23.3.2015 | 02:14
Ferill aðildarumsóknarinnar
um aðdraganda aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu er rakinn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins svo skilmerkilega að betur verður varla gert.
Vegna þeirrar fullyrðingar að enginn lesi Moggann lengur finnst mér hæfa að birta þennan pistil hér á þessu bloggi sem sananlega einhverjir lesa skv teljaranum.
Þeir sem það lesa hafa þá að minnsta kosti ekki ástæðu til að bera fyrir sig að þeir sjái ekki Moggann.
En Reykjavíkurbréfið hljóðar svona:(Bloggari sleppir fyrirsögnumog feitletar að sínum hætti)
Umræðan um samþykkt ríkisstjórnarinnar á bréfi utanríkisráðherra hennar til Evrópusambandsins varð heldur dapurleg. Samt varð hún eins og við mátti búast.
Til aðildarumsóknar að ESB var stofnað snemma árið 2009. Ekki hefur verið rætt um málið af heilindum síðan. Þá var línan lögð og allur ferillinn varðaður óheilindum, ósannindum, leikaraskap og blekkingum.
Þó fór þar mál sem sumir aðstandenda sögðu það mikilvægasta sem rekið hefði á fjörur þessarar þjóð- ar. Þjóðin sú var þá í uppnámi, illa löskuð eftir dramatíska atburði haustsins á undan. En nú hefur komið á daginn og er almennt viðurkennt, ekki síst ytra, að í beljandanum sem brast á brugðust íslensk peningamálayfirvöld hárrétt við. Þau ákváðu á ögurstund að öllu varðaði að þjóðinni yrði ekki gert að axla ábyrgð annarra á því sem gerst hafði. Það tókst að leggja þessa línu þótt valdamenn og valdablokkir Evrópu hefðu aðra stefnu og sóttu hana af harðfylgi.
Í Evrópu var ákveðið í hásölum valdsins að hagsmunir lánastofnana skyldu ganga fyrir öllu öðru. Þar var illum launað. Stjórnendur þeirra höfðu breytt sér í spákaupmenn og átt á tryllingslegum uppgangstíma óeðlilega samfylgd með peningalegum áhættufíklum.
Velferð þessara var nú sett í forgang og saklaus almenningur landa evrunnar látinn tryggja skaðleysi skaðvaldanna. Íslendingar voru beittir miklum þrýstingi um að fara sömu leið. Sú saga hefur ekki enn öll verið sögð. Það var erfiðara að standast þann þrýsting og hótanir sem honum fylgdu, vegna þess að innlendir að- ilar, þar með taldir allir fjölmiðar landsins, einnig Morgunblaðið, lögðust á sveif fjárglæfranna. Sama liðið fór síðar hamförum í Icesave-málinu, sem ýmsir létu undan þá, og háir þeim síðan. Ef núverandi forysta hefði verið í Seðlabankanum haustið 2008 myndi Ísland vafalaust hafa farið leið Grikklands og Spánar. Blásið til valdsóknar og byltingar
Á haustmánuðum ársins 2008 hófust með leynd þreifingar stjórnarflokksins Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um að sprengja ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Mótmæli voru skipulögð á strategískum stöðum og athygli markvisst beint frá þeim sem spilað höfðu stærsta rullu í ógöngunum.
Að lokum var svo komið að engu mátti muna að hið fámenna hugrakka lögreglulið landsins fengi ekki tryggt að skríll næði ekki stjórnkerfinu á sitt vald. Fjölmargir, sennilega flestir sem tóku þátt í mótmælunum, gerðu það af réttlátri reiði, en ekki til að kollvarpa hinu seinfengna lýðræði landsins.
Í fyllingu þessara óláta splundraðist ríkisstjórnin og ný var mynduð. Sú var minnihlutastjórn undir forystu þess flokks sem allra flokka mest hafði ýtt undir hömluleysi útrásarvíkinga og gert allt sem mátti til að koma í veg fyrir að spyrnt væri við fótum. En þegar stjórn var mynduð undir forystu þess sama flokks duttu öll mótmæli í dúnalogn. Gott skipulag og ótrú- lega samræmdur áróður höfðu skilað sínu.
Framsóknarflokkurinn lét undan þrýstingi og veitti ríkisstjórninni hlutleysi, sem var óþarfi, því að forseti hefði skipað minnihlutastjórn án þess. Hlutverk minnihlutastjórnarinnar var að undirbúa kosningar, en hún lét ekki við það eitt sitja.
Sjálfstæðisflokkurinn var sem lamaður í þinginu, ef frá eru taldir reyndir þingmenn á borð við Björn Bjarnason og Sturlu Böðvarsson. Kosningabaráttan var fyrirsjáanleg. Sjálfstæðisflokkurinn tók þann kost að ráði almannatengla að vera með afsakið-fyrirgefið þið- upplit alla kosningabaráttuna og sogaði þar með til sín alla sök á áfallinu sem varð, á meðan Samfylkingin, flokkur útrásarvíkinganna, komst upp með að láta eins og hún hefði komið til landsins daginn áður, eftir langa dvöl á suðurskautinu. Falska flaggið dregið niður Það stefndi strax í sigur vinstri-flokkanna tveggja og að mynduð yrði hrein vinstristjórn en Framsókn fengi ekkert fyrir sinn snúð.
En engum datt í hug að fyrsta verk nýrrar vinstristjórnar yrði að gjörnýta hið íslenska tjón og koma þjóðinni vankaðri inn í ESB, ekki frekar en að hin tæra vinstristjórn myndi gefa erlendum kröfuhöfum tvo stærstu banka Íslands!
Mönnum var vorkunn varðandi fyrra atriðið. Allir vissu að Vinstri grænir, undir forystu hins skelegga Steingríms J. Sigfússonar, voru langhörðustu andstæðingar aðildar Íslands að ESB. Ýmsir töldu, þegar þarna var komið, ástæðu til að óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ónýtur í þessu máli. Töldu jaðarstuðningsmenn flokksins því nauðsynlegt að setja atkvæði sitt á þá sem helst mætti treysta í þessu örlagamáli.
Þeir, eins og hefðbundnir kjósendur VG, gengu öruggir til svefns síðasta kvöld kosningabaráttunnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hafði talað tæpitungulaust, eins og svo margoft áður. Ekkert fór á milli mála. Orðaskiptin voru þessi:
Sigmar Guðmundsson: Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig bíddu Ástþór kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: Nei!
Sigmar Guðmundsson: vegna þess að þannig hefur samfylkingarfólkið talað.
Steingrímur J. Sigfússon: Nei!
Sigmar Guðmundsson: Að þetta byrji í sumar? Steingrímur J. Sigfússon: Nei!
Sigmar Guðmundsson: Hvenær getur þetta byrjað? Steingrímur J. Sigfússon: Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræðurgagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði Vinstri grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.
Og það er annað verra. Allir vita nú, að þegar þessar heitstrengingar voru hafðar uppi, var þegar búið að handsala það að ríkisstjórnin myndi án tafar láta Ísland sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fullyrt var að fyrirheit lægju fyrir um að Ísland fengi hrað- ferð inn í ESB.
Það eru vissulega til mörg dæmi um gráan leik í stjórnmálum. En pólitísk svikamál fram að þessu eru eins og putar hjá risa. Það gat hver maður sagt sér að þegar upphaf máls af slíkri stærð var reist á öðrum eins svikum, yrði ekki neinu að treysta í framhaldinu. Staðfesting þess var ekki langt undan.
Atkvæðagreiðsla um þingsályktun um aðildarumsókn var skilgetið afkvæmi sögulegra svika Steingríms J. Sigfússonar. Ráðherrar í ríkisstjórninni greiddu atkvæði með málinu, en tóku fram við atkvæðaskýringu úr ræðustóli, að þeir hefðu aldrei á ferli sínum verið meira á móti því að ganga í ESB en einmitt það augnablikið (Svandís Svavarsdóttir o.fl.). Forkastanlegt tal af þessu tagi var allt hluti af leikaraskap um að undanþágulausar reglur um aðildarviðræður við ESB giltu ekki um Ísland.
Kommissarar ESB mega eiga það að þeir ýttu aldrei undir þennan skilning. Í trúnaðarsamtölum við stjórnarliða og stjórna.
Sótt hefði verið um aðild að ESB í samræmi við gildandi reglur þess. Þær reglur lægju aðgengilegar fyrir og í þeim sérstaklega tekið fram að engar undantekningar væru gerðar. Slíkt hefði verið heimilt áður fyrr, en slíkar heimildir væru ekki lengur fyrir hendi.
Í skýringum við reglurnar var aðildarumsóknarríki hvatt til þess að gefa aldrei í skyn að samningaviðræður við sambandið færu fram. Viðræður færu fram en þær væru ekki samningaviðræður í neinum skilningi. Þær snerust eingöngu um að fara yfir það, hvort umsóknarríki hefði aðlagað lagaumhverfi sitt fullkomlega að lagaramma ESB. Fulltrúar ESB í viðræðunum ákvarða einir hvort umsóknarríkið hafi uppfyllt öll slík skilyrði. Engir samningar fara fram um það.
Um þetta geta engir deilt, nema þá þeir einir sem eru tilbúnir til að rífast um það, hvort sólmyrkvi hafi orðið í gær.
Stjórnarandstaðan krafðist þess vorið 2009 að fram færi þjóðaratkvæði um það, hvort sækja skyldi um aðild. Stjórnarflokkarnir höfnuðu því með þeim rökum að ekki væri hægt að greiða atkvæði fyrr en aðildarsamningur lægi fyrir. En eins og áður sagði liggur hann í raun fyrir frá upphafi. Aðeins óheiðarlegir menn geta haldið öðru fram. Menn á borð við þann, sem horfði framan í þjóðina kvöldið fyrir kosningar í maí 2009 og sagði henni ósatt. Reglur ESB liggja fyrir og Íslandi ber, sem umsóknarríki, að samþykkja þær allar. Ella fær það ekki aðild. ESB býður ekki umsóknarríkjum upp á matseðil til að velja af, eins og Hollande, forseti Frakklands, orðaði það og þurfti ekki hann til. Hitt var svívirðilegt að verja þremur árum til að láta samþykkja lög og tilskipanir ESB án þess að fá nokkuð í staðinn og þykjast svo ætla að spyrja þjóðina þegar allt hafði verið samþykkt hvort hún vildi fallast á aðildarsamning. Menn úr öðrum flokkum, jafnvel Sjálfstæðisflokknum, fóru á bak við þjóðina með þessum hætti. Þeir eru þó ekki margir og fæstir merkilegir.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn skömmu fyrir kosningarnar 2013 til að leggja síðustu hönd á stefnu flokksins fyrir þær. Kosningastefna flokka er misjafnlega skýr. En í Evrópumálum þurftu kjósendur Sjálfstæðisflokks ekki að kvarta að þessu sinni.
Samt belgja sumir sig út eða eru samanklemmdir, eftir því hver á í hlut, og fullyrða að einstakir frambjóðendur hafi gefið til kynna á fámennum fundum í aðdraganda kosninga, þeir væru tilbúnir að ganga á svig við samþykkta stefnu flokksins. Hafi það gerst sem hljómar ósennilega fréttist það ekki út.
Allur þorri kjósenda í landinu vissi því ekki annað en að samþykkt stefna flokksins í aðdraganda kosninga gilti og engin undirmál væru í gangi. Þeir vissu jú að einstakir frambjóðendur hefðu ekkert umboð til að hlaupa frá stefnu í mikilvægu máli, sem landsfundur hafði sérstaklega áréttað fáum vikum fyrr. Ef slíkt tæki að tíðkast yrði ekkert að marka þennan burðarás íslenskra stjórnmála lengur.
Kosningarnar fóru þannig að ESB-umsóknarflokkar rústuðust. Niðurstaða kosninganna var því í góðu samræmi við kosningastefnu beggja viðtakandi stjórnarflokka. Tapflokkarnir höfðu að vísu í raun hætt öllum viðræðum við ESB misseri fyrir kosningar án þess að bera það undir þingið. Þeir höfðu ekki einu sinni haft fyrir því að nefna uppgjöfina við utanríkismálanefnd þingsins og enginn bar þá framgöngu undir prófessora í lögfræði.
Ástæða þessa alls liggur nú fyrir. Hefðu Össur og Steingrímur sýnt á ESB-spilin sín þá hefðu aðeins hundar blasað við og afhroð flokkanna orðið enn stórbrotnara en varð.
Það datt ekki nokkrum manni annað í hug, en að það hreina formsatriði að jarða dauðar aðildarviðræður yrði afgreitt á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan, sem þá var orðin, átti ekki sjálf von á neinu öðru. En þá hófst óskiljanlegt sjónarspil. Aðili úti í bæ var fenginn til að fimbulfamba um það, hvernig staðan væri í Evrópu, eins og ríkisstjórnin á Íslandi væri hin eina sem vissi ekkert um það.
Hinir rassskelltu gömlu stjórnarherrar voru ekki þekktastir þingmanna fyrir að trúa á framahaldslíf og göptu þegar þeir áttuðu sig á að nýja stjórnin virtist lögst í spíritisma. Loks var þó flutt þingsályktunartillaga um að kasta rekunum, en meðferð hennar varð ekki lokið, af því að stjórnarandstaðan varð sér til skammar en samt var ákveðið að hún ætti að stjórna þinghaldinu. Framhaldið þekkja menn því miður
Svo var allt í einu ákveðið að senda bréf með bænastefi til Brussel um að embættismenn þar yrðu svo liprir að sýna góðan skilning á því að Ísland vildi ekki lengur vera umsóknarríki. Það hafði stækkunarstjórinn þá vitað í tvö ár. Hann taldi því fyrst að flotið hefði til sín flöskupóstur. Í skýringum hér heima var tekið fram að að þetta undarlega afbrigði hefði verið brúkað til að forðast offors við ESB. Hvernig gat það komið til? ESB hafði að eigin sögn beðið í tvö ár eftir því að Ísland tilkynnti sér að landið væri hætt við að sækja um aðild því. Embættismenn ESB höfðu beinlínis beðið um að slík tilkynning yrði ekki dregin. En svona varð þetta. Og þýðir ekki um að fást. Og þótt farið hefði betur á því, að láta aðra semja bréfið en Íslandsdeild ESB í utanríkisráðuneytinu, sem stjórnað er af íslenska stækkunarstjóranum, þá var þó loks búið að koma frá sér þessu snifsi. En þá tók ekki betra við. Auðvitað byrjuðu sérvitringar innan þings og utan að fabúlera um bréfið. Árni Páll Árnason, sem þó er lögfræðingur, talaði um að bréfið sem átti að koma í veg fyrir íslenskt offors, væri engu að síður allt að því landráð.
Sjálfsagt hafa sérfræðingar utanríkisráðuneytisins rokið til við að skoða mál gamla Vitkuns svo ekki stæðu þeir á gati kæmi fyrirvaralaust boð á fund.
Árni lögfræðingur og fleiri töldu líka að stjórnarskrá landsins væri brotin með bréfinu vegna þess að í 1. grein hennar stæði að á Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn! Vita þessir menn virkilega ekki hvað felst í þeim orðum? Og sitja á þingi. Þurfa þeir laganema á fyrstu viku náms til að stafa þetta ofan í sig? Slík orð hefðu kannski óskýrð ruglað einhvern í Grænuborg en varla á þinginu, þótt þessar tvær virðulegu stofnanir virðist stundum eiga sandkassana sameiginlega.
Jafnvel þeir sem vitna í það sem gerist í tölvuleikjum, sem heimild um veruleikann, ættu ekki að þurfa að fipast svo illa. Og aðrir, sem svo sannarlega eru ekki á þessu stigi, töluðu um það að fyrra bragði, að hvergi í bréfi utanríkisráðherrans, sem ríkisstjórnin hefði samþykkt, væri talað um slit eða riftun viðræðna! Ef maður hefur drukknað, verið skotinn og hengdur í framhaldinu er þá galli á frásögninni, ef ekki er tekið fram hvort hann dragi enn andann eða ekki?
Felst það ekki í tilkynningu (ekki bænakvaki) um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að viðræður, sem ekki hafa farið fram á þriðja ár, muni ekki fara fram eftir að Ísland er hætt að vera umsóknarríki? Hvaða endemis aulagangur felst í tali af þessu tagi? Hvernig geta þingmenn leyft sér slíkt tal?
Er hægt að undra sig á því að þingmenn Pírata leggist í athugun á því hver staðan sé í tölvuleikjunum, þegar þingmenn, sem vilja að jafnaði láta taka sig alvarlega, tala svona? Eru þeir viljandi að ýta undir ruglanda og bjálfahátt? Ef svo er, hvað gengur þeim til? Hefur þjóðin gert þessum þingmönnum eitthvað?
það skiptir kannski ekki höfuðmáli hver höfundurinn sé að þessum pistli. Þó munu þeir margir sem telja sig vita það og vildu jafnvel fegnir geta skrifað af svona skýrri þekkingu á þessu endemis máli sem beinlínis eer að draga stórlega úr lífskjarasóknargetu þjóðarinnar. Þras um.þetta hrútómerkilega málefni yfirskyggir annað,eyðileggur störf Alþingis og lamar vitræna umræðu um aðkallandi vandamál svo að menn sjá ekki fram á daginn né veginn.
Aðaatriðið finnst mér er að hér er rétt frá skýrt og ekkert undan dregið sem hver sá sem fylgdist með stjórnmálunum á þessum tima getur staðfest.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Stílbragðið kunnugt og minnir um margt á heljarslóðarorrustu Grøndals að lesa.
Allt er þetta satt og rétt og jafnvel dregið úr Sirkúsnum. Það hefði kannski verið að æra óstöðuga að ræða stjórnarskrármálið samhliða, því það er óaðskiljanlegur hluti málsins.
Blaðið allt hefði kannski ekki dugað undir það, en vonandi kemur önnur eins grein um það, sérstaklega í ljósi þess að það verður aðal kpsningamálið eftir 2 ár.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2015 kl. 04:33
Jón Steinar,
Mér finnst um margt Steingrímur J. Sigfússon uppfyla staðalímynd Útvarps Sgu og Péturs Gunnlaugssonar á stjórnmálamönnum fjórflokksins. Gersamlega samviskulausir atvinnumen, sem hugsa aðeins um eigin hag og völd en treysta svo blint á heimsku kjósenda sinna að þeir geti sagt þeim hvaða sögur sem er. Sem virðist rætast nokkuð vel því Steingrímur er keikur og flytur sínar ágætu æsingaræður í þInginu meðágætum og ekkert verr en áður en hann varð ráðherra í næstliðinni stjórn.
Halldór Jónsson, 23.3.2015 kl. 14:33
Þetta hér er umhugsunarvert: María Strömvik, lektor og aðstoðarprófessor við Lundarháskóla í Svíþjóð, ritar á Facebooksíðu sína pistil þar líkir hún frægu bréfi utanríkisráðherra til ESB við sápuóperu í tíu þáttum og rekur gang mála.
Episode 1.
In a surprise move, Iceland's foreign minister sends a letter to the European Commission, implying but not explicitly stating his wish to formally withdraw Iceland's application for EU membership.
Episode 2.
The whole Icelandic corps of political journalists struggles to decipher the contents of the letter. The foreign minister says it means that Iceland has ended the applicant status with the EU.
Episode 3.
The EU does not understand what the letter says. The European Commission is forced to hold a press conference about Iceland's status without actually saying anything about Iceland's status.
Episode 4.
The Parliament, Alþingi, which was not consulted or even informed about the letter, is shocked. A special session is convened. When asked why he did not consult Alþingi, the foreign minister replies: "as you know, I tried to run this past you guys last year, but you didn't agree so the issue got stuck. I did not want this to happen this time."
Episode 5.
The citizens of Iceland get angry. Really angry. Despite a raging snowstorm, they take to the streets to protest against the sending of the letter.
Episode 6.
A law professor tries to clarify the situation. With a highly unusual interpretation of democratic principles, she says: "the foreign minister did the right thing. The decision of Alþingi to mandate the previous government to negotiate for a possible EU membership is not in any way binding for the present government, since there has been an election after that decision."
Episode 7.
Alþingi is furious by now, so it sends its own letter to the EU Commission saying that the previous letter from the Icelandic foreign minister is not valid.
Episode 8.
The foreign minister is shocked by Alþingi's letter to the Commission, and calls it "a coup d'etat".
Episode 9.
The European Commission has by now had a week to consider the situation, and holds a new press conference. "As far as we know," the Commission says, "Iceland has not withdrawn its membership application."
My suggestion for episode 10:
maybe the Commission could send a letter back to Iceland, saying that "you are welcome back to the negotiating table when you have established some basic principles of democracy"
Guðlaugur Hermannsson, 23.3.2015 kl. 15:54
Guðlaugur.
Ekki sýnir þessi lektor mikla akademiska hugsun og heimildavinnu eins og háskólasamfélög með einhvern snefil af metnaði vinna eftir.
Til dæmis hefur henni láðst að geta þess að það er mikill minnihluti Alþingis sem er æfur yfir þessu bréfi sem ráðherranum er frjálst að skrifa, en gleymmir einnig að geta þess að ríkisstjórnin situr í umboði mikils meirihluta þings. Þar af eru einungis 2 ekki sammála þessari málsmeðferð og var löngu vitað.
Ekki telst þetta „fræðimaður“ eftir svona flopp. Hún kemst í hinn vafasama flokk Hidiríðasona og prófessora á Íslandi sem veita pöntuð álit - ég þarf vart að nefna nöfn, þau eru alþekkt, alræmd og aðhlátursefni annarra fæðimanna, nema þegar um fræðimenn í sama fræðasviði er um að ræða - þá eru þeir æfir yfir því að menn sem nota sama fræðititil draga þann titil í svaðið í pólitískum tilgangi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2015 kl. 16:46
P.S.
Guðlaugur
Þessi viðbrögð sýna einmitt hversu lítils Evrópusambandið líta ríkisstjórnir aðildarlanda sinna og þjóðþing.
Svona félagsskap þarf maður ekki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2015 kl. 16:48
Predikari! Þú verður í ESB innan fárra ára. Megin þema hennar var nú lítilsvirðing ríkisstjórnar við vilja þjóðarinnar. Það er grundvallaratriði í lýðræði að vilji meirihluta nái fram að ganga. ESB aðild er ekki pólitísk heldur hagsmunamál almennings og fyrirtækja. Í dag virðast hagsmunir minnihlutahópa vera betur borgið utan ESB þrátt fyrir minnihlutann þá náði þessi minnihluti meirihluta á Alþingi með loforðum sem svikin voru strax að kosningum loknum. Þetta ofangreinda atriði er andstætt lýðræðishugsjón ESB ríkja og þeirra þegna.
Guðlaugur Hermannsson, 23.3.2015 kl. 17:10
Guplaugur.
Þú veður í villu og svíma og berð höfði þínum við stein lygamöntru flugfreyjunnar, jarðfræðinemans og dr. Össurs / „Skeggja“.
Þau sviku þessa þingsályktun inn á þjóðina ogf neituðu í ein 20 skipti að bera umsóknina undir þjóðina með blekkingartali sem ekki sæmir siðuðu fólki með greindarvísitölu yfir stofuhita, eða með samvisku í lagi.
Sjá loforð jarðfræðinemans í kastljósinu :
.
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
.
Þá er sönn frásögn Reykjavíkursbréfsins á þessu ólánsferli svikahrappanna, flugfreyjunnar, jarðfræðinemans og dr. Össurar „Skeggja“.
Hvers vegna neituðu þessir kónar að setja umsoknina í þjóðaratkvæði ? Það er vegna þess að það er vitað um áratuga skeið að þeir eru einungis um 12-20% þjóðarinnar sem vilja ganga inn í þetta skriffinabákn ESB - og afsala okkur sjálfstæðinu fyrir 0,06% atkvæða á ESB þinginu.
Svo finnst Guiðmundi Steingríms hann hafa litla prósentu hér !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2015 kl. 17:21
Guðlaugur
Þá er búið að opinbera hin fullkomnu svik síðustu ríkisóstjórnar :
Þú veist að upp komst um að vinur þinn jarðfræðineminn er mesti raðlygari stjórnmálasögu Íslands.
Þetta rifjaði Loki Laufeyjarsson skilmerkilega á blogi Páls Vihlálmssonar :
„Mesti þjófnaður frá landnámi var þegar Steingrímur J stal atkvæðum af þúsundum Íslendinga undir því fororði að VG mundi standa gegn því að sótt yrði um aðild að ESB enda var það í fullu samræmi við stefnuskrá og ályktanir flokksins. Sjá hér:
.
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
.
Atli Gíslason þingmaður VG sannreyndi að samkomulag var á milli forystumanna VG og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB áður en kosið var og sannast því að Steingrímur J laug blákalt að þjóðinni degi fyrir kosningar. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar." Sjá hér:
.
http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/
.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2015 kl. 17:26
Prédikari, hefurðu nokkurstaðar séð Seingrím J. gera grein fyrir sínum loforðum og efndum? Er maðurin ekki móralskur vanviti(idiot) sem komst svona langt á lygum og svkum án þess að nokkur tæki eftir honum ? Maður hefur heyrt talað um sðblinda einstaklinga.Ef við lítumá verisem eftir þatta fólk liggja
Halldór Jónsson, 24.3.2015 kl. 02:16
Kæri Halldór.
Nei ég hef hvergi séð jarðfræðinemann gera neina grein fyrir loforðum sínum eða vanefndir þeirra. Það mun engin þörf né dæmi um að hann þurfi að benda á loforð sem hann hefur haldið - hann þyrfti að vera í flokki Gnarrs þar sem lofað er að svíkja öll loforð, enda fara engar sögur af loforðum sem jarðfræðineminnn hefur efnt.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2015 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.