16.3.2015 | 20:46
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
samþykkti að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þær yrðu ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er nákvæmlega sama hvað einstakir frambjóðendur, hvað sem þeir heita, kunna hafa sagt á framboðsfundum sem mátti hugsanlega skilja öðruvísi eða snúa því á haus og segja að flokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um slit aðildarviðræðnanna, þá er það marklaust gegn Landsfundarályktuninni.Það er hún sem gildir.
Það er alveg sama þótt einhver Guðrún Pétursdóttir heillist til að flytja æsingaræðu á fundi Samfylkingarinnar á Austurvelli um svik Bjarna Benediktssonar og birti í Kvennablaðinu, þá breytir það engu um Landsfundarályktunina. Svona eftiráspeki og útúrsnúningur og moldviðri um misskilning er minna en einskis virði.
Bréfið sem sent var er snyrtileg aðgerð til að afgreiða ómerkilegt mál án frekari málalenginga.
Íslendingar eru hættir aðildarviðræðum við ESB í samræmi við Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hér er við hæfi að rifja upp og staðfæra alkunnan texta.
Ég legg til í mestu auðmýkt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki eftirfarandi inn í skipulagsreglur sínar :
„Enginn getur tekið sæti á framboðslistum í nafni Sjálfstæðisflokksins nema hann sverji eið með eftirfarandi hætti og lofi að halda hann að viðlögðum drengskap sínum að fylgja þar með eftir í störfum sínum landsfundarsamþykktum þar sem þær koma að álitaefnum. Frambjóðendur skulu, í viðurvist kjörnefndar, leggja hægri hönd sína á hefti með landsfundarsamþykktum og lyfta hinni hönd sinni upp samtímis og sverja eiðinn.
Það ber til að líta að vart hefur nokkur geð eða samvisku til að bjóða sig fram í nafni Sjálfstæðisflokksins nema að stefna flokksins og viðkomandi fari saman.
Brjóti kjörinn frambjóðandi á þessu loforði sínu, telst hann hafa sagt sig formlega úr Sjálfstæðisflokknum og skulu nöfn slíkra máð þegar í stað úr félagaskrám sem eru innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Með þessu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn virðir það að frambjóðendur geta haft aðrar skoðanir en Landsfundur, en þeir sem hafa þær verða að finna stjórnmálastarfi sínu farveg hjá þeim flokki sem viðkomandi samsamar sig með í skoðunum.
Dýrð sé landsfundi, skipulagsreglum hans og landsfundarfulltrúuum, ályktunum og stefnu landsfundarins og heilögum anda samþykkta hans.
Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda.
Amen !“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2015 kl. 22:59
Fólk kaus að sjálfsögðu í samræmi við kosningastefnuskrár flokkanna. Það ligggur fyrir.
Ómar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 23:00
Landsfundur Sjálfstæðsflokksinns? My ass.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2015 kl. 23:33
ÓBK
ALLIR eru fegnir því að þú ert ekki félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2015 kl. 23:44
Ómar
Það væri skrítið ef kjósandi sem fer á kjörfund þekkir ekki stefnuskrá þess flokks sem hann kýs ! Er það ekki annars ?
Til hvers ætti nokkur viti borinn maður kjósa flokk á kjörfundi án þess ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.3.2015 kl. 23:46
Þetta var eins og að ræna sælgæti frá barni að gera vinstri mönnum þetta. Nú hafa þeir ekkert til að vandræðast yfir, greyin.
Sigurbjörn Friðriksson, 17.3.2015 kl. 00:13
Predikari, eða heimsýn. Þeir heimsýnarmenn banna nú og banna.
Er nefnilega merkilegt, þessi svarta hlið heimssýnar og þjóðrembinga.
Þessi yfirgangur og málefnaleysi.
Að baki búa náttúrulega sérhagsmunaklíkur sem smyrja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2015 kl. 00:19
Prédikari, ég hef tilhneigingu til að vera ánægður með þig.
'omar, ég tel aðgerðir og bréfið vera í samræmi við það sem þú nefnir. Er eitthvað sem þér finnst að vanti?
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 00:20
Byrjar Halldór nú einu sinni með andsk... Landsfundinn ! !
Er alveg sammála upphafsorðum prédikarans
Kristmann Magnússon, 17.3.2015 kl. 00:54
Landsfundurinn er bara lífsins elexír stærsta stjórnmálaflokksins.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2015 kl. 03:26
Kæri Halldór og Kristmann.
Þökk fyrir góð orð í minn garð.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2015 kl. 08:07
Þakka þér fyrir hnitmiðaða og skelegga tjáningu á einföldu máli, sem valdið hefur ótrúlegu moldviðri og búið er að eyða allt of miklu púðri í. Tek undir hvert orð með þér hér að ofan, Halldór.
Bjarni Jónsson, 17.3.2015 kl. 09:19
Ómar ekki gleyma ykkar eigin orðum fljótlega eftir kosningar þegar menn minntust á svik VG þess eðlis að það skiptir engu máli hverju stjórnmálamenn lofa, það sem skiptir máli er stjórnarsáttmálinn.
Tekið úr sögðum sáttmála
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.3.2015 kl. 09:21
Það hefur enginn svikið neitt nema sjallar og frmsóknarmenn.
Allt sem þeir segja er svikið. Allt.
Þeir geta náttúrulega ekki sagt fyrir kosningar að þeir aðalstarf verði að seylast í vasa almúgans og færa fjármuni til elítunnar og auðmannagreifa. Þá fengju þeir engin atkvæði. þessvegna verða þeir að ljúga.
Varðanfi hvað er sagt á þessum hallærislegu flokksfundum sjalla, - þá hefur flest verið samþyggt þar eða ekki samþyggt.
Skiptir engu máli hvað er samþyggt á einhverjum fundi hjá sjöllum. það skiptir máli hvað þið sjallar sögðuð í kosningabaráttunni. Það liggur fyrir. Það liggur líka fyrir að það var ALLT LYGI!
Afhverju eruð þið alltaf að ljúga sjallar?
Afhverju er heimssýn með þessa ofstækisstæla núna? Þeir og þið sjallar ætla barasta að berja þjóðina til hlýðni! Halló.
Svo vogið þið ykkur, vogið ykkur, að taka í munn ykkar orð eins og lýðræði og þjóðaratkvæði.
Staðreyndin er, að sjallar og framsóknaróbermin (eiginlega það sama og sjallaklíkan óhugnalega) gangið um ljúgandi og svíkjandi um leið og ið seylist í vasa hinna verst stæðu til að setja undir elíturassana.
Sjallar eiga að skammast sín.
Heimssýnartrúsöfnuðurinn á að skammast sín.
Framsóknaróbermin, - eru of heimsk til að eytt sé orðum á þá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2015 kl. 09:37
Hvar var lýðræðið hjá seinustu ríkisstjórn þegar reynt var að fá að kjósa um hin ýmsu ESB mál, Samtals eru þingsályktunar- og breytingartillögurnar frá þessum tíma þar sem tilraunir til að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB til framkvæmda u.þ.b. 15 talsins. Ýmist hafa þær verið felldar í atkvæðagreiðslu, ekki komist á dagskrá þingsins eða dagað uppi í utanríkismálanefnd.
http://ast.blog.is/blog/ast/entry/1358233/
Þú hlýtur að sjá hræsnina í stjórnarandstöðunni í þessu máli, þau plata almenning og segja þess umsókn einungi stil að kíkja í pakkann en hver einasta manneskja sem hefur eytt meira en 5 mín til að lesa sér til um málið sér að þetta er lýgi, eina leiðin í boði er leið aðlögunar og þegar hinn svokallaði pakki er tilbúinn til að kíkja á þá erum við búin að taka upp allt regluverkið og í raun komin inn í ESB.
Steingrímur kom fram í viðtali kastljósins degi fyrir kosningar og þverneitaði að VG væri að fara kjósa já um ESB, þetta sveik hann og flokkurinn.
Ekki fengum við að kjósa um ESB umsóknina á sýnum tíma svo ég sé enga ástæðu fyrir því að við ættum að fá að gera það núna, það á að afturkalla umsóknina svo að hún geti fengið eðlilega og lýðræðislega vegferð, eitthvað sem hún fékk svo sannarlega ekki hjá seinustu ríkisstjórn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.3.2015 kl. 11:13
Lýðræðið var það, að fyrir kosningar 2009 voru allir nánast sammála um að Aðildarumsókn væri óumflýjanleg og sumir töldu að skylda ríkisvaldsins væri að sækja strax um og láta ekki fara í þingmeðferð.
Nú, Jafnaðarstjórnin tók hárrétt á málum og lét efnisatriði fara í hefðbundið lýðræðislegt ferli, allt samkv. laga og regluverki ásamt stjórnskipunarlögum og hefðum uppá punkt og prik 100%.
Það sem hefur gerst núna er, að sjallar og framsóknarmenn hafa sett fordæmi, þar sem það þarf ekki einu sinni að spurja þingið. Næsta stjórn getur tekið málið, foringjar stjórnarflokka samið um málið bara sín á milli á meðan þeir éta rjómapönnukökur, sett Aðildarviðræður á fúll sving og í framhaldi barasta gengið í ESB og tekið upp Evru án þess að spurja kóng eða prest.
Er það það sem sjallar vilja?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2015 kl. 13:23
Ómar þú veist það jafnvel og ég að það var gerð tilraun til að spyrja þingið, ESB flokkarnir trylltust og hótuðu að halda þinginu í gíslingu það sem eftir væri, þú veist það líka jafnvel og ég að það er búið að margræða þessi mál á þingi og það eru nánast allir sammála og flestir telja það skyldu núverandi stjórnvalda að henda þessari handónýtu umsókn í ruslið.
Hér getur þú lesið enn eina ástæðuna fyrir því að þessi ESB ferð er ekki að fara virka.
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1661372/
Einnig veistu það jafnvel og allir aðrir Íslendingar að þessi umsókn var stoppuð af seinustu ríkisstjórn af því að þeir gátu ekki haldið áfram og þeir vissu það, enginn einstaklingur á þessu landi með gáfnafar yfir frostmarki myndi samþykkja það að aðlagast sambandinu eins og ESB heimtaði.
Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að það er MIKILL munur á því að (hætta við þessa umsókn sem var komið á með svikum og prettum án þess að tala við þing og þjóð) og (gang inn í sambandið án þess að spyrja kóng eða prest).
Þetta er munurinn á því að heimta þjóðarkosningu um að gera ekki neitt í þessum málum og að ganga í sambandið, það er EKKERT sem stoppar næstu ríkisstjórn að fara í þessa vegferð aftur, það er ekki eins og það sé verið að loka á ESB að eilífu amen.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.3.2015 kl. 14:10
OBK
Þú veist að upp komst um að vinur þinn jarðfræðineminn er mestiraðlygari stjórnmálasögu Íslands.
Þetta rifjaði Loki Laufeyjarsson skilmerkilega á blogi Páls Vihlálmssonar :
„Mesti þjófnaður frá landnámi var þegar Steingrímur J stal atkvæðum af þúsundum Íslendinga undir því fororði að VG mundi standa gegn því að sótt yrði um aðild að ESB enda var það í fullu samræmi við stefnuskrá og ályktanir flokksins. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
Atli Gíslason þingmaður VG sannreyndi að samkomulag var á milli forystumanna VG og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB áður en kosið var og sannast því að Steingrímur J laug blákalt að þjóðinni degi fyrir kosningar. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar." Sjá hér: http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/
Loki Laufeyjarson, 17.3.2015 kl. 13:41“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2015 kl. 14:30
Halldor Björgvin
Þú ert ekki með þann texta sem var samþykktur. Þetta var samþykkt:
"Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn telur að varnir landsins séu best tryggðar á þeim tvíþætta grundvelli sem felst í aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna."
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:06
Það er þessi texti sem var samþykktur og ekkeert annað. Þetta er stefna flokksin og ræða Guðrúnar Pétursdóttur eer til skammar þar sem hún feer með herinar lygar
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:07
Atli Gíslason gefur sannferðuga lýsingu á karaktér Steingríms J. hvernig þessi maður laug og sveik sig inn á þjóðina í kosningunum 2009. Þessi maður er sannur Júdas og ætti að fara norður í Þistilfj-rð og hafa reisn til að hverfa úr pólitík með þessa frammistöðu á bakinu.
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:10
Ómar Bjarki Kristjánsson. Málflutningur þinn eer til skammar svo mjög sem hann er byggður á lygum og rangfærslum eins og öllum er ljósar nema þér.
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:12
Auk þess ertu greinilega illa uppalinn dóni Ómar Bjarki og ættir að temja þér kurteisilegra orðfæri eins og þetta fólk sem þú ert að skamma hér á síðunni sem er þó greinilega klassa fyrir ofan þig að allri gerð.
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:16
Assgoti er Dóri minn hvassyrtur núna.
Ríkisstjórnin gerði það eina skynsamlega miðað við stöðu ESB málsins. Augljóslega fráleitt að gefa stjórnarandstöðunni færi á þrátefli og að taka Alþingi í gíslingu aftur vegna þessa. EN... Auðvitað höfðu þeir frambjóðendur sem afbökuðu landsfundarsamþykktina í sínum málflutningi fyrir kosningar, ekkert umboð til slíks.
Þorkell Guðnason, 17.3.2015 kl. 17:55
Sæll nafni, það er rétt þessi texti sem ég er með er úr stefnu yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar, það var í raun aukaatriði þarna þar sem ég var að minna hann Ómar vin okkar á það að þegar VG sveik allt sem hægt var að svíkja í ESB málum þá komu hann og félagi hans í ESB málun Jón fram hvað harðast og þverneituðu um að nokkuð hefði verið svikið því að stjórnarsáttmálinn og stefnuyfirlýsingin var það eina sem skipti máli, ekki hvað einstaka stjórnmálamenn lugu í landann daginn fyrir kosningar, þar liggur hræsnin sem ég var að benda á hjá honum Ómari 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.3.2015 kl. 19:16
Nafni Björgvin
'eg held að tilvitnuðu textarnir frá okkur báðum nái fullum smahljómi við það sem stjórnin hefur nú gert. Það varði ekki farið í gang með nýjar viðræður nema þjóðin styðji það. Og að fara í viðræður er það sama og að vilja ganga inn, eða er það ekki ljóst? Því verður að spyrja beint Viltu ganga inn eða ekki? Ef þú vilt ganga inn þá greiðuir þjóðin atkvæði um það mál fyrst og viðræður hefjast svo ef þjóðin segir já við inngöngunni. Og þá er spurning, er rétt að tæpur meirihluti eti sett þjóðina í ESB með kassnki tæðan helming í fýlu? Er það sanngjarnt? Þyrfti ekki aukinn meirihluta til að hægt yrði að vera sáttur við þetta.
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 20:17
Já Keli, þetta var eiginlega of hvasst hjá mér við hann Ómar Bjarka sem hefur sínar skoðanir eins og aðrir, en hann eer líka með leiðinlegt orðfæri sem spilla fyrir því að menn taki hann alvarlega, Ég er að skamma hann til þess að leiða honum fyrir sjónir að það er í hans þágu að vera ögn mildari í orðavali. Ég veit alveg að ég er dóni að upplagi en reyni stundum að dylja það.
Halldór Jónsson, 17.3.2015 kl. 20:20
Væri ekki kærkomið, til að tryggja mannsaæmandi umræðu, með og á móti þessu blessaða ESB, að menn eins og Austfjarðaafdalabúandinn sem fátt virðist skilja annað en hatur, í garð þeirra, sem ekki hugsa eins og hann, sé bara hundsaður og hent út í hafsauga, sem ómerkilegu inndala(hillibyllly) ...engu? Blótsyrðin geta allir viðhaft. Fíflaröksemdir, getur hver sem er gert. Það er ekkert mál að gera lítið úr öðrum, en það er stórmál að standa fyrir skoðunum sínum.
Ómar Bjarki er EKKERT af þessu, án þess að ég ætli taka manninn fyrir boltann, boltan fyrir mannin, eða esb fyrir ómaríubjörk inn á dölum, þar sem enginn nennir að vera lengur, nema svona óbermi.
Það er ekkert mál að drulla yfir aðra, en bíddu bara. Einn góðan veðurdag gætirðu þurft á aðstoð að halda, Ómar Bjarki. Sú aðstoð kemur örugglega ekki frá Brussel. Hún kemur frá nágrönnum þínum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.3.2015 kl. 02:14
Hvað svo sem landsfundaályktanir segja, sem væntanlega eru búnar að fara í svo marga hringi að það hálfa er nóg, þá horfa kjósendur til þess hvað sagt er í aðdraganda kostninga. A.m.k voru frambjóðendur ekki ámyntir af flokknum, sem einfaldlega þíðir að flokkurinn fyrir sitt leyti hafi lagt blessun sína yfir málflutningi frambjóðenda. Um þetta getur þú ekkert hártogað Halldór, þettaer staðreynd!!!
Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.