Leita í fréttum mbl.is

Maðurinn, ekki boltinn!

er það sem gildir á fjármálavellinum þó svo sé ekki á íþróttavellinum.

Á bak við dýrðlegar sektir fjármálafyritækja eru gerendurnir fyrir innan diskinn. Þeir  greiða sektirnar með bros á vör því þeir eru blásaklausir. Þeir verða í besta falli skikpaðir bankastjórar eða hafnir til frekari virðingastatusa. Þair fá sín laun, kaupauka og lúxusjeppa hvernig sem allt veltur.

Örn Gunnlaugsson segir sögu úr viðskiptalífinu í Mogga í dag:(bloggari feitletrar að vild og bætir inn svigum)

"Fyrir þjóðarránið mikla 2008 rak ég lítið fyrirtæki ásamt fjölskyldu minni sem þjónustaði fyrirtæki í mannvirkjagerð. Við vorum í viðskiptum við Landsbankann og þegar fyrirtæki okkar festi kaup á atvinnuhúsnæði undir reksturinn gekkst ég að kröfu bankans í persónulega sjálfskuldarábyrgð fyrir láni sem bankinn veitti og nam 70% af kaupverðinu. Mér þótti bara ósköp eðlilegt að gangast í þessa ábyrgð þar sem ég hafði rekstur fyrirtækisins á mínum höndum og ef ég hefði ekki haft fulla trú á rekstrinum gat ég tæplega ætlast til að lánveitandi til fasteignar undir reksturinn hefði slíka trú. En svo kom hrunið á haustdögum 2008 eða rétt rúmu ári eftir að þessi viðskipti áttu sér stað. Við þetta hrun var ég allt í einu kominn í viðskipti við nýjan banka sem þá hét NBI ehf. án þess að hafa nokkurn tíma stofnað til viðskipta við hann. Hér er ég að sjálfsögðu að vísa í uppvakninginn sem varð til upp úr Landsbanka Íslands sem ég hefði verið í viðskiptum við í hartnær hálfa öld.

 Uppvakningurinn var svo ljónheppinn að eignast mikið af kröfum á aðila sem voru fluttir nauðungarflutningum með skuldbindingar sínar frá bankanum sem þeir voru í viðskiptum við og þar sem hér var um allt annan og nýjan banka að ræða þurfti starfsfólkið þar, sem var það sama og í gamla bankanum, ekkert að muna eftir fyrirheitum sem það gaf meðan það starfaði í gamla bankanum sem fór á hliðina, hvað þá að standa við þau. Reyndar fór þetta fólk aldrei neitt því hinn nýi uppvakningur var og er starfræktur í sömu húsakynnum og gamli bankinn var.

 Ekki þarf að orðlengja það að þessi uppvakningur hreinlega hirti allt sem tengdist rekstrinum og þurfti ég svo sjálfur persónulega að greiða til viðbótar þar sem ég var í ábyrgð fyrir umræddu fasteignaláni en þetta voru einu skuldir fyrirtækisins við bankann.

 Þrátt fyrir að hafa greitt þá þegar um 35% af kaupverði húsnæðisins nægði uppvakningsbankanum ekki að leysa fasteignina til sín heldur linnti hann ekki látunum fyrr en búið var að eyðileggja fyrirtækið. Þrátt fyrir að stóru bankarnir lékju aðalhlutverkið í að valda hruninu þá tóku þeir ekki á sig hlutfallslegan skell á móti þeim sem höfðu fengið lánað til fasteignakaupa heldur tók lántakandinn allan skellinn.

 (Nákvæmlega það sem Víglundur er að segja!)

Eftir á að hyggja þá var hrunið ekki alslæmt. Ég hef a.m.k. öðlast þá þekkingu frá hruni að þeir sem stjórna þessum fjármálaapparötum eru alveg sérstakrar gerðar og telja sig langt yfir allan almenning hafinn.

Frá því að bankinn eyðilagði rekstur fyrirtækisins hef ég og fjölskylda mín unnið að því að byggja upp sambærilegan rekstur og við vorum með og er hann talsvert smærri í sniðum þó okkur hafi tekist að byggja upp þokkalega stóran viðskiptamannahóp. Það liggur í augum uppi að við kusum að stofna ekki til viðskipta við nýja bankann eftir þá meðferð sem við fengum þar. Eitt af þeim fyrirtækjum sem voru í reikningsviðskiptum við okkar nýja rekstur leysti hinn nýi banki til sín þegar móðurfyrirtæki þess fór í þrot. Í framhaldinu skipti bankinn svo út stjórnendum þessa fyrirtækis og nú varð sú breyting á að ekki var staðið í skilum við okkur, heldur fóru greiðslur að berast með millifærslum löngu eftir eindaga í stað þess að greiðslur væru inntar af hendi með útsendum greiðsluseðlum. Þessum stjórnendum var gerð grein fyrir að svona væri ekki liðið og lokuðum við á þessi viðskipti. Í framhaldi var gerð krafa um að ef þessi aðili vildi komast í reikningsviðskipti á ný yrði fyrirsvarsmaður eiganda og stjórnendur fyrirtækisins að gangast í óskipta persónulega sjálfskuldarábyrgð fyrir viðskiptum við okkur.

(Majestedsfornærmelse!)

 Skemmst er frá því að segja að þessum aðilum þykir veiting sjálfskuldarábyrgða greinilega ekki jafnsjálfsögð og mér þótti slík ábyrgð þegar fyrri rekstur okkar festi kaup á atvinnuhúsnæðinu sem vísað er í að framan.

Þó ég geri mér grein fyrir að vera ekki skærasta gáfnaljósið í þessu ljóskupartíi sem samfélag okkar er þá held ég að ég sé örugglega ekki að misskilja neitt í þessum efnum. Því miður þá virðast þeir aðilar sem starfa innan bankakerfisins lifa í algjörri einstefnu og telja sig yfir aðra hafna. Þeir reka sig á vaxtamun sem jafngildir 1200% álagningu.

 

Allir stóru bankarnir gerðu sátt við samkeppniseftirlitið í lok síðasta árs vegna brota sem stjórnendur þeirra frömdu í tengslum við Valitor. (Veit nokkur hvar ábyrgi forstjórinn er núna???)

Þeir aðilar sem stjórna fjármálafyrirtækjunum virðast telja sig hafna yfir lög og yfirvöld líða þessum aðilum að brjóta af sér án þess að það hafi nokkrar alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa lögbrjóta.

 

Það er alveg á hreinu að fyrirtæki brjóta ekki lög, það eru einstaklingar sem það gera og það á hreinlega ekki að vera hægt að fela sig á bak við grímu þess fyrirtækis sem þessir lögbrjótar starfa hjá, en þessir stjórnendur virðast njóta algjörrar friðhelgi og fá að valsa um óáreittir í brotastarfsemi sinni. Bankarnir hafa í raun lögvarinn rétt til samráðs og valda með framferði sínu almenningi og þjóðfélaginu í heild stórtjóni.

En allt er þetta gert með blessun stjórnvalda og ekki virðist skipta máli hvaða flokkar eru við stjórn hverju sinni.(Hver eru núna kosningaloforðin um að taka á skilanefndunum??)"

Þetta ber allt að sama brunni og Vísglundur Þorsteinsson er að lýsa.Ef einkaframtakið hefði átt í hlut sætu grunaðir þegar í gæsluvarðhaldi. Ekki Nómenklatúran.

Þer maðurinn en ekki boltinn sem gildir í þessum málum.

 

Epilogue um hvernig þetta er í dæmisögu að hætti Esóps:

A YOUNG VENTRILOQUIST IS TOURING SWEDEN AND, ONE NIGHT,
> HE'S DOING A SHOW IN A SMALL FISHING TOWN.
>
> WITH HIS DUMMY ON HIS KNEE, HE STARTS GOING THROUGH HIS USUAL DUMB
> BLOND JOKES.
>
> SUDDENLY, A BLONDE WOMAN IN THE FOURTH ROW STANDS ON HER CHAIR AND
> STARTS SHOUTING, "I'VE HEARD ENOUGH OF YOUR STUPID BLONDE JOKES.
>
> WHAT MAKES YOU THINK YOU CAN STEREOTYPE SWEDISH BLONDE WOMEN THAT WAY?
> WHAT DOES THE COLOR OF A WOMAN'S HAIR HAVE TO DO WITH HER WORTH AS A
> HUMAN BEING?
>
> IT'S MEN LIKE YOU WHO KEEP WOMEN LIKE ME FROM BEING RESPECTED AT WORK
> AND IN THE COMMUNITY, AND FROM REACHING OUR FULL POTENTIAL AS PEOPLE.
> ITS PEOPLE LIKE YOU THAT MAKE OTHERS THINK THAT ALL BLONDES ARE DUMB!
> YOU AND YOUR KIND CONTINUE TO PERPETUATE
> DISCRIMINATION AGAINST NOT ONLY BLONDES, BUT WOMEN
> IN GENERAL...PATHETICALLY ALL IN THE NAME OF HUMOR!"
>
> THE EMBARRASSED VENTRILOQUIST BEGINS TO APOLOGIZE, AND THE BLONDE
> YELLS:
>
> "YOU STAY OUT OF THIS! I'M TALKING TO THAT LITTLE SHIT ON YOUR LAP."

Sjá menn hlutverkaskiptin fyrir sér??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband