Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjóri í Reykjavík

þótti hér á árum áður vera all mikil virðingarstaða. Hugsanlega í og með hversu margir þjóðþekktir menn hafa gegnt henni allt til seinni ára.

Með útspili Besta Flokks Jóns Garrs færðist nýr still yfir Borgarstjórn Reykjavíkur. En þessi breyting hafði átt sér langan aðdraganda þegar Sjálfstæðismenn gátu ekki náð lengur saman um eðlileg vinnubrögð þegar Davíð Oddsson lét af embætti Borgarstjóra. Þá held ég að traust kjósenda hafi beðið sinn fyrsta hnekki sem síðan vatt upp á sig og nú situr þetta forna flaggskip borgarmálanna sem áhrifalaus smáflokkur sem enginn sýnir teljandi áhuga.

Borgarstjórnmál einkennast nú af klækjum og baktjaldamakki einstakra Borgarfulltrúa fremur en að menn tali fyrir hugsjónum sínum af eldlegum áhuga. Þannig voru úrslit síðustu kosninga þau að Besti Flokkurinn og Samfylkingin misstu meirihlutann en héldu völdunum fyrr tilstilli Píratans sem komst óvænt inn.

Nú er það algengt að tæpur meirihluti reynist oft vera valtur til lengdar þó auðvitað fari það eftir skaphöfn fulltrúaanna sem í hlut eiga. Maður á því að venjast að menn ókyrrist í slíkum meirihluta ef margt gengur mót og menn vilji ekki láta vandræði koma niður á pólitískri framtíð sinni. Því skiljanlega vilja litlir aðilar ekki láta kenna sér um óvinsældir samstarfsaðilanna sem eru alltaf pólitískir andstæðingar, sem engu gleyma og ekkert þakka.

Horfandi yfir lækinn frá Kópavogi finnst mér mest áberandi hversu mjög ráðandi öflin í Borgarstjórninni, sem halda sömu stefnu í flestum málum og á því fyrra kjörtímabili, lenda í miklum og endurteknum deilum við íbúa Reykjavíkur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þær deilur sem uppi eru við alla þjóðina um Reykjavíkurflugvöll þar sem mörgum ofbýður framganga meirihlutans. Og deilur um þrengingar gatna og framkoma yfirmanns  skiplagsmála virðast ekki dæmi um eindreginn samstarfsvilja yfirvalda við íbúa og minna raunar frekar á tíð einvaldskonunga.

þegar allt er talið þá furðar mig mest á þætti formanns Pírata. Þessi oddamaður virðist lítilþægur í meira lagi miðað við það að meirihlutinn veltur algerlega á honum. Víða hefur slíkt reynst erfitt. Ég sé ekki fyrir mér að óvinsældir Borgarstjórans sem fær 90 % vantraust í 500 manna úrtaki æa Útvarpi Sögu í dag muni styrkja stöðu Pírata í næstu kosningum. En auðvitað fer þetta eftir skapgerð manna, hugsjónum og metnaði fyrir sitt sveitarfélag.

Ennþá furðulegra finnst mér þetta með tilliti til þess að þarna fer hjá Pírötum  ungur vel menntur maður og vel ættaður. Maður hefði getað búist við að hann myndi vilja nýta tækifærið og setja sitt mark á þróun Borgarinnar og sína eigin pólitísku stærð og framtíð.

En ef til vill bara skilur maður ekki lengur nútíma stjórnmál. Og kannski er bara ekkert merkilegt lengur, kannski bara í hæsta lagi fyndið, að vera Borgarstjóri í fæðingarbæ mínum Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband