Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðirnir

juku eignir sínar úr 2600 milljörðum í 2785 milljarða á síðustu 12 mánuðum wða um 10 % að nafnvirði.Raunávöxtun er þó aðeins 4.3 %. 

Ríkið er í miklum vanda. Það hefur ekki fé til að greiða niður lán eða standa undir endurbótum í heilbrigðismálum. Af hverju er ríkið eða við að geyma fjármuni okkar í lífeyrissjóðunum á 4.3 % raunávöxtun? Getur ekki alveg eins orðið tap hjá þessum forstjórum alþýðunnar?

Af 2785 milljörðum  á ríkið  eftir að taka til sín fullar skattgreiðslur af útgreiðslu lífeyris.  Hversu mikið er þarna ósótt? Eigum við að giska á 1000 milljarða?. Af hverju erum við eða ríkið  að bíða og lepja dauðann úr skel?  Vantar okkur ekki þetta fé núna?

Ef ríkið sækir 10 milljarða af sínu fé á næstu 10 mánuðum þá gæti margt breyst. Miklum fjárfestingarvanda yrði velt af forstjórunum.

En er þetta óhætt? Er þetta pólitískt mögulegt? Myndu hagsmunahóparnir og verkalýðsrekendurinir ekki telja þetta eign sína? Myndu þeir leyfa að ríkið geti farið með þetta fé í þágu heildarinnar? Greitt niður skuldir, keypt lækningatæki eða reist hjúkrunarheimili? Myndu þeir ekki heimta þetta til sín? Fara í verkföll eins löng og þurfa þykir, semja svo um að fá öllum kröfum fullnægt og fá verkfallstímann greiddan að fullu á nýja taxtanum?

Er eitthvert pólitískt afl í landinu sem getur fengist við ofurmátt lífeyrissjóðanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ríkið gæti fengið þessa 1.000 milljarða að "láni" verðtryggt en vaxtalaust. Ríkið greiðir síðan samviskusamlega sjálfu sér á hverju ári þær skattgreiðslur sem koma til greiðslu það árið ásamt veðbótum. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar greiða skatta samhliða töku lífeyris og verða því síður baggi á framtíðarkynslóðum.

Með þessu verður tryggt að eign skattgreiðenda í lífeyriskerfinu verður ekki notaður til að taka óðarfa áhættu með og aldrei verður rýrnun á eignarhlut skattgreiðenda þar sem hann er verðtryggður.

Svo má ekki gleyma að 22% af þessum 1.000 milljörðum eru erlendis í gjaldeyri.

Eggert Sigurbergsson, 23.12.2014 kl. 16:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Tapar þá ekki ríkið Eggert, ef lífeyrisjóðurinn lækkar lífeyrinn vegna  taps á spekúleringum forstjóranna?

Ef þeir töpuðu öllu þá myndi ríkið tapa öllu sínu?

Ertu með þetta útfært þannig að við getum lagt þetta fram sem tillögu?

Halldór Jónsson, 23.12.2014 kl. 17:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það verður minna að fjárfesta ef ríkið fær lán. En skv. lögum ber lífeyrissjóðum að ávaxta 3.5 % í það minnsta.

Halldór Jónsson, 23.12.2014 kl. 17:32

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ógnvekjandi hve lífeyrissjóðirnir eru orðnir sterkir.
Engu skárra yrði að misviturt ríkisvald ætti greiða leið að fjármunum þeirra. Sennilega er orðið tímabært að stokka upp lífeyrissjóðina og taka upp nýtt lífeyriskerfi sem þjónar lífeyrisþegum betur en það núverandi.
Spurningin er aðeins hvernig?

Kolbrún Hilmars, 23.12.2014 kl. 17:47

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er aldrei of oft bent á hversu arfavitlaust þetta lífeyriskerfi okkar er Halldór.

Reyndar fer Eggert með smá vitleysu í sínu máli, ríkið getur ekki fengið peninga að láni frá lífeyriskerfinu með verðtryggingu einni saman. Þar þarf að vera 3,5% raunávöxtun, svo þeir vextir yrðu að vera ofaná verðtrygginguna.

En aftur að "eigum" sjóðanna. Það liggur fyrir að tekjuskattur er ekki innheimtur af iðgjöldum í sjóðina eins og öðrum launagreiðslum, heldur er útgreiðsla lífeyris skattlagður. Þarna verður auðvitað eitthvað misræmi, þar sem laun fólks eru yfirleitt hærri þegar greitt er í sjóðina en lægri þegar lífeyrir fæst greiddur. Því væru tekjur ríkisins töluvert hærri ef skattur yrði greiddur við inngreiðslu. En þetta misræmi má auðvitað reikna út þannig að ríkið fengi til sín strax þá peninga sem það sannarlega á í sjóðskerfinu.

Það hljóta allir að sjá hagræðinguna af því ef útgreiddur lífeyrir væri skattlaus, að lífeyrisþegar ættu að fullu þá aura sem þeir fá á sínum elliárum.

Hitt er jafn augljóst að það nær ekki ekki nokkurri átt að einhverjir örfáir sjálfvaldir menn skuli getað spilað með skattfé þjóðarinnar í gegnum þetta spillta kerfi.

Þú veltir fyrir þér hvort ríkið myndi ekki tapa öllu sínu fé ef sjóðirnir tapa öllu, Halldór. Við þurfum ekki að hugsa langt aftur í tímann til að horfa á stórtap sjóðanna, einungis um sex ár. Þá töpuðu sjóðirnir 500 milljörðum króna (500.000.000.000.kr) vegna ævintýramennsku í fjárfestingum. Hversu stór hluti þeirrar upphæðar var í eigu ríkissjóðs veit ég ekki, en hann var meiri en margur heldur. Ekki einungis beint tap ríkissjóða var vegna þessa taps, heldur einnig óbeint, sem mun skaða ríkissjóð um mun lengri tíma. Það tap skapast vegna þess að flestir eða allir sjóðirnir ákváðu að lækka lífeyrisgreiðslur vegna þessa taps, sem leiðir af sér enn minni tekjur ríkissjóðs. Og jafnvel þó sjóðunum hafi nú tekist að vinna upp þetta tap, gegnum iðgjaldsgreiðslur sjóðsfélaga, bólar ekkert á leiðréttingu lífeyrisgreiðslna til þess sem áður var. Því má búast við að sú skerðing sé komin til með að vera um ókomna tíð, með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð.

Það er nú svo undarlegt með þetta sjóðskerfi, sem kallar eftir 3,5% raunávöxtun sem útilokað er fyrir sjóðsfélaga að komast hjá, æski þeir þess að sækja þangað lán. Þessi raunávöxtun fer fyrir lítið þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum og skuldabréfum. Þá virðist ævintýramennskan öllu ráða. Það mætti taka mörg dæmi um slíka ævintýramennsku fyrir hrun, en það versta er að þó hún hafi leitt til 500 milljarða taps á einni nóttu, viðist ekkert hafa lærst.

Enn er ævintýramennskan allsráðandi. Sjóðirninr eiga allt að helming Icelandair, sem fyrir skömmu tóku erlent lán upp á milljarða og seldi skuldabréfin hér innanlands. Ekki kom fram í fréttinni hver keypti, en ekki kæmi á óvart þó lífeyrissjóðir hafi komið þar að máli. Sé svo eru stjórnendur þeirra sennilega orðnir lögbrjótar, en látum slíkar yfirlýsingar bíða þar til kurl koma til grafar.

Fyrir örfáum vikum keyptu sjóðirninr stórann hlut í fyrirtæki sem er að reyna að harsla sér völl í þjónustu við ólíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Nokkrum dögum eftir þessa fjárfestingu sjóðanna skilaði eitt af þeim fyrirtækjum sem réðu yfir rannsóknarleyfi á svæðinu inn sínu leyfi. Það er ekki beinlínis bjart yfir olíuleit og vinnslu á þessu svæði nú um stundir, meðan verð olíunnar er svo lágt að vinnsla á svæðinu er útilokuð. Kannski mun þetta breytast, en eins og staðan er nú ættu lífeyrissjóðirnir að sleppa svona ævintýramennsku.

Fleiri dæmi er hægt að taka, en látum þessi tvö duga.

Fjárfestingavandi sjóðanna er vissulega til staðar, vegna gjaldeyrishafta. Það réttlætir þó ekki að stunduð sé spákaupmennska innan þeirra. Þá má, eins og þú réttilega bendir á, minnka þennan vanda verulega með því að losa sjóðina við þann bagga að þurfa að koma fé ríkissjóðs í verð.

Ekki ætla ég að segja hvers konar kerfi er best, en ég hika ekki við að fordæma núgildandi kerfi. Margir hafa bennt á hinar ýmsu leiðir, sem væru betri og það þarf hið fyrsta að setjast yfir það hvað okkur er best í þessu sambandi og koma því á koppinn. Vissulega munu atvinnurekendur og margir forsvarsmenn launþegarhreifingarinnar rísa upp. En flestir landsmenn munu ekki standa að baki þeirri uppreisn. Það vill svo til að flestir landsmenn hafa getu til að hugsa og láta rök ráða.

Það getur ekki gengið í neinu hagkerfi að sjóðskerfi, sem stjórnað er af örfáum mönnum sem engum þurfa að standa skil gerða sinna, skuli ráða yfir fjármagni sem er margfallt það fé sem þjóðin býr til á ári hverju. Slíkt getur einfaldlega ekki gengið, ekki með nokkru móti.

Því hika ég ekki við að fordæma þetta kerfi, þó ég sé ekki tilbúinn að segja til um hvað eigi að koma í staðinn. Þar eru möguleikarnir einfaldlega fleiri en svo að nokkur einni geti dæmt um, hver sem menntun hanns er.

Það eru fræg orðin sem Einar Olgeirsson lét falla, þegar stofnun lífeyriskerfisins varð að veruleika: "Guð hjálpi þjóðinni þegar sjöðirnir eru orðnir svo stórir að þeir geti yfirtekið það sem þeim sýnist hér innanlands."

Það er langt síðan þessi spá Einars varð að veruleika. Vandinn og hættann eykst með hverjum mánuði.

Gleðileg jól, Halldór og farsællt komandi ár.

Gunnar Heiðarsson, 23.12.2014 kl. 23:32

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk Halldór og Gunnar fyrir þarfar ábendingar og umræður um þetta lífsspursmál fyrir íslenska alþýðu. Eitt af þeim stóru málum sem flestir sjá að getur ekki gengið lengur en þeir sem stjórna annað hvort sofa á verðinum eða þora ekki að takast á við þetta.

Þórir Kjartansson, 23.12.2014 kl. 23:51

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kemp the Goverments sticky dirty fingers Out of the peoples retirement money.

With Christmas Greetings from Houston

Jóhann Kristinsson, 24.12.2014 kl. 00:03

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er eitthvað því til fyrirstöðu að sett verði lög, sem geri það kleift að ríkið innheimti nú þegar hluta af skattgreiðslum þess fjármagns, sem nú liggur hjá lífeyrissóðunum (joði sleppt viljandi)? Það liggur fyrir að þetta fjármagn verður allt skattlagt við útgreiðslu, hvort eð er. Að sjálfsögðu er ekki hægt að innheimta skatt af þessu öllu, enfróðlegt væri, ef einhversem kann til verka í reiknikúnstum, reiknaði það út, sem lífeyrissóðarnir gætu greitt nú þegar. Nokkuð viss um að hægt væri að hrista hátt í einn spítala út úr þeirri greiðslu.

Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan, þar sem krían er nýmætt á svæðið og sæljón leika við hvurn sinn fingur.

Halldór Egill Guðnason, 24.12.2014 kl. 00:58

9 Smámynd: Halldór Heiðar Agnarsson

Sælir.

Það er galið að byggja lífeyriskerfið alfarið á söfnunarkerfi. Tap sjóða í kreppum er svo hrikalegt og þar á ofan margfallt tap skatttekna ríkis vegna þess hversu galin útfærslan er hjá okkur. Ekki bara eru skatttekjur tapaðar af inngreiddu iðgjaldi heldur einnig vegna lækkaðs lífeyris. Hvernig er hægt að réttlæta að lífeyrissjóðum sé falið að höndla með fé sem ekki hefur verið skattlagt. Afhverju ekki að greiða venjulegan tekjuskatt af innborgun, fjármagnstekjuskatt af innleystum hagnaði og engan tekjuskatt af útgreiddum lífeyri??? Einnig á að breyta kerfinu þannig að það verði sambland af sjóðs- og gegnumstreymiskerfi til að minnka kerfishættu.

Kveðja

Halldór Heiðar Agnarsson, 24.12.2014 kl. 01:22

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir undirtektirnar.

Gunnar Heiðarsson. þú ert upplýsandi að vanda. Gaman var að heyra að Einar Olgeirsson sá þetta fyrir sem er að gerast í dag.Það þarf ekkert sérstakt kerfi til að taka við af þessu, barta að heimta skattinn strax eins og nafni minn Agnarsson leggur til og sækja það sem ógreitt er.

Nafni minn Guðnason, kveðjur til þín undir Suðurkrossinum. Segðu okkur hvort þú sérð Suðurljósin þarna? Ég er nefnilega studum að leita að Norðurljósum með Japönum hérna. En ljósin eru treg flest kvöld síðustgu daga.

Jóhann,þú vilt engu breyta og þá finnst þér ásstadið bara ágætt þegar einhverjir guttar eru búnir að yfirtaka flugmálin í þessu landi?

En í heild. Sýnist ykkur ekki Nómenklatúran veera orðin öflug í landinu þegar öll umræða um þetta er þögguð eins og dæmin sanna' Þetta fæst ekki rætt. Enginn pólitíkus þorir að opna þverrifuna af ótta við þessa menn sem hafa völdin. Eru þeir allir komnir á teik eða óttast þeir hefndir? 

Halldór Jónsson, 24.12.2014 kl. 09:57

11 Smámynd: Ómar Gíslason

Lífeyrissjóðir greiða ekki fjármagntekjuskatt sem er í dag 20%. Þeir greiða ekki Erfðafjárskatt og sá eða sú sem deyr fyrir 67 ára aldurs, þá fer þetta fjármagn til lífeyrissjóðsins.

Makinn fær greiðslur í 3 ár (lífeyrissjóður VR) 50% af áætluðum lífeyrir 1 árið og síðan 25% næstu tvö árin, sem gera yfirleitt kringum kr. 875.000 þessi þrjú ár. Dæmi ef við leggjum kr. 10.000 á mánuði með 4% vöxtum þá gerir það eftir 10 ár kr. 27.415.640 (höfuðstóll + vextir). Með þessu móti er hægt að greiða sér sjálfum lífeyrir í 15,2 ár ef þú tekur kr. 150.000 út á mánuði.

Þurfum við ekki að fara að hugsa málið upp á nýtt. Til dæmis að rukka lífeyrissjóðina um fjármagnstekjuskatt, þeir greiða hann erlendis af sínum eigum þar, því ekki hér heima líka? Eða jafnvel að ríkið takið yfir lífeyrissjóðina og greiði öllum sem fara á eftirlaun t.d. lágmark kr. 250.000 á mánuði?

Ómar Gíslason, 24.12.2014 kl. 13:31

12 Smámynd: Ómar Gíslason

Vill bara benda á að samkvæmt 16. gr. laga nr. 127 frá árinu 1997 um lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða segir: „...Fullur makalífeyrir skal aldrei greiddur skemur en í 24 mánuði". Er þetta ekki mestar rán Íslands?

Ómar Gíslason, 24.12.2014 kl. 13:50

13 Smámynd: Halldór Jónsson

 Takk fyrir þetta Omar. Þitt sýnir svart á hvítu hvað þetta er vitlaust allt saman. Ég hef fyrir löngu lagt til að legggja þetta batterí niður og menn fái að leggja þetta inn í skúffu á sínu nafni í Seðlabanka sem greiði þér út í fyllingu tímans.

Halldór Jónsson, 24.12.2014 kl. 23:04

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er algjör misklningur að ríkið geti stjórnað lífeyrissjóðunum eitthvað betur en þeir sem stjórna þeim núna.

Er það eitthvað sem ríkið gerir betur, eg hef ekki orðið var við það, hvorki á Íslandi né hér í USA.

þessi tröllatrú á að ríkið gerir allt vel, get eg ekki skilið. 

Með Jólakveðju frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.12.2014 kl. 13:18

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að enginn okkar hafi sagt það að ríkið stjórni betur. En það getur varla stjórnað verr. ég heði sætt mig við að eiga mína skúffu í Seðlabanka bara á 3.5 % Þá væri ég að taka út hærri lífeyri en núna og  allir. Verfræðingar sérstaklega sem töpuðu eiginlega öllu sjóðnum sínum á einum apaketti sem feilspekúleraði..

Halldór Jónsson, 25.12.2014 kl. 16:19

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þess vegna er sjálfstjórnar lífeyrissjóðir svarið.

Ég er með þrjá sjálfstjórnar lífeyrissjóði 2 skatt fría þangað til að ég tek fé úr þeim og svo einn sem er skatt laus á öllu sem ég ávaxta í þeim sjóði af því að féð sem fer í hann er skattlagt áður en það fer í sjóðinn.

Var að kaupa hús 18. Desember sem eg fékk á uppbði fyrir $44,000 þarf að láta $ 30,000 í viðgerðir, leigi svo kofann á $1,200 a  mánuði. Þetta sýnist mer að sé um 20% hagnaður á ári og er net 14% þegar skattar og önnur gjöld eru greidd.

Þetta er eitt dæmi um hvernig ég stjórna mínum sjóðum.

Var að kaupa hús 22. Desember i öðrum sjóði geri við það sel það svo með góðum hagnaði.

Svona stjórna ég mínum elli sjóðum, mér ditti ekki hug að láta aðra vasast með þetta litla sem ég á.

Það að treysta á aðra að stjórna elli sjóðum hvort það eru skítugir og fingralangir rikisbubbar eða prívat bubbar, hefur aldrei endað vel.

Menn eiga hisja upp um sig buxurnar,hætta þessu útburðar væli og stjórna sér sjálfir.

Rikið fær alltaf sitt, það er kallað skattar, verðbólga og gengis sig eða hreinar og beinar gengisfellingar. 

Með innlegri Jólakveðju frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.12.2014 kl. 22:43

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jóhann

það er alltaf jafngaman að heyra frá þér.Þú ert skemmtilega klár kall og gaman að heyra hvernig þú leggur í þinn lífeyrissjóð. En einhver fasteignagjöld hljóta nú kábojarnir að leggja á húsin. Gaman að heyra frá þé um það til samanburðar við hér.Ertu annars ekki að vinna eitthvað flugtengt auk þess að gera við hús?

Halldór Jónsson, 26.12.2014 kl. 10:36

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, þú reiknar rétt og þetta hefur oft borið á góma, að eintaklingarnir eru bestir sjálfir til að ávxta eins og Jóhann lýsir.En  mér finnst alverst að láta lífeyrisjóðafurstana tapa skattfé ríkisins eins og þeir gerðu.Það hefði munað um það.

Halldór Jónsson, 26.12.2014 kl. 10:39

19 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Gunnar segir:

"Reyndar fer Eggert með smá vitleysu í sínu máli, ríkið getur ekki fengið peninga að láni frá lífeyriskerfinu með verðtryggingu einni saman. Þar þarf að vera 3,5% raunávöxtun, svo þeir vextir yrðu að vera ofaná verðtrygginguna."

Gunnar, ríkið er ekki að fá skattgreiðslurnar að láni frá lífeyrissjóðunum. Ríkið er að taka framtíðar skattgreiðslur að láni hjá sjálfu sér og kemur það aldrei fram í bókum lífeyrissjóðanna nema sem eingreiðsla til ríkisins í upphafi og svo mánaðarlega þaðan í frá.

Nauðsynlegt að ríkið færi þetta fé undir sér bókhaldi. Færslur í þetta bókhald eru skatttekjur af lífeyrisiðngjöldum og síðan greiðslur í ríkissjóð í sama hlutfalli og greiðslur til lífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna eru aðeins verðtryggðar þ.e. núverandi skattekjur ríkisins eru bara af verðtryggðum lífeyrisgreiðslum og því þarf ríkið aðeins að greiða verðtyggingu af þessu láni hjá sjálfu sér.

Verði rétthafabreytingar á lífeyrisgreiðslum þá virkar þessi sjóður sem sveiflujafnari og hefur ekki bein áhrif á afkomu ríkisins heldur afkomu sjóðsins en hann má jafna út á lengri tíma með hluta af ávinningnum af lægri vaxtagreiðslum ríkisins.  

Ávinningurinn kemur strax fram í sparnaði ríkisins í vaxtagreiðslum.

Sumir gleyma því líka að sameignarlífeyriskerfið er einskonar tryggingarfélag sem tryggir þeim sem missa heilsuna ungir lífeyristekjur sem hlutfall af framreiknuðum launum og sparar því ríkinu ómældar fjárhæðir en þetta fé kemur meðal annars úr raunávöxtum sjóðanna.

Sameignarsjóðurinn nýtist þeim best sem verða elstir en ekkert þeim sem ná bara 67 ára aldri þ.e. núll punkturinn er 67ár.

Séreignarsparnaðarfyrirkomulagið gæti verið óbreytt í núverandi mynd enda rekið undir sér bókhaldi hjá lífeyrissjóðunum.

Það er ekki raunhæft að fram komi fullmótaðar hnökralausar hugmyndir á þessu stigi en mikilvægast er að mál lífeyrissjóðanna séu upp á borðinu og þau séu rædd með tilliti til breytinga á þessu kerfi.

Eggert Sigurbergsson, 26.12.2014 kl. 15:18

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei það fer litið fyir fasteignagjöldum og kostnaði þegar keypt er cash. helvítis banka lýðurinn fær ekki neitt.

Fyrrverandi eigandi sem i þessum báðum tilfellum var Deuthshe Bank borgar kostnað að yfirfærslu á veðbokarvottorði og Title Company kostnað.

Á húsinu sem ég ætla að leigja þá eru útreikningarnir svona: Ég þurfti að greiða tæpa $1,300.00 í kostnað en fékk sömu upphæð í sölulaun. 

$44,000.00 var verð hússins, verktaki tekur tæpa $29,000.00 í að gera húsið í gott stand, leiga verður $1,200 á manuði, $14,400 á ári. Árlegur kostnaður verður $2,200 fasteignaskattur $2,000 í tryggingar og hverfissjoð.

Af því að ég veit að þú starfaðir við verkfræði þá veit ég að þú ert góður í reikningi um 20% return on investment (ROI)brúttó og um 14% ROI nettó tekjur.

Engir tekjuskattar af þvi að þetta er sjalfstyrður lífeyrissjóður. 

Ágætis  tekjur af út lögðu fé, eða er ég að reikna þetta eitthvað vitlaust?

Vona að þetta útskýri þetta.

kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.12.2014 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband