30.3.2015 | 23:53
Bankar og braskarar
skipuleggja húsnæðisekluna með sveitarstjórnarmönnum hér sunnanlands.
Rétt eins og var eftir stríðið. Þá leystu menn þetta með Höfðaborg og sænsku húsunum sem voru flutt inn. Og sumarbústöðum í Kópavogi og í Smálöndum. Svo kom Smáíbúðahverfið. Menn byggðu sjálfir á lóðum sem sveitarfélögin sköffuðu fyrir lítið og á lánum. Nú er ekkert hægt nema emja og vandræðast. Þó er undravert hvað íslenskir trésmiðir eru fljótir að byggja þegar byrjað er á því. Tækninni hefur fleygt fram en það er eins og hún geri bara allt dýrara en það var.
Hinn nýja kynslóð sveitastjórnarmanna virðist ekki kunna annað en að búa til blokkarlóðir þar sem verktakar með bankaaðgang fá lóðir til að byggja tilbúnar íbúðir sem kosta 3-400.000 kr/m2 Engar aðrar lóðir eru í boði nema rándýrar með yfirtökugjöldum. Einbýlishúsalóðir á svona 15 milljónir og annað eftir því.Þeir virðast trúa því að fyrst kaupi menn lóðina og svo byggi þeir hratt og vel. Ekki öfugt í neinu tilviki. Svo er hert útgáfa af Byggingareglugerð Kratanna frá ESB látin auka kostnað eins og hver vill með allgildri hönnun fyrir alla í hjólastólum. Ekkert lán nema að undangengnu greiðslumati sem leiðir til þess að lunginn af unga fólkinu getur aldrei eignast neitt húsnæði. Hér áður fór allt aflið í að byggja og fólk var svona búið þegar börnin fluttu að heiman.
Ég var að horfa á hverfi í Orlando sem er snyrtilegt með fullkomnum götum. Timburhús með bílskýlum svona í Mikðfellsklassa sumarbústaða. Hálfgerðir hundakofar finnst mér auðvitað núna miðað við flotta bústaði hjá okkur. En þetta eru einbýli sem kosta 8 milljónir þegar flutt er inn. Með lóð. Maður sér að það er byggt við þetta og sumstaðar eru komin flott hús.
Í Ventura getur fólk keypt íbúðir á þessu verði í fjölbýlum. Þarna eru eignaríbúðir en ekki félagslegar leiguíbúðir. Timburblokkir þjóta upp í nágrenninu. Líklega á félagslegum grunni. Gólfin úr fjöldaframleiddum gitterbitum. Krossviður og aftur krossviður og tværfjórar. Sprinkler í hvert herbergi og ekkert getur brunnið..
Af hverju er fólk knúið af ríkinu og bæjum að byggja hér 500 ára kastala sem þola fallbyssuskot í veggina og jarðskjálfta upp á 7 Richter. Af hverju ekki fjaðrandi timburhús sem eru enga stund í byggingu? Fjölskyldan getur byggt þetta undir handleiðslu fagmanna? Hvað liggur sveitarkassanaum á að fá peninga fyrr en fólk er flutt inn og farið að greiða útvsvar? Hvort vill maður búa heima á hótel mömmu eða fá 15 milljónir í húsnæðislán og flytja inn fyrir það?
Eygló setur lög og lög og Dagur pantar leiguhúsnæði.Ekkert gerist samt. Húsnæðiseklan er söm við sig. Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn og eign fyrir alla-stefnan? Skyldi enginn sveitarstjórnamaður geta hugsað um að gera fólki kleyft að byggja ódýrt?
Verður allt að þjóna bönkunum og bröskurunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór, mig langar til að nefna það, í tilefni að þú fræðir okkur á að sveitarfélög lánuðu aðilum til að kaupa ódýrar lóðir eftir stríð til að byggja á.
Hér snemma á 7. áratugnum leigðu hjón sem ég þekki í kjallara í Kópavogi, þar sem þau hófu sinn búskap. Næsta skref var að komast í eigið húsnæði. Hann var smiður ... og þau byggðu í fjögurra íbúða húsi í vesturbæ Kópavogs.
Ég spurði fyrir nokkrum árum hvernig þau fóru að því að fjármagna þetta á sínum tíma. En á þessum tíma voru engin hefðbundin húsnæðislán í boði eins og er í dag. En þau sóttu um lán.
Og fengu neitun. Nema með því skilyrði að kjósa ákveðinn flokk sem var við völd í Kópavoginum á þeim tíma.
Nú voru góð ráð dýr. Þau snéru sér að 'góðum' einstaklingi sem þau höfðu góð fjölskyldutengsl við (en ekkert skylt), en það var Alþýðubandalagsmaður, og síðar þingmaður. Hann reddaði þessum ungu hjónum, þannig að þau fengu lán!
Og þeim vegnaði vel í lífinu og eru nú komin á eftirlaun.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 31.3.2015 kl. 00:31
Já Halldór og til hvers fundu menn upp húsaleigu bætur sem gera ekkert annað en að hækka húsaleigu. Húsaleigu bætur eru handa leigusalanum þó þær fari í gegnum leijandan.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2015 kl. 07:37
Ingibjörg, ég er ekki fróður um það hvort menn hafi fengið lánaðr lóðir íKópavogi í den,. En það kann að vera.
Hrólfur, auðvitað eer þetta rétt hjá þér. Styrkir til fátækra renna alltaf til hinna efnaðri.
Halldór Jónsson, 31.3.2015 kl. 08:45
Sæll Halldór og takk fyrir ágætan pistil.
En það þarf ekki að örvænta, Dagur reddar þessu, eða þannig. Borgarstjórn var á dögunum að kynna nýtt íbúðahverfi í Reykjavík. Það er að sjálfsögðu niður í miðbæ og fellur undir það sem "sérfræðingarnir" í Tjarnarkofanum kalla "þétting byggðar.
Þarna er um að ræða litlar íbúðir, væntanlega fyrir þá sem minna mega sín eða eru fastir á götunni. Meðalstærð íbúðar er um 60m2 og innifalið í þeirri tölu geymsla. Ekki kom fram í kynningunni hvernig bílastæðamálum væri háttað, en miðað við fyrri "afrek" þessa meirihluta má gera ráð fyrir að þau séu naumt skömmtuð.
Þetta er auðvitað frábært framtak hjá Degi og félögum í Tjarnarkofanum. Þarna er svo sannarlega hugsað til þeirra sem vantar húsnæði og komið til móts við það fólk, unga fólkið sem er að hefja sinn búskap. Enda ætti kytra upp á 60m2 að meðtaldri geymslu, að duga flestum sem fyrsta húsnæði.
Svo er bara spurning hvernig unga fólkið á að finna sér fjármagn til að kaupa herlegheitin. Fermetraverð þessara íbúða er að meðaltali um ein milljón króna!! Víst er að fólk sem er að hefja búskap á í fæstum tilfellum 60 milljónir undir koddanum og það verður því að redda láni fyrir kaupunum. Kannski Dagur líti þetta háa verð sem tryggingu fyrir því að ekki verði mögulegt fyrir þetta fólk að eignast bíl, að þar sé lausnin á bílastæðafæðinni fengin.
Eins og ég skil þinn pistil er megininntak hans það að fólk fái að leggja meira eigið vinnuframlag í byggingu síns húsnæðis, sé ekki bara þiggjendur stórverktakanna. Þannig var þetta megnið af síðustu öld, fólk vann eins og það gat sjálft við byggingu eigin húsnæðis. Þetta hafði ótvíræða kosti, sparaði fólki lántökur og gerði það ánægðara með sitt. Það byggði sjálft það sem það bjó í.
En eins og þú nefnir, þá ná klær ESB hingað til lands og þær eru ekki hrifnar af slíku framtaki. Megin þemað á þeim bænum er þiggja það sem að er rétt og borga ríflega fyrir.
Og þannig ætlar Dagur að leysa húsnæðisvandann. Hann finnur einhvern blett niður í miðbæ, þar sem lóðaverð er hærra en á nokkrum öðrum stað innan borgarmarkanna, færir þessa lóð í hendur fjármálamanna sem aftur ráða einhverja verktaka til að byggja örsmáar og rándýrar íbúðir. Svo verður þetta fólk sem leitar sér húsnæðis bara að borga svona eins og eina milljón fyrir hvern fermeter sem það þiggur úr hendi Dags og það í grjóthörðum peningum. Vinnuframlag er ekki í boði.
Gunnar Heiðarsson, 31.3.2015 kl. 09:27
Gunnar Heiðarsson
ég held að þú sjáir þetta fyrir.
Með þennan Hjálmar Sveinsson í liðinu eru Degi allir vegir færir.Óvinir Reykjavíkur eins og hún var eitt sinn eru þessir í meirihllutanum.
Halldór Jónsson, 3.4.2015 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.