Leita í fréttum mbl.is

Orður og titlar úrelt þing

eins og dæmin sanna;
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.

 

Ef að hlotnast ofsæmd þér

af því vertu ei gleiður
því illa brennir undan sér
ómaklegur heiður.
 

Tækifærið gríptu greitt,

giftu mun það skapa.
Járnið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.
 
 
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
 
Steingrímur J. Thorsteinsson orti þessar lausavísur.
 
Orðuveitingar ríkja eru einskonar viðurkenning fyrir eitthvað ákveðið starf. Í hernaði fyrir sérstaka dáð og í borgarlegu lífi fyrir eitthvað séstakt. Í stjórnsýslunni skilst mér að orða sé notuð til þess að viðkomandi hafi eitthvað að skreyta sig með til jafns við erlenda kollegana sína sem mæta í dúfnaveislur á kjól og hvítu. Menn hafa misjafnar skoðanir á því hverjir fengu og sérstaklega hverjir ekki fengu orðu. Sérstaka athygli hlaut leiksýning Óla Forseta með bandaríska sendiherrann hér um árið. Ennþá veit enginn hið sanna í þeim gambít og hver situr uppi með sína skýringu.
 
Nú er það fyrrum formaður Framsóknarflokksins sem er formaður Orðunefndar. Menn geta sent Orðunefnd ábendingar um vænlega orðuþega. Ég hef tekið þátt í slíku án árangurs og varð megafúll við.
 
En orða per se veldur engu teljandi tjóni í samfélaginu. Því er lítil ástæða til að vera að æsa sig upp  yfir orðunni til hans Sigmundar Davíðs.Hvort hún er úrelt þing eða ekki er bara hans mál úr því hann þáði hana.
 
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband