Leita í fréttum mbl.is

Magnaður maður

per sæviksem tengist Íslandi í gegn um Fafnir Offshore Steingríms Erlingssonar og fleira stórmennis er hann Pétur Sævík.

 

http://www.sysla.no/2015/04/03/grunderne/har-tatt-storre-sjanser-enn-jeg-liker-a-tenke-pa/

Þarna geta menn lesið um hinn magnða mann Per Sævik í Heröy og Fossnavåg. Leikmannaprédikari, f. 1940, og lærisveinn Hans Nielsen Hauge, leikmannaprédikara, sem á þúsundir áhangenda sem kalla sig "Haugianer-a". Hauge þessi var maður sem ég hafði ekki hugmynd um þar til áðan og lést 1829, aðeins 53 ára, sem stærsti iðnrekandi Noregs með 7000 manns í vinnu eftir að hafa sætt ofsóknum og dvalið mörg ár í fangelsum.

Per Sævik lýsir öllum iðjuhöldum Noregs, síðan meistara hans Hauge leið, sem smáguttum. Sjálfur er hann aðeins með 3000 manns í vinnu hjá Havila Shipping , skipasmíðastöðinni Havyard og ferjuskipafélaginu Fjord 1.

Hann byrjaði með tvær hendur tómar 15 ára á trillu. Stofnaði þrisvar til stórrekstrar á ævinni og missti margt. Tók stærri viðskiptaáhættur en hann kærir sig um að muna. Býr enn í fyrsta húsinu sem hann og kona byggðu fyrir húsnæðismálalán 1970. Hefur setið á Stórþinginu. Bindindis- og bókstafstrúarmður sem reynir að lifa sjálfur eftir eigin prédikunum.Hefur eytt meiri tíma í ketilgalla og klofstígvélum en í jakkafötum. Talinn eiga eina 40 milljarða.  

Skipasmíðastöð hans er að byggja skip númer 2 fyrir Fáfnir Offshore Íslendinga. Hið fyrra er Polarsyssel sem er í þjónustu Sýslumannsins á Svalbarða. Seinna er vistvænt hybrid skip sem gengur mikið til fyrir rafmagni. Bæði eru dynamic positioning skip, eða skip sem halda stöðuhniti í sjó með mörgum tölvustýrðum skrúfum og því líklega þrefalt dýrari en skip af svipaðri stærð. 

Væri nú ekki úr vegi að senda menn til Per Sævik til að tala við hann um nýja Vestmannaeyjaferju. Byggja hana sem vindskip eftir prinsipi Terje Lade þar sem öruggur vindur er alltaf aðra leiðina milli lands og Eyja sem gefur fría ferð. 

Per Sævik er nefnilega magnaður maður.

                            

vindskiphoved-800x450VINDSKIP


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband