Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðiskjarakerfið

er viðfangsefni Óla Björns Kárasonar í vikulegri grein Morgunblaðinu í dag.

Hann vill kaupa verkfallsréttinn af heilbrigðisstarfsmönnum og bendir á leiðir til þess.

Ég minnist þess að Jónas H.Haralz sagði í einni af sínum frábæru ræðum, að opinberir starfsmenn, sem hann var líka, yrðu alltaf óánægðir með kjör sín,-svo lengi sem þeir héldu áfram að vera opinberir starfsmenn. Margt sagði Jónas spaklegt á sinni ævi en þetta festist einhvernvegin í mér þegar það var sagt.

Ég held að við verðum að fara þá leiðir sem Óli Björn bendir á. Þær verða ekki auðveldar og kannski ekki allar færar. 

Ég held að hluti af lausninni sé að einkavæða meira af heilbrigðisþjónustunni. Ef maður lítur til Orkuhússins  þá er maður gersamlega gáttaður hversu þjónustan  er þar frábær þó að læknarnir verði ennþá að framkvæma stærstu aðgerðirnar á ríkisspítölunum. Sama á raunar við aðrar Læknastöðvar þó Orkuhúsið skari eitthvað fram úr í skipulagi.

Ég hef velt fyrir mér heilbrigðiskjaravandanum eins og aðrir þó nokkuð heilbrigður sé enn LSG.

Ég er helst kominn að því að ríkið kostnaðargreini aðgerðir og meðferðir á völdum sjúkdómum í auknum mæli. Sjúklingar geti ávísað þeim kostnaði sem ríkið vill greiða fyrir tiltekna aðgerð eða meðferð. Sjúklingur megi vísa þessari inneign til einkaaðila gegn tilboði þeirra.  Sjúklingurinn eigi sjálfur mismuninn sem gæti myndast eftir besta tilboðinu sem getur verið takmarkaðra en toppgæðin og frítt fæði.  Ef hann fær ekki tilboð þá verður hann að bíða þangað til að opinberi spítalinn geti tekið hann.

Þarf ekki eitthvað að gera? Er ekki hægt að taka fleiri svið þjóðlífsins fyrir með þessum "Miltónska" hætti.

Mikið hefði verið gaman að fá hann Jónas heitinn til að kanna þetta mál. Það hefði hann leyst fljótt og vel.  Kannski er bara enginn hans jafnoki sjáanlegur og því verði allt látið sitja við það sama?  Frá Þýskalandi minnist ég einkasjúkrahúsa frá minni tíð þar. Kannski er það núna horfið í kratismann.

Ljóst er að núverandi Heilbrigðiskjarakerfi okkar stendur ekki undir væntingum sjúklinga. En hvort má tala um breytingar er auðvitað annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband