Leita í fréttum mbl.is

Samkomulagi við Írani fagnað

á Vesturlöndum.

Friðkaup hafa tekist við blóðugu múllana.

Stendur eitthvað um það í þeirra trúarbók að halda skuli samninga við villutrúarmenn?

Styrjöldin sem var við dyrnar núna verður þá ekki fyrr en seinna þegar Merkel og Obama fljúga heim frá sinni München.

Það bíður arftaka þessara tveggja kjörnu leiðtoga að greiða úr stöðunni. Rouhani erkiklerkur glottir út að eyrum svo fullkominn viðsemjandi sem hann er. Hann hefur fengið andrúm og leikið á þetta fólk allt saman.

Allah og Múhameð standa með honum og fólki hans í Iran sem er allt sem hann þarf. Tími reikingskaparins mun renna upp þar sem hinir vantrúuðu munu hljóta makleg málagjöld.

Íslendingar gerðu vel í að hafa hátt viðbúnaðarstig gagnvart einræðisríknu Íran. þaðan getur mörg óværan borist. En stund reikningskaparins fyrir pennafólkið á myndunum mun trúlega renna upp innan sjö ára eða svo. Það er ekki hægt að semja við einræðisöfl. Þau hafa einfaldlega aðrar leikreglur.

Spyrjum samt að leikslokum þegar við fögnum samkomulagi við Íran. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Hvað segirðu Halldór, hefðir þú frekar kosið að ekki væri samið við Írani?  Þú vilt kannski, eins og margir bandarískir hægrimenn, ráðist inn í landið og varpa á það sprengjum?

Segðu mér, hvort heldurðu svona almennt að almennum borgurum á Vesturlöndum stafi meiri hætta af Íran, eða írönskum borgurum af stríðsherrum Vesturlanda?

Voru það annars ekki Vesturlönd sem studdu valdarán í Íran 1953 og komu til valda einræðisherranum Mohammad Reza Shah Pahlavi?  Hversu oft hefur Íran tekið þátt í valdaráni í Bandaríkjunum?

Ég vona svo sannarlega að óbreyttir Íranir, sem eru tæpar 80 milljónir, eigi fyrir höndum friðsamlega framtíð, að þeir geti gengið til sinna starfa, notið þess að sjá börn sín vaxa úr grasi, lifað góðu lífi, eins og við viljum öll. Því innst inn erum við öll býsna lík og viljum meira og minna hið sama í þessu lífi.

Einar Karl, 4.4.2015 kl. 09:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nethanyahu  bað um betri samning í Washington. Hann var fáanlegur. Fólkinu leið vel kjá Palvei. Hann var hinsvegar of deigur við drápin. Það var Kohmeini ekki.

Það þarf að losa Írani við klerkastjórnina með einhverjum ráðum og láta fara fram kosninar í landinu. Þú færð mig ekki til að trúa því að þeir kjósi múlla yfir sig. Sannaðu til að þeir verða komnir með bombuna bráðum.

Halldór Jónsson, 4.4.2015 kl. 09:49

3 Smámynd: Elle_

Nú verð ég að játa að ég veit ekkert um þetta valdarán Vesturlanda í Íran sem Einar Karl skrifar um.  Hinsvegar, hvað finnst heitum ESB-sinnanum Einari Karli um það að ESB-ið hans studdi valdarán í Úkraínu?  Hvað hafa Úkraínumenn oft ráðist inn í ESB-lönd og tekið þátt í valdaráni þar? 

Elle_, 4.4.2015 kl. 14:41

4 Smámynd: Elle_

 Og ekki bara studdi valdarán.  Þeir voru í forystu þessir miklu dýrðlingar.

Elle_, 4.4.2015 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband