Leita í fréttum mbl.is

Kamelljónin

í íslenskri pólitík eru furðu slungin.

Mörgum er í minni þegar breskir togarar máluðu yfir nafn og númer til að fiska í landhelginni. Sú aðferð var fljótlega færð yfir á samtök félagshyggjufólks á Íslandi. Kommúnistaflokkurinn breyttist í Sameiningrflokk Alþýðu, Sóslíaistaflokkinn, svo Alýðubandalagið og svo í Vinstri Græna, ef þá ekki vantar eitthvað í rununa.

Aðalsmerki leiðtoga þessara flokka var að skipta sífellt litum og lögun. Til dæmis var Steingrímur J. Sigfússon var ekki fyrr kominn í ríkistjórn með Jóhönnu og Össuri en hann gerðist eindreginn Evrópusinni, sótti um aðild í bandalaginu sem hann var á móti fyrir kosningarnar og fór með  þeim beina leið til Brüssel. Morgunblaðið lýsir þeim atburðum svo í leiðara í dag:

- Þetta minnir á Steingrím J. og Árna Þór sem hættu að skarta Che Guevara-bolunum sínum og Steingrímur J. hraðaði sér til Brussel strax eftir kosningarnar 2009. Frægar myndir sýndu hann bukta sig svo fyrir stækkunarstjóranum þar ytra, að hann sló aldargamalt met Björns Jónssonar, sem sett var í sölum Danakonungs. Ekki er þó alveg víst að Tsipras verði jafnfljótt »kassavanur« í Brussel og Steingrímur reyndist."

Steingrímur varð fljótt svo þægur í taumi AGS og Evrópusambandsins að honum var boðið "kassavönum"til Brüssel með Össuri þar sem hinar djúpu hneigingar fóru fram. Nú er þeirra valdaferli lokið að sinni. Þá er málað yfir nafn og númer VG með því að skipta um formann út á við og hugsanlega sannfæringu inn á við. Fáir vita í dag fyrir hvað VG stendur á bak við brosmildi formannsins né hvað muni ráða afstöðu flokksins til aðildarviðræðuslita.

En þá er sagt að þjóðin megi ekki til þess hugsa  aðildarviðræðunum  muni slíta formlega með ákvörðun Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæði um málið. Þá verða víst alger friðslit í íslenskri pólitík að mati þessara veisluvönu kumpána Össurar og Steingríms frá Brüssel. Nú eru menn heldur ekki lengur aðildarsinnar heldur viðræðusinnar sem þykir eitthvað fínna.

Þannig eru það ávallt kamelljónin sem eru lífseigust í íslenskri pólitík sem geta ávallt hagað seglum eftir vindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband