Bjarnason, nóvember 2003
Matthías Ásgeirsson, 17.12.2014 kl. 09:35
Matthiás - ef þetta er rétt sem þú segir, þá segir það mikð um vinnubrögð blaðamanna - sem er þó ekki að koma manni neitt á óvart satt best að segja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.12.2014 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.