Leita í fréttum mbl.is

Viđ erum ekki gjaldgeng

"međal ţeirra ţjóđa sem viđ berum okkur helst saman viđ" ţegar menntun er annars vegar. 

Svo stendur í Mogga:

"Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra segir ađ ástćđa ţess ađ Íslandi var ekki bođiđ ađ taka ţátt í ráđstefnu OECD, svonefndri ISTP-ráđstefnu, sé sú hvađ stađa grunnskólanema hér á landi í lćsi sé slök. Á ráđstefnunni er ţeim löndum bođin ţátttaka sem ţykja skara fram úr hvađ varđar lestrarkunnáttu nemenda eđa hafa bćtt sig mjög mikiđ. Íslandi hefur veriđ bođiđ á ráđstefnuna ţar til nú í ár. 

Menntamálaráđherra sagđi í samtali viđ Morgunblađiđ ađ stađa Íslands í alţjóđlegum samanburđi vćri ţađ slök ađ Íslandi vćri ekki bođiđ til ráđstefnunnar, sem haldin verđur í Kanada nú í lok marsmánađar.

 

Illugi bođar mikiđ átak til fimm ára, í samvinnu viđ sveitarfélög og grunnskóla landsins, ţar sem lagt verđi til atlögu gegn ólćsi. Hann segir ađ á nćstu vikum muni hann kynna niđurstöđur úr vinnu sem unnin hefur veriđ á grundvelli hvítbókarinnar, sem hann lagđi fram síđastliđiđ sumar. <netfangiđ>agnes@mbl.is "

Ţetta er ágćtt innlegg í nćsta kennarverkfall sem fer brátt ađ hefjast. Börnin kunna ekki ađ lesa sér till gagns og ţví komumst viđ ekki á ráđstefnur.

Til viđbótar vil ég nefna eigin könnun sem ég stunda ţegar fćri gefst á í ferđalögum međ ţýskum börnum. Ţau geta öll savarađ ţví á stundinni hvađ 7 x 8 er eđa hvađ sem spurt er úr margföldunartöflunni. Fćstir íslenskir grunnskólanemendur í 10. bekk geta svarađ svona spurningum. Ţetta segir mér ađ grunnskólinn er í tómu tjóni. Getur hvortki skilađ lćsum né reiknandi nemendum eins og áđur var ţegar voru jafnvel 30 í bekk.

Ţetta er afleiđing af fćkkun í bekkjum og blöndun í bekkjum sem leiđir til ţess ađ námshrađinn miđast viđ ţann lélegasta og öllum leiđist í skólanum, bćđi tossunum og ţeim betri. En ţađ er alvega sama ţótt almenningur sé ađ rövla, nómenklatúran og kennaraelítan ákveđur ţetta allt fyrir okkur. Ţađ er alveg sama hversu mikiđ Illugi ćtlar ađ rembast nćstu fimm árin. Ef "undirstađan er ei réttleg fundin"  er allt hitt og kjarabćtur tilgangslaust.

Viđ erum ekki gjaldgeng lengur hvađ reikning og lestur áhrćrir og aumingja kennaranir fá ekki ađ fara á ráđstefnu í Kanada.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

En hvađ ég er innilega sammála ţér í dag, enda erum viđ báđir međ cand.is gráđur úr Ísaksskóla á sínum tíma !  En ţađ ţarf ađ taka hendinni til víđar - iđnmenntunin er öll í lamasessi hjá okkur og ţar ţarf svo sannarlega ađ taka til hendinni.  Múrarar leggja í gólf ţannig ađ hćsti punktur gólfsins er oftast ţar sem gert er ráđ fyrir niđurföllum - alls konar fólk gefur sig út fyrir ađ vera sérfrćđingar í flötum ţökum, sem síđan mígleka o.s.frv. o.s.frv. Ţađ virđist vera skelfilegt ástand í flestum ţáttum kennslu hjá okkur 

Kristmann Magnússon, 19.3.2015 kl. 22:06

2 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţá erum viđ bara gjaldfeld, eins og í svo mörgu öđru.  Ljómandi ađ vera sérstakur.

Hrólfur Ţ Hraundal, 19.3.2015 kl. 22:22

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţađ tekur tíma ađ laga ţetta,sérstaklega ţarf ađ skerpa á aganum. ţađ ćtti nú ađ vera hćgt ađ setja skilyrđi um ţćgđ,án ţess ađ foreldrar taki ţađ nćrri sér.

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2015 kl. 23:18

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ţarft innlegg hjá ţér Halldór. Varđandi margföldunartöfluna: ţegar ég ţurfti ađ lćra hana, um miđjan 7. áratuginn, fór lćrdómurinn fram heima, ein tafla í einu, og mađur ţurfti ađ kunna ţetta ţegar mađur var tekinn upp í skólanum daginn eftir, eđa svo.

Mér var ekki skemmt viđ ţennan heimalćrdóm: mamma hlýddi mér yfir og gaf sig ekki fyrr en ég kunni ţetta. Hún var djöfulsins grýla í ţessu. - Á međan biđu 2-3 skólasystur á stigaganginum eftir mér. Enda hafđi ég bođađ ţćr til mín í skólaleik. Ég lék kennarann. Og ein ţeirra hafđi meira ađ segja tekiđ tvíböku međ sér í nesti.

En ţćr fengu ekki ađ koma í skólaleikinn til mín fyrr en mamma var &#39;búin ađ berja margföldunartöfluna inn í hausinn á mér&#39; - Ţetta virkađi: ég lćrđi töfluna og sá lćrdómur hefur gagnast mér í lífinu.

EN: ein samstarfskona mín sem hafđi búiđ í Ástralíu um tíma, og var međ ungar dćtur sínar ţar, sagđi mér ađ ţađ vćri hefđ ađ hafa keppni í margföldunarkeppninni í skólum ţar.

Svona keppni er hvetjandi fyrir skólakrakka, og ţađ mćtti taka ţetta upp hér á landi. T.d. skólakeppni og sigurvegarar skólans fćru í úrslitakeppni sem vćri ţáttur á RÚV. Ţađ mćtti sameina svona keppni međ lesskilningskeppni á RÚV ađ sama skapi. Ţetta gćti veriđ örvandi fyrir grunnskólanemendur.

Á RÚV er Útsvariđ. Ţađ er fyrir fullorđna. Vćri ekki tilvaliđ ađ örva grunnslólanemendur í margföldun og lestri međ spennandi keppni fyrir ţann aldurshóp?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 19.3.2015 kl. 23:33

5 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Rétt sem Helga Kristjáns segir um agann. En ég kynntist aga sem er ekki til í dag.  Ţess vegna segi ég ađ viđ ţurfum herskyldu í ţrjú ár, til ađ ungt fólk lćri ađ bera virđingu fyrir landi sínu og ţjóđ.    

Hrólfur Ţ Hraundal, 20.3.2015 kl. 00:02

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ţetta međ margföldunartöfluna, - ađ ţá er náttúrulega ekki jafn mikilvćgt ađ kunna hana utanbókar eins og var í gamla daga.

Man vel eftir ţessu.  Gríđarleg áhersla á ađ kunna margföldunartöfluna utanbókar.

Í dag skiptir ţađ ekki nćrri eins miklu máli ađ kunna margföldunartöfluna utanbókar.  Ţađ er nóg ađ skilja hugmyndina á bak viđ magföldun almennt.

Kennsla og nám er orđiđ á miklu fleiri sviđum e í gamla daga.  Utanbókarlćrdómur er óţarfi í nútímasamfélagi og ţegar fólk ţarf ekki ađ eyđa tíma í ađ lćra utanbókar, - ţá gefur ţađ fćri á svo miklu fleiri sviđum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.3.2015 kl. 00:18

7 Smámynd: Sigurbjörn Friđriksson

Ađferđin til ađ gera námiđ leiđinlegt og fćla nemendur frá ţví: 

Íslenskukennslan er orđin ađ &#132;málvísindum&#147;.  Malfrćđi, setningarfrćđi, bragfrćđi o.s.frv.  Elli lögđ áhersla á  framburđarkennslu eins og  Ćvar heitinn Kvaran leikari vildi ađ innleiđa í skólana.  Ég hef spurt marga af vinum og kunningjum mínum sem tala og rita dágóđa íslensku, hvort ţeir viti hvađ eftirfarandi er t.d.: &#132;núliđin ţáskildagatíđ&#147;, &#132;viđtengingarháttur&#147;, hver er munurinn á &#132;miđmynd, ţolmynd og germynd&#147; o.s.frv., fćstir vissu svörin en mundu óljóst yfir ţessum málfrćđiheitum. Svo má ekki gleyma &#132;Z&#147; kennslunni sem mörgum varđ fjötur um fót í prófum, tilgangslaust kennsluefni í dag.

ALGEBRA.  Ég spurđi kunningjana mína úr &#132;Versló&#147; sem allir ţurftu ađ lćra algebru, hvenćr ţeir notuđu síđast algebru eftir ađ ţeir komu úr skólanámi.  Enginn mundi eftir ţví ađ hafa nokkurn tímann notađ algebru.  &#150; Til hvers ađ kenna ţetta?

Dönskukennsla.  Erfiđasta norrćna tungumáliđ, gert ađ skyldunámi ţví ţeir voru herraţjóđ okkar í nokkrar aldir og &#132;gáfu&#147; okkur handritin til baka, sem viđ áttum.  Tungumál lítillar ţjóđar sem önnur lítil ţjóđ er gert ađ lćra í skyldunámi.  Hćttum Dönskukennslu og kennum frekar &#132;hjálp í viđlögum &#150; skyndihjálp&#147;, meira í &#132;tölvufrćđum&#147;, &#132;réttindi og skyldur ríkisborgara&#147;, &#132;fjármálalćsi&#147; og annađ sem nýtist fólki í daglega lífinu í annađ en ađ geta lesiđ HJEMMET og FAMILIENS JOURNAL.

Svo eru menn hissa á ţví ađ ungmenni, helst strákar séu hundleiđir á tilgangslausu námsefninu sem er hvort sem er

Leiđinleg fög gerđ ađ skyldunámi, notuđ sem atvinnubótavinna fyrir ofmenntađa einstaklinga sem hvergi geta fundiđ sér vinnu annarsstađar.

Sigurbjörn Friđriksson, 20.3.2015 kl. 16:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband