Leita í fréttum mbl.is

Sviss að upplifa sinn Davíðstíma

þegar innstreymi erlendra skattsvikapeninga keyrir gengið á svissneska frankanum upp um 30 % á einni nóttu.

Þetta upplifðum við Íslendingar þegar dollarinn fór úr 110 kalli niður í 55 á Davíðatímanum. Allir sóttu í háu vextina á Íslandi. Breskir og belgískir tannlæknar sóttu í "gargandi snilldina" Icesave sem borgaði miklu hærri vexti en evrópskir bánkabjánar.

Þetta var fyrir hrunið þegar Óli Forseti flaug með Jóni Ásgeiri og álíka fólki og mærði útrásarvíkingana upp til skýjanna og Siggi ætlaði að berja Davíð í New York fyrir að efast um snilld þeirra bankastrákanna.Ef við hefðum bara farið ögn gætilegar og ef Lehmans hefði ekki farið á hausinn og ef.... hefði kannski allt bjargast á brúninni. Kannski reddast þetta í næstu og kannski nýhafinni sveiflu? Eða er ekki allt á leiðinni í það sama aftur? Sömu leikendur,sömu aðferðir? Allir búnir að fá afskrifaða milljarðana sína og byrjaðir upp á nýtt? Er ekki kominn tími á að fara opna íslensk hávaxtabankaútibú aftur erlendis? Gera það kannski bara í Ameríku og Kína næst?

Munið þið hvað okkur leið vel á gamla Davíðstímanum okkar? Allir máttu eiga eins mikinn gjaldeyri og þeir vildu? Verðtryggða krónan var sterkasti gjaldmiðill í heimi. Við áttum fullt af íslenskum einkaþotum.  Hvenær fáum við þessa svissnesku tíma aftur hérna? 

Kannski kemur Davíðstíminn einhvern tímann aftur til okkar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þennan pistil.  Ég segi eins og Jón Ársæll segir svo oft: "Góður!"

Það heyrðust hjáróma raddir á Davíðstímanum þar sem varað var við lögmálinu "what goes up must come down" og því að yfir höfðum okkar væri að myndast stækkandi Daemoklesarsverð.

En þeir voru afgreiddir með orðum eins og "úrtölumenn" og "öfundarmenn"   

Ómar Ragnarsson, 17.1.2015 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband