3.1.2015 | 09:01
Laun í verkfalli?
Svo stendur í Morgunblaðinu:(Björn er Björn Sveinbjörnsson formaður Einingar-Iðju)
"»Nei, við erum ekki sátt og teljum að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við gefin fyrirheit og samninga á ýmsum sviðum. Ég nefni til dæmis fjárframlög til VIRK starfsendurhæfingar, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu virðist ríkið ætla að svíkja greiðslur til sjóðsins, sem um var búið að semja áður. Þetta þýðir væntanlega að erfiðara verður að stuðla að endurhæfingu fólks, til að komast á nýjan leik út á vinnumarkaðinn. Ríkið hefur borgað í sjóði sem styrkja sérstaklega öryrkja í okkar röðum. Framlög í þessa sjóði verða skert, sem bitnar harkalega á mörgum. Síðast en ekki síst nefni ég til sögunnar að ráðgert er að stytta tímann til atvinnuleysisbóta. Sú ákvörðun hefur mætt harðri andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar, sveitarfélögin og fleiri eru á sama máli og við. Þessi atriði og fleiri, koma ekki til með að auðvelda komandi kjaraviðræður, síður en svo.«
Björn segir að verkalýðshreyfingin ljúki væntanlega við að móta kröfugerðina til fulls í upphafi nýs árs. »Starfsgreinasambandið gengur líklega frá kröfugerðinni fyrir 20. janúar og ég geri mér vonir um að viðræður um nýjan kjarasamning hefjist fyrir alvöru við okkar viðsemjendur sem fyrst. Auðvitað vona ég að skrifað verði undir nýja kjarasamninga fyrir 1. mars, en það verður mjög líklega á brattann að sækja í þeim efnum. Mars og apríl geta þess vegna hæglega orðið mánuðir verkfallsaðgerða af okkar hálfu. Ég sé því fram á kaldan vetur, því miður. Þetta er engu að síður staða mála í dag, það er sannarlega þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni um þessar mundir. Sjálfur er ég í góðum tengslum við mitt fólk og þar er afstaðan sú sama.«
Björn segir að Starfsgreinasambandið fari fram fram á krónutöluhækkanir en ekki prósentukröfuhækkanir. »Já, þetta verður skýlaus krafa, við höfum reyndar alltaf sett fram kröfur um hækkanir í krónutölu, sem er alltaf best fyrir þá sem eru með lægstu launin. Í kjaraviðræðunum kemur ekki til greina að semja við ríkið um það sem áður var búið að semja um, en svíkja svo. Fljótlega á nýju ári kemur til með að reyna á samstöðu félaganna og ég er nokkuð viss um að öll félög innan Starfsgreinasambandsins munu þjappa sér vel saman.«
»Satt best að segja er ég lítið farinn að spá í árið 2015, en fyrstu mánuðirnir verða erfiðir og annasamir, svo mikið er víst. Annars er ég bjartsýnn að eðlisfari, en ég veit með vissu að ferðirnar suður til Reykjavíkur verða margar og sömuleiðis fundirnir. Okkar hlutverk er að rétta hlut félagsmanna og fá réttmæta leiðréttingu á launum þeirra,« segir Björn."
Það sem mig langar mest að vita, er það hvort þeir sem verkfallið beinist að muni líka greiða kostnaðinn af því? Verkfallsmenn missi einskis í launum verkfallsdagana? Svo þar á eftir í hverju réttmæti kröfugerðarinnar felst? Hvað forsendur breyttust við lækkun verðlags?
Væri ekki fróðlegt að vita hvort þetta fyrsta atriði verði eitt af kröfuliðunum? Hvort sé orðið regla að öllum verkföllum ljúki á þann hátt?
En líklega má ekki spyrja um hvort laun séu almennt greidd í verkfalli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Almennt eru laun ekki greidd meðan verkfall stendur Halldór og þekki ég reyndar ekkert dæmi þes að svo hafi verið gert. Þó er ég þessum málum nokkuð kunnugur.
Hitt hefur þurft að semja um hin síðari ár, hvenær nýr kjarasamningur tekur gildi. Hér áður fyrr þótti sjálfsagt og aldrei um það rætt, að nýr kjarasamingur gilti frá endalokum fyrri samnings. Seint á síðustu öld breyttist þetta og upphaf kjarasamninga varð að samningsmáli.
Ég gleymi aldrei þegar ég sjálfur lennti í þessu og mínir samstarfsmenn. Tekið hafði langann tíma að endurnýja kjarasamninginn og loks þegar hann hafði verið undirritaður töldu allir að hann gillti frá þeim tíma er gamla samningnum lauk. Ut fá þessu var samningurinn samþykktur. Þegar fyrsta launagreiðsla samkvæmt þessum nýja kjarasamning kom, kom í ljós að hann var látinn gilda frá undirskriftardegi. Það fór auðvitað allt í bál og brand, enda töldum við launþegarnir að þarna væri um samningssvik að ræða, en urðum að éta ofaní okkur heimsku okkar.
Auðvitað á nýr kjarasamningur að gida frá lokum þess gamla. Ef það er ekki, geta launagreiðendur leikið þann leik að tefja gerð kjarasamnings og fresta þannig launahækkunum. Um þetta eru fjölmörg dæmi, þó verstu dæmin sem hægt er að nefna séu um slíka framkomu sveitarfélaga gagnvart sínu starfsfólki. Í heil þrjú ár sátu sjúkraliðar hjá sveitarfélugum án samnings og loks þegar samið var, var gildistíminn frá undirritun. Nú ætla sveitarfélög að leika svipaðann leik við sjúkraliða, að vísu hefur verið undirritaður kjarasamningur en eitt sveitarfélag, Akureyri, neitar að samþykkja. Á meðan fá sjúkraliðar hjá sveitarfélugum ekki launahækkun.
Hitt er alveg á hreinu að enginn er á launum í verkfalli. Hins vegar eru flest stéttarfélög með verkfallsjóð, byggðann upp af félagsmönnum. Úr þeim sjóðum er úthlutað til þeirra sem eru í verkfalli. Sum stéttarfélög eiga svo digra verkfallssjóði að félagsmenn þeirra halda nánast launum í verkfalli, en algengara er þó að þarna sé einungis um að ræða hluti launa, svona rétt til að geta brauðfært fjölskylduna.
Um fjárhagslegann skaða í verkfalli þá verður hann alltaf töluverður. Sá skaði lendir á atvinnurekandanum til að byrja með, en auðvitað endar sá kostnaður á þjóðinni í heild sér. Það er þó mikill munur á því hvort verkfall valdi einungis fjárhagslegu tjóni og kannski einhverjum pirring eða hinu þegar verkföll skapa lífshættu fyrir fólk, eins og læknaverkfallið gerir.
Ég óttast veturinn. Sá ótti byggist á reynslu minni af kjaramálum. Forusta ASÍ hefur glatað öllu trausti launafólks og nánast sama hvernig samningur verður gerður, ef ASÍ verður með puttana í honum má gera ráð fyrir að hann verði felldur. Það þurfti ítrekað að kjósa um síðasta kjarasamning, til að fá hann samþykktann. Nú er launafólk harðara, sérstaklega það sem er neðst í launastiganum.
Það er þó smá glæta. Ef Starfsgreinasambandið heldur samningsumboðinu hjá sér og heldur ASÍ utan máls og ef SGS heldur sig við kröfu um krónutöluhækkun, gætu málin farið á góðann veg. En til að svo megi verða er ljóst að mikil barátta mun verða háð, ekki milli atvinnurekenda og fulltrúa launþega, heldur innan launþegahreifingarinnar. ASÍ mun ekki taka því þegjandi að samið verði um krónutöluhækun. Til að byrja með mun það þó ekki hafna þeirri kröfu, í von um að komast að samningsborðinu, en þegar til á að taka mun ASÍ aldrei samþykkja krónutöluhækkun. Til þess eru allt of mikið í húfi fyrir elítuna sem þar stjórnar og þeirra eigin pyngju!!
Gunnar Heiðarsson, 3.1.2015 kl. 10:30
Ég hef heyrt að það sé alsiða orðið að vinnuveitandi verði að greiða afturábak full laun og láta allar skaðabætur fall niður frá því að verkfall hefst.Lauk ekki kennaraverkfalli svoleiðis?
Halldór Jónsson, 3.1.2015 kl. 14:55
Ef þetta er rétt hjá þér Halldór er þarna eithhvað nýtt og algerlega siðlaust atferli í gangi. Laun eru greidd fyrir vinnu, þeirri vinnu er ekki skilað í verkfalli.
Ég held ég geti fullyrt við þig að þetta er með öllu óþekkt á almenna vinnumarkaðnum, hvernig svo sem því er hagað hjá ríkinu. Enda gefur það auga laið að fyrirtæki landsins myndu aldrei samþykkja slíka vitleysu.
En það er með þetta eins og margt annað, það er ekki sama séra Jón og Jón og allir ríkisstarfsmenn telja sig auðvita meiri menn en presta.
Gunnar Heiðarsson, 3.1.2015 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.