27.2.2015 | 16:18
Öryggissveitir
er eitthvað sem Íslendingar þurfa að hugleiða vegna hryðjuverkaógnar.
Mér hefur dottið í hug að lögreglan myndi finna sér einhver hundruð fullorðinna manna sem andlega og líkamlega eru til þess heppilegir, að bera á sér daglega litlar faldar skammbyssur af stórum kaliber með leysimiðun. Menn mynduðu öryggissveitir á stríðsárunum og fengu hjálma merkta HS sem þeir settu upp þegar loftvarnamerki var gefið svo eitthvað sé nefnt.
Þessir menn myndu sinna sínum daglegu störfum þar sem þeir fari helst víða um en geti borið vopn sín með sér án þess að nokkur viti um þau þannig að launakostnaður yrði lítill. T.d.leigubílstjóri, strætóbílstjóri, skólavörður, lögregluþjónn á frívakt eða stöku lögregluþjónn, póstmaður, sendibílstjóri eða hver sem er. Einhverjir gætu líka verið í þessu sem aðalstarfi sem eru annars á atvinnuleysisbótum.
Þessir menn eru í mínum huga nokkurskonar aðstoðarlögreglumenn og gætu fengið frekari þjálfun sem slíkir og myndað varalögreglu. Þeir geta líka verið aðeins vopnaðir öryggisverðir í öðrum störfum.
Þessir menn myndu láta miðstöð vita hvenær og hvar þeir eru úti vopnaðir þannig að kerfið hefði yfirsýn um þá. Þeir mega aldrei láta neinn vita af vopnum sínum og mega aldrei sýna þau nema vopnuð árás sé gerð. Þetta væri leynileg öryggisvarðstaða um borgarana sem gæti skipt sköpum ef..."Only a good guy with a gun can stop a bad man with a gun."
Og hryðjuverkamaðurinn má ekki þekkja þá né vita um þá. Því það er forsenda fyrir þessa sveit að hún sé algerlega leynileg og hvorki fjölmiðlar fréttamenn eða jafnvel vissir þingmenn hafi minnstu vitneskju um hvaða menn þetta eru eða hvernig þeir eru vopnaðir.
En stofnun hennar er auðvitað gerð með heimild Alþingis með trúnaðarákvæðum svo að tilfallandi innanríkisráðherra haldi ekki blaðamannafundi um vopnabúað síðar.
Auðvitað verða einhverjir vitlausir yfir þessum hugmyndum. Þá það. En aðrir munu velta þessu fyrir sér kalt og yfirvegað. Einn svona varðmaður í Útey eða í einhverjum skóla hefði kannski getað..?
Ég þekki mikið af fólki sem ég treysti fyrir svona ábyrgð. Þó veit ég ekkert um það hverjir af þeim vildu taka svona að sér þar sem að þetta getur auðvitað verið hættulegt ábyrgðarstarf sem krefst mikils af viðkomandi.
Ef til vill er þetta hugmynd sem flestum finnst vitlaus eða óþörf. Kannski er hún það líka. Af svörum aðspurðs fólks í fréttum er líka frekar ólíklegt að almenningur telji þörf á að eiga svona öryggissveitir eins og okkar frábæru björgunarsveitir sem sýna fórnfýsi sínu fyrir oft misvitrann náungann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Kannski þú ætti að skoða stefnu þíns sjálfstæðisflokks betur ef að þú vilt koma í veg fyrir aukna áhættuþætti:
Hvaða hugmyndafræði aðhyllist þinn xd-flokkur?
http://hrydjuverk.com/category/al-qaeda/
http://www.t24.is/?p=5993
Jón Þórhallsson, 27.2.2015 kl. 17:04
Allir flokkar aðhyllast aðra hugmyndafræði en ég.
En það á sér náttúrlega einfalda skýringu: ég er til hægri.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2015 kl. 21:03
Það undarlega er, að menn sem eru "til hægri" og ættu því að vera boðberar frelsis og friðar, skuli vera spenntastir fyrir því að koma hér á vopnuðu lögregluríki með víðtækum persónunjósnum, svipað eins og kommarnir gerðu í Austur-Evrópu á sínum tíma.
Ómar Ragnarsson, 27.2.2015 kl. 21:35
Sem er einmitt það sem ég er á móti, Ómar.
Get ekki svarað fyrir Halldór. Eg man hinsvegar ekki eftir að hann hafi verið að lobbía eitthvað fyrir svoleiðis.
Það merkilegasta í öllu málinu er að VG skuli vera á móti vopnaðri lögreglu og leyniþjónsutu.
Það er sérkennilegasta hægri slagsíða á þeim flokki, eða flokki í þeirra deild, sem ég veit um.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2015 kl. 23:38
Ómar heldur ef til vill að frelsi og friður kosti ekki neitt. Að það sé gratís. Komi bara ókeypis. Að ríkisvaldið (government) hafi kannski verið fundið upp til að reka Ríkisútvarp og til að deila út bótum og þægilegri innivinnu.
Enginn hefur reynt eins heiftarlega að koma frelsi og firði fyrir kattarnef eins og vinstri menn hafa gert hér á landi. Bæði með skrílshætti, óeirðum og vopnaðri aðför gegn lögum og reglu réttarríkisins.
Þegar að frelsi og firði kemur eiga borgarar þessa lands engan hauk að finna í hornum sósíalista. Markmið sósíalista er alltaf að auka óöryggið í ríki borgarana. Að koma á varanlegum óstöðugleika í þeim tilgangi að leysa ríkið upp svo þeir geti látið greipar sópa og klæðst illa fegnum völdum.
Tilgangurinn með að hafa lögreglu í réttarríki er að koma í veg fyrir að borgararnir þurfi sjálfir að verja líf sitt, limi og eignir. Það getur ekki verið rétt að þeir sem hafa einkaleyfi á valdbeitingu séu þeir einu sem í praxís óvopnaðir eru.
En til að komast megi hjá því að lögreglan þurfi að ganga vopnvædd til daglegra löggæslustarfa, er meðal annars hægt að fela henni það hlutverk að njósna sér til um þær hættur sem eru að búa um sig meðal glæpamanna, sem eru hinir vopnvæddu í þessu samfélagi.
Styðjum því við lögregluna, sem er eini rétti handhafi valdbeitingar og vinur borgarana. Gerum henni kleyft að sinna því starfi sem hún af borgurunum er kosin til að sinna.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2015 kl. 03:34
Það er ekki vitlaus ef það sést ekki sögðu menn fyrir austan, og víst er um, að það sem sést ekki er ekkert endilega vitlausara en hitt.
Svo var til auglýsing sem hljóðað á þann veg að þú tryggir ekki eftirá, og það hafa menn margreynt á eiginskinni að er nokkuð rétt.
Því hlýtur það vera okkur mikil náð að eiga til á meðal okkar menn sem alfarið hafna hverskins öryggis vörslu, sem gerir það að verkum að við sjálf verðum að vera á vaktinni daga og nætur og hafa okkur tiltæk, verkfæri sem á Íslandi eru bönnuð öllum nema óaldarmönnum.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2015 kl. 11:15
Ómar minn, ekki ertu á móti því að verja okkar konur og börn svo og allan almenning? Fyrirgefurðu ekki löggunni sem er að bera þig úr hrauninu?Eru öll yfirvöldf þá bara fíbjakk. Hvað gerirðu viðhryðjuverkamann sem skýtur æa þig en hittir ekki? Stendurðu bara kyrr og leyfir honum að reyna aftur?
Mér finnst að þú eigir að svara þessu áður en þú ferð að fimbulfamba um mínar sðskiljanlegu vondu náttúrur og Sjálfstæðisflokksins
Halldór Jónsson, 28.2.2015 kl. 17:20
Gunnar
lögreglanokkar eer óvopnuð opinberlega. Þig varðar ekkert um það þó þeir geti verið með falda byssu undir jakkanum eða á fótleggnum eins og James Bond. Ég vil alveg njóta vafans
Halldór Jónsson, 28.2.2015 kl. 17:22
Halldór. Passaðu þig á vonda kallinum.
Hörður Þórðarson, 28.2.2015 kl. 18:47
Hörðurminn, ég held að hann vilji alveg eins ná í þig eins og mig ef ekki bara frekar
Halldór Jónsson, 1.3.2015 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.