4.1.2015 | 10:16
Hálfrétt eða hálfrangt?
Ég rakst á þennan pistil á Pressunni.
"Að deyja af völdum krabbameins er besta leiðin til að deyja og þess vegna ættum við að hætta að eyða milljörðum í krabbameinsmeðferðir. Þetta segir vel þekktur krabbameinslæknir, Richard Smith, og er óhætt að segja að ummæli hans hafi vakið heimsathygli og eru skoðanir fólks ansi skiptar um ummælin.
Smith, sem er 62 ára, var ritstjóri hins virta fagrits British Medical Journal í 13 ár en lét af störfum þar 2004. Hann er talinn leiðandi krabbameinslæknir á alþjóðavísu og vinnur að mörgum verkefnum víða um heim.
Á bloggi hans, sem er birt á vef British Medical Journal, kemur fram að krabbamein veiti fólki tækifæri til að kveðja vini og vandamenn almennilega og undirbúa sig undir að deyja.
Þú getur kvatt, litið yfir lífshlaupið, skrifað kveðjubréf og kannski heimsótt sérstaka staði í hinsta sinn. Þú getur hlustað á uppáhaldstónlistina þína, lesið ljóð og undirbúið þig eins vel og þú telur hægt, þannig að þú sért tilbúinn að mæta skapara þínum.
Í bloggi sínu segir hann að þrátt fyrir að flestir kjósi skjótan og skyndilegan dauða þá sé velundirbúinn dauði eftir að hafa greinst með krabbamein betri. Vel að merkja eftir sjúkdómslegu án langrar og slítandi meðferðar.
Ég viðurkenni að þetta virðist rómantísk leið til að deyja en hún er möguleg með ást og umhyggju, morfíni og viskýi. Haltu þig frá alltof metnaðargjörnum krabbameinslæknum og hættum að eyða milljörðum í að reyna að lækna krabbamein og hugsanlega láta okkur deyja á miklu sársaukafyllri hátt fyrir vikið.
Margir læknar hafa nú þegar mótmælt skrifum Smiths og segja enga ástæðu til að hætta meðferðum við krabbameini."
Margir eru að velta áhrifum læknaverkfallsins fyrir sér um þessar mundir.Ríkisstjórnin virðist segja: "Call their bluff" og býður 28% meðan læknar vilja 48 % hækkun. Þar virðist sá möguleiki fyrir hendi að einhverjir deyi fljótlega vegna skorts á úrræðum.Svo segja aðrir að áberandi færri deyi á spítölum um helgar eða í góðu golfveðri þannig að það er ekki á vísann að róa í læknaverkfalli.
En fátt hef ég lesið nýlega um lækningar sem hefur komið mér eins á óvart og þessar skoðanir Dr. Smiths. Kannski finnst einhverjum þetta harðneskjulegt eða kaldlæknislegt að segja hlutina svona.En ég er nýbúinn að lesa bók Óttars Guðmundssonar um Listina að lifa og deyja. Á á mínum aldri ætti maður kannski að vera að hugsa um dauðann alla daga. En það er bara alls ekki svo í mínu tilviki. Mér bara dettur dauðinn eiginlega aldrei lengur í hug, hvað þá að hann komi mér eitthvað við. Meðan maður var yngri var þetta þveröfugt.Þá skildi maður Einar Benediktsson sem sagði að aögn að sér sæmdi enginn dauðdagi nema heimsendir.
Núna þegar maður nálgast meðalævi íslenskra karlmanna þá eru nógir aðrir til að fást við dauðann en maður sjálfur. Auðvitað á maður að vita eða þannig. En segja ekki Hávamál allt sem þarf um að "..glaður og reifur skyldi guma hverr uns sinn bíður bana." Ef til vill er Dr. Smith að segja það sama og höfundur Hávamála. Við miklum hugsanlega dauðann fyrir okkur, afl hans og valdið gilt. Þessvegna vonum við að það verði snöggt og taki fljótt af. En Dr. Smith segir að það sé ekki endilega svo eins og hann Sportin-Life segir í Porgy og Bess. Allavega hugnaðist mér prýðilega að hann minntist á viský ásamt morfíninu og ætla að reyna að muna það.
Svo hvað er rétt og hvað er rangt,hálfrétt eða hálfrangt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"LEITIÐ FYRST GUÐSRÍKIS!". (Matteus 6:33).
=Hvar er fyrirmyndar-samfélagið?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1392343/
Jón Þórhallsson, 4.1.2015 kl. 10:31
Læknirinn hlýtur að eiga við það þegar menn fá krabbamein á gamals aldri. En "hvort eð er" hugsunarhátturinn er ávallt tvíbentur.
Ómar Ragnarsson, 4.1.2015 kl. 16:52
'omar, mér dettur nú ekki í hug augnablik að hann sem krabbameinslæknir sé að lýsa andstöðu við allar krabbameinslækningar. Það er nokkuð augljóst hvaða hann á við finnst mér þar sem hann þekkir greinina og hvaða kraftaverk þar eru ekki unnin.
Halldór Jónsson, 4.1.2015 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.