Leita í fréttum mbl.is

Sigríður Ásthildur Andersen

er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ég er stoltur af því að vera í sama flokki og hún.

Hún skrifar í Sunnudagsmoggann sem mér líkar:

"Ég fékk tækifæri til þess að hafa áhrif á fjárlög ríkisins næsta ár er ég tók tímabundið sæti á alþingi nú í desember. Eða þannig. Aðkoma alþingis að fjárlögunum í desember einkennist af óteljandi breytingartillögum og yfirgengilegum málamiðlunum á alla kanta, skítreddingum myndi einhver segja. Fyrir þann sem kemur inn í vinnuna á þessu stigi endist sólarhringurinn ekki til þess að fá yfirsýn yfir allt sviðið sem fyllist af hæfileikalausum leikurum eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslu.

Málþóf um eitthvað sem engu máli skiptir, í þeim tilgangi að knýja fram milljón krónur hér og þar, er regla frekar en undantekning í desember. Málþóf í þágu skattalækkunar og minni ríkisreksturs þekkist hins vegar ekki. Því miður. Ég skal vera fyrst manna til þess að viðurkenna að fjárlögin, sem ég tók þátt í að samþykkja, kveða á um margvísleg ónauðsynleg ríkisútgjöld, óráðsíu jafnvel.

Hins vegar áttu sér stað undur og stórmerki sem draga úr sárustu kvölinni sem fjárlagafrumvarpið veldur frjálslyndu fólki hægra megin í pólitík. Einn ógagnsæjasti skatturinn var afnuminn í eitt skipti fyrir öll. Vörugjöld, 15-25%, hafa verið lögð á ýmsar vörur sem við öll notum daglega; handáburð, ávexti, gólfteppi, krullujárn, lampa, brauð... Það var eiginlega hátíðlegt að taka þátt í afnámi þessa sérkennilega skatts á svokallaðar almennar vörur.

 

En við erum ekki laus við óeðlilega skatta, ekki einu sinni alveg laus við vörugjöldin. Bifreiðar, áfengi, búvörur og tóbak bera áfram vörugjöld. Efra þrep virðisaukaskattsins er enn allt of hátt, og neðra auðvitað líka. Tollar eru áfram við lýði.

 

Mönnum er mjög í mun að draga úr áhrifum skattkerfisbreytinganna á ýmsa hópa. Alls kyns undanþágur hafa tíðkast. Ferðaþjónustan hefur ekki innheimt virðisaukaskatt en hefur nú verið felld í neðra þrepið. Af hverju ekki það efra? Laxveiði er áfram undanþegin virðisaukaskatti. Bílaleigur og rútubílafyrirtæki hafa fengið undanþágur frá vörugjöldum á bifreiðar. Nú í desember var dregið úr undanþágu bílaleiga en ekki rútufyrirtækja. Áfram verður innflutningur á bílum sem einkum hátekjufólk kaupir (rafmagns- og metanbílar) undanþeginn vörugjöldum eða með verulegum afslætti en aðrir bílar bera áfram allt að 65% vörugjöld. 65%!

 

Hví þessar undanþágur og afslættir yfirleitt? Jú, vegna þess að þessir skattar eru of háir. Afnám vörugjaldsins nú í einu skrefi sýnir að það er hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir við fjárlagagerð og ná nægilegri samstöðu um þær á alþingi. Næstu skref þarf að taka við gerð næstu fjárlaga, ekki þarnæstu. Af nógu er þar að taka."

 

Óli Björn Kárason er annar þingmaður Sjálfstæðislokksins sem ér er líka stoltur af. Hann berst í ræðu og riti fyrir lækkun skatta. En því miður er árangurinn enn klénn. Skattar eru of háir á lágar og miðlungstekjur. Kerfið er götótt eins og svissneskur ostur vegna allskyns sértilfærslna eins og Sigríður bendir á.

Allt þetta gætum við lagað ef þessir þingmenn, aðirir verða líklega ekki til þess fyrstir, vildu sjá að það er beinlínis rangt að skattleggja umferðina svona miskunnarlaust eins og gert er. 

Bílar þurfa að verða ódýrari og eldsneytið þarf að verða helmingi lægra. Það er unga fólkið sem þarf bíla til að keyra börnin sín í, bæði hjónafólk og einstætt. Skólakerfið er orðið þannig að það er svo mikill þeytingur um víða vegu í íþróttir, dans, tónlist, skóla og leikskóla. Það er nær að láta bílaleigurnar og rútur borga fullt verð og fullan virðisaukaskatt svo hætt sé að niðurgreiða fyrir ferðamenn.Fólkið vill bíla en ekki hjólhesta hvað sem vinstri menn segja annað.

Fólkið vill komast á gras með börnin sín á sumartíð. Ekki bara í Hljómskálagarðinn.

Það þarf auðvitað að lækka skatta og útsvar á lág- og miðlungstekjur. Mín vegna láta þetta svo hækka stigmagnandi til að ná til ofurlauna forréttindahópana,ofurbónusaanna sjálftökuliðsins og skilanefndanna.

Hætta að skattleggja verðbætur á sparifé eins og vexti og leyfa fólki að eiga skammtíma verðtryggða reikninga í bönkum en ekki með þriggja ára bindingu sem er dæmi svívirðilegt samsæri og samráð gegn almenningi.Berjast gegn verðlagshækkunum og ábyrgðarlausum taxatahækkunum. 

 

Markmið Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum var aldrei útbreitt leiguliðakerfi heldur EIGN FYRIR ALLA. Það þarf að endurreisa húsnæðiskerfið og lána öllum 80-90 % til kaupa á hentugri fyrstu íbúð án greiðslumats.Gefa fólki kost á að byggja sjálft lítil hús með lóðafyrirgreiðslum sveitarfélaga.     

Ég var ánægður með Sigríði Ásthildi Andersen í dag. Vonandi verða þau bæði Sigríður og Óli Björn alvöruþingmenn næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - og aðrir gestir þínir !

Sigríður og Óli Björn: eru ekki / og verða ekki meiri ''alvöruþingmenn'' en þau hin 61, Halldór minn.

Ég gef EKKERT: fyrir lið sem kafar dýpra og dýpra ofan í vasa okkar með hverju Andskotans árinu sem líður; til þess að fóðra sig og sína, sem í kringum alþingis sukkið snýst fornvinur góður - og vel að merkja: þingmanna tuðrur ALLRA flokka Skrattanna, Halldór minn.

Sjáum t.d.; Djöfulsins Bifreiðagjöldin - sem átti að vera búið að afnema 1990 / svo aðeins sé talið !?!

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 00:02

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta Halldór, þarna er greinargott fólk.  En svona verður þetta á meðan við líðum hrossa kaup á Alþyngi.  Allt of marga þingmenn, alltof marga flokka, og alltaf samsteypustjórnir.  Svona háttarlag býður ekki upp á annað.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 22.12.2014 kl. 07:36

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar Helogi.

Hvernig stendur á því að þú virðist reyna allt hvað af tekur að hafa rangt fyrir þér í flestum skrifum þínum ?  Þú hirðir vart um að rannsaka og skoða heimildir - hérna hefur þú greinilega lítt hirt um að lesa það sem Halldór skrifar um það sem þessir varaþingmenn standa fyrir !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2014 kl. 13:04

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Afsakið flýtivilluna - þarna uppi átti að standa Óskar Helgi !

laughing

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2014 kl. 13:04

5 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Predikari !

Reynzla mín - sem annarra landsmanna / af þessu óstjórnar liði: ætti að segja þér sem öðrum allt það, sem segja þarf, ágæti drengur.

Sjálfstæði Íslendinga - eru ein Allsherjar mistök / og værum við betur komnir undir Ottawa og Moskvu stjórnum, en þessa innlenda undirferils- og lyga lýðs, sem arðrænir okkur - upp á hvern einasta dag Predikari góður.

Ekki síðri kveðjur - þeim hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband