18.12.2014 | 18:34
Stytting framhaldsskólans
er mjög til umræðu hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðhera.
Ég hlustaði á hann á Útvarpi Sögu í viðræðum við Arnrúði Karlsdóttur.Illugi lýsti því hvernig fjölga myndi í þeim hópum þjóðfélagsins á næstu árum sem ekkert leggja til og hafði þar fyrir aldurssamsetningu þjóðarinnar. Færri hendur yngra fólks þyrfti til að ala önn fyrir fleiri af okkur gömlu aumingjunum og þessar hendur yrðu bara að leggja meira til. Það er ódýrt að segja meiri framleiðni en nefna ekki hærri skatta. Hann sagði að ungt fólk yrði að ná hærri ævitekjum. Arnþrúður spurði þá um greiðslu hærri skatta og neitaði ráðherrann því auðvitað ekki. En með því að stytta skólagönguna þá kæmu hærri ævitekjur.
Hann lýsti þí að ég hefði átt að vera búinn með 1 ár í háskóla þegar ég var að byrja þar tvítugur að aldri. Ég hlýt því að hafa eytt óþarfa ári í framhaldsskóla þegar ég settist í Háskólann í Stuttgart, mállaus og bjórsoltinn.
Ekki veit ég hvernig það hefði farið ef ég hefði verið yngri. Freistingarnar voru margar ungum sálum. Margir týndust og komu aldrei heim aftur lífs. Samstúdentar mínir þýskir voru ekkert yngri en ég en margir eldri. Sumir höfðu jafnvel verið hermenn í stríðinu. Ég veit ekki hvaðan Illuga kemur sú viska að allir stúdentar séu yngri í þýskalandi en annarsstaðar.Og víst er að þeir læra núna margt sem við gátum ekki.
Hitt virðist mér nokkuð augljóst að hann vill stytta skólann af kostnaðarsjónarmiðum og fá fyrr skattgreiðslur af þeim sem eru farnir að vinna. Þetta er einfalt sjónarmið að mínu mati en ekki til að ná utan um það sem um er að ræða.
Hann fór mikinn um þá staðreynd að fjórðungur pilta úr grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns. Ég gat ekki heyrt að hann teldi sig geta neitt gert í því því hann er búinn að semja við kennara um fyrirkomulag grunnskólans. Þetta á þá bara að vera svona áfram?
Ég ætla mér að efast um það, að fjórðungur nemenda geti ekki lært að lesa sér til gagns. Það er bara grunnskólinn sem er í ekki að veita kennsluna sem þarf. Ég þekki marga kennara og er alveg viss um að þeir gætu kennt fleirum meira ef þeir fengju það. Grunnskólinn er hinsvegar orðinn svo fullur af bulli sem orsakast mikið af því að nemendum er hrært saman en ekki skipt í bekki eftir námsgetu. Svoleiðis var það ekki þegar ég var í skóla og ég fullyrði að varla nokkur nemandi í öllum mínum árgangi gat ekki lesið sér til gagns. Ætlar Illugi að segja mér að hráefnið, maðurinn sjálfur, nemandinn og kennarinn hafi eitthvað versnað? Neit takk, ég tek ekki við því.
Það hlýtur að vera markmiðið að sem hæst prósenta geti komið læs, skrifandi og reiknandi upp úr grunnskólanum. Sé það slæmt í lestrinum, þá er það verra í reikningnum mætti Illugi athuga. En um það er aldrei talað að grunnskólakrakkar geta ekki mjög margir margfaldað og deilt án reiknivélar.
Eina leiðin sem ég sé til þess að hækka prósentuna úr 75 % í 95 % sem ætti að vera vandalaust er að taka minnihlutann frá og setja í sér meðferð í lestri og öðru. Þá myndi læsið aukast á einum vetri. Vegna þess að þá þurfa þeir sem geta lært ekki að hanga yfir þeim sem ekki geta lært jafn hratt og vel og tefja sig. Þeirra hæfileikum er sóað í miskiling um réttindi minnihlutahópa eins og tíðkast. Það er aðeins þetta bestra fólk sem á erindi í háskólana.
Ef þessi flatneskjustefna á að halda áfram þá verða stöðupróf nauðsynleg við alla inngöngu í háskólana. Nemendur verða bara verr undirbúnir úr styttum, framhaldsskóla og minna í hverjum haus. Illuga til upplýsingar höfðum við kappnóg að gera allan mennstakólann og gátum samt alls ekki lært nóg til hlítar. Það segir sína sögu að meðaleinkunn til stúdentsprófs í MR hafði fallið um einn heilan svo sem r+umum áratug eftir að ég böslaðist þar í gegn. Guðni rektor sagði mér að haustprófunum væri um að kenna þegar ég var að tala við hann um þetta.
Ætlar Illugi að fá einhvern til að trúa því að við höfum öll bara verið að leika okkur í 25 % af tímanum í MR? Að mínu viti er bara verið að verðfella menntun landsmanna af hreinum peningasjónarmiðum. Þessir peningar munu ekki renna til aumingjaframfærslun okkar eldri því allt rýrnar hjá okkur ár frá ári og sýnu mest þó þegar alþýðuvinirnir á borð við Jóhönnu og Steingrím J. komast að kjötkötlunum. En skerðingar þeirra hafa ekki gengið til baka þrátt fyrir að Illugi og flokkurinn okkar sé búinn að vera ráðherra í bráðum tvö ár.
Stytting framhaldsskólans getur aðeins gengið fyrir þá bestu. En hvort sálin verður búin að skila sér við það stúdentspróf set ég fyrirvara um. En kannski er æskan meira bráðþroska núna en við vorum. Ég hefði ekki haft neitt að gera við styttri menntaskóla, svo mikið er víst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór. Takk fyrir góðan pistil.
Grunnskólabörn eru skylduð til að sitja kyrr á skólabekk, við að læra að stórum hluta til, eitthvað klíkubókmennta-rugl, sem sál þeirra, styrkleikar og vilji hefur ekki fæðst hér á jörð til að mennta sig í né starfa við.
Afleiðingarnar eru hörmulegar, eins og raun ber vitni út um öll kerfi samfélagsins. ÖLL KERFIN!
Fyrir þessa vitleysu líða saklaus börnin, og þola mörg hver ekki álagið af vitleysunni. Hvorki andlega né líkamlega!
Sum börnin fyrirfara sér vegna kúgandi og hundsandi grunskólastjórnunar-ábyrgðarleysi, sum börnin ánetjast svartamarkaðsdópi við skólahornin til að deyfa sig fyrir vanmáttartilfinningunni, sem fylgir því að passa ekki inn í ramman sem krafist er. Kennarar vilja kenna, en yfirvöld vilja búa til SAASÍ-þræla úr börnunum.
Allt of lítið brot af börnunum fá að njóta sín í grunnskóla-skyldunámi sem styrkir þeirra meðfæddu styrkleika og hæfileika. Þar með er grunnskólinn orðin 8 tíma þrælastofnum fyrir frelsis-svift börn og kennara! (Gott að mina á það á hátíðardögum, sem kenndir eru við frelsarann).
Grunnskólakerfið á Íslandi er mjög alvarlegt mannréttindabrot gegn saklausum og varnarlausum börnum. Grunnskólinn á Íslandi er í of mörgum tilfellum, ekki lengur tækifæri til að mennta sig, heldur kvöð SAASÍ-atvinnukerfisins sálarlausa,siðlausa og peningagráðuga.
Illugi Gunnarsson ætti að sitja yfir því opinberlega skyldaða og glæpsamlega vandamáli dag og nótt, alla daga ársins, hvernig hann ætlar að réttlæta það að börn séu útskrifuð með grunnskólapróf eftir 10 ára kyrrsetu, án þess að geta lesið! Það ætti að vera hans stærsta og mikilvægasta áhyggjuefni sem menntamálaráðherra. Börn eiga ekki að vera sjóða-safnarar fyrir spillta kerfiskalla.
Kyrrseta er óholl öllu fólki, og ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast.
Það er ekki bara núverandi menntamálaráðherra á Íslandi, sem þarf að sitja andvaka og hugsa, heldur allir aðrir menntamálaráðherrar sem hafa leyft þessu barnaníði að viðgangast undanfarna áratugi.
Það er sorglegt að læra ekki að lesa fyrr en í fangelsi! Skýrir kannski hvers vegna fólk lendir í fangelsi? Eða hvað gerir ólæs maður í rugluðu stjórnsýslukerfi, sem ekki hefur sterkt bakland?
Sævar Síselski lærði að lesa á Litla Hrauni! Hvernig er staðan í dag?
Nákvæmlega ekkert skárri heldur en þegar Sævar gekk í svíkjandi grunnskóla! Grunnskólar framleiða þræla og afbrotafólk, að stórum hluta til. Og enginn faldavalds-baktjaldamaður gerir neitt til að koma börnunum til varnar!
Háskólinn sér svo um það fyrir faldavalds-mafíuna, að hampa þeim sem eru auðkeyptir álitsgjafar falskra fræða.
Tækni/verkmenntun er, og hefur verið vanrækt, eins og ekkert sé eðlilegra? Jafnvel þó styrkleikar Íslandsbúa séu mestir á því sviði.
Ég gæti líklega skrifað heila bók um hversu hræðilega hættulega grunnskólakerfið er uppbyggt og styrkt af hinu opinbera faldavaldi. En þetta verður að duga í bili. (Ekki eru allir grunnskólar slæmir, en menntayfirvalda-kerfið er rotið í gegn).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2014 kl. 22:03
Mikið hefur þetta þá versnað frá því sem ég kannast við Anna Sigríður.Það koma mörg börn brotin í skóla og að nefna Sævar heitinn sérstaklega,er ekki hægt að kenna skólayfirvöldum alfarið um og benda á sem sýnishorn af getuleysi þeirra.
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2014 kl. 23:49
Mikið til í því sem Anna er að segja. Orsakir brottnáms er oft hægt að rekja til grunnskólans. Foreldrar eru líka ábyrgir. Tölvufíkn byrjar í grunnskóla. Það eitt að takmarka tíma í leikjum og á netinu er þarft. Konur eru ekki eins sæknar í tölvuleiki og skýra velgengni þeirra í námi að hluta.
Framhaldsskólarnir eru líka mikið til sniðnir að þörfum kvennakennara. Ekki alltaf nemenda. Að ætla sér að kenna 4 tungumál til gagns er t.d. ofaukið.
Þau börn sem hafa sótt grunnskóla í Landakoti koma mun betur út í framhaldsskólanum. Einkaskólar eru framsæknari og krökkum líður betur þar eftir minni reynslu.
Sigurður Antonsson, 19.12.2014 kl. 11:49
Veistu það Anna Sigríður að sú bók sem þú talar um væri betur skrifuð en óskrifuð. Flest allt það sem þú segir er því miður rétt.
Upphaf og endir ógæfunnar er því miður að finna í grunnskólanum enda er vandamálið um læsið og reikniblinduna komið þaðan eins og sagan af Sævari segir.Ég veit að margt annað var erfitt hjá Sævari heitnum frá unga aldri eins og Helga minnist á.
Sigurður, ég var í Ísaksskóla og var eini nemandinn sem var fluglæs í 9 ára H þegar ég kom í Austurbæjarskóla. ég geri ráð fyrir að Landakot hafi ekki verið síðri. Oddur vinur minn var þaðan og hann kunni ensku um 10 ára eins og ég af því að ammma mín Sigríður tók mig í einkatíma blessunin.Við þurftum að nota hana til að tala við þýska vinnumanninn í Árdal hann Rheinold, það mikla ljúfmenni. Sá var nú þolinmóður við okkur pjakkana sem vorum nú ekkert verri en margir aðrir held ég, allaveg var hann Oddur einstaklega greindur og góður..Pabbi gat talað við hann Rheinold á þýsku og eins hún tónlistarséníið hún Gúsý frænka Þorsteinsdóttir.Rheinhold hefur haldið við mig vináttu alla tíð síðan og er ávallt sami ljúflingurinn. En hann hefur upplifað margt ekki eins fallegt og hann talaði lítt um við okkur forvitna pjakkana.
Nú er ég kominn út í móa Sigurður. En það sem þú nefnir með kvenkennara en varla nokkra karlkennara veldur mér líka heilbrotum. Hvers fara börnin á mis að kynnast ekki þessum stórhöfðingjum og kenndu manni í Gaggó Aust? Maður mótaðist af þeim og hugsar til þeirra alla ævi.Gunngeir Péturs, Ástráður Sigursteins, Einar Guðna, Sveinbjörn, Helgi Þorláks, Björgvin, Guðmundur Þorláksson,Vignir Andrésson, Jón Ingi, Ólafur Pálss, Karl Guðmunds. Ég man bara ekki eftir því að hafa haft kvenkennara í Gaggó en margir voru smeykir við bæði Guðrúnu P og Helgu.
4 tungumál segirðu, Ég held að grunnur í þeim sé nauðsynlegur. En villan er að vera að kenna málfræðiina heldur bara að lát fólk lesa og tala. Málfræðin fýkur veg allrar veraldar og víkur fyrir tilfinningunni. Íslensk málfræði er mest líka bull að kenna, bara réttritun og stíll skipta máli fyrir framtíðina.
Halldór Jónsson, 19.12.2014 kl. 13:48
Takk fyrir skilninginn Halldór. Betur að fleiri skildu jafn vel og þú, þetta stóra og hættulega opinberalega skyldaða menntastefnumál nútímans.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2014 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.