25.4.2015 | 18:37
Vitrænar samræður
um húsnæðismál átti ég á fámennum en góðmennum fundi Sjálfstæðismanna fyrir hádegið.
Menn fóru þar að tala upp úr þurru um hvernig unga fólkið ætti erfitt með að standast þessi greiðslumöt núorðið. Jafnvel fólk á miðjum aldri sem er að skipta um húsnæði og stækka við sig lendir í hremmingum. Greiðslumetarinn tekur eignina sem fjölskyldan á fyrir á fasteignamati en nýju eignina á söluverði sem og auðvitað gengur ekki upp svo allt er í basli eða ekkert hægt. Ungt fólk á auðvitað enga möguleika á standast þetta mat frekar en við hefðum aldrei gert í gamla daga þegar þegar við skítblönk vorum að byrja og engir nema Framsóknarmenn fengu lán önnur en húsnæðislán sem allir þó fengu út á fokheldu. Það lán dugði fyrir þriðjungi af íbúðarverðinu. Þá fékk maður meira að segja fríar teikningar af öllu húsinu hjá Húsnæðismálastofnun.
Nú er eins og borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík til dæmis haldi að ungt fólk standist greiðslumat til að kaupa í nýbyggingum í Vatnsmýrinni á 5-700.000 kr/m2. Einhver fornaldareðla í stjórnmálum sem hét víst Sjálfstæðisflokkur og er víst sagður kominn í bráða útrýmingarhættu talaði þá oft um eign fyrir alla og nauðsyn séreignarstefnu í húsnæðismálum. Það er einhver smáflokkur með þessu nafni á Alþingi en hann minnist aldrei á neitt lengur um svona heimspeki svo vitað sé. Uppteknari við kvótamál og vínsölu í verslunum. Helst talar hann bara um vexti,verðtryggingu og svo vaxtabætur, bankabónusa, sölu á Landsvirkjun og Landsbanka svo og skort á leiguhúsnæði eða félagslegar lausnir í húsnæðismálum.
Umræðan er svo um heilaga verkfallsrétti opinberra starfsmanna sem flestir eru að verða ekki hvað síst fyrir hans tilstilli, í BHM eða ekki. Enginn prédikar lengur fyrir neinu af hinum gömlu gildum þessa gamla flokks nema kannski Óli Björn og líklega fyrir steindaufum eyrum því eini flokkurinn sem bætir við sig er Píratar og nú með sjálfan Bubba innanborðs. Enda allir fjölmiðlar nema einn andsnúnir öllu nem félagslegum lausnum.
Ég fór að rifja upp tímana þegar Smáíbúðahverfið var byggt án þess að hafa upplifað það sjálfur nema að maður hjálpaði stundum eldri vinnufélögum á kvöldin og um helgar.Það var til fullt af myndum inni í Steypustöð þegar ég kom þar þar sem voru myndir frá þessum tíma þar sem maður sá þjóðkunnug andlit vera að steypa á kvöldin hvort hjá öðru, kellingar með krakka halarófu á eftir sér að skafa timbur og skítugir frægir kallar eins og moldvörpur í grunnunum.
Ég hélt því fram að ef sveitarfélög myndu skaffa litlar lóðir, kannski 5-600 m2 undir frjálsar byggingaraðferðir án endilega algildrar hönnunar og brjálaðra einangrunargilda, ekki endilega steinsteyptra húsa, sem ekkert yrði borgað af fyrr en byggjandinn væri fluttur inn og farinn að borga útsvar, þá myndu einhverjir vilja fara að reyna að byggja sjálfir og gera það ódýrt.
Ég hélt því fram að ungt fólk myndi jafnvel vilja fá svona þrjú til fjögur stykki af íbúðargámum til að setja á svona lóðir og flytja inn í þetta til þess að komast af Hótel Mömmu með sína fjölskyldudrauma. Af hverju má ekkert gera út fyrir kassann?
Af hverju þarf að byggja fallbyssuheld steinsteypt virki í búnkerstíl Adolfs Hitlers til þess að geta lifað fjölskyldulífi með börnum á hitaveitusvæði og í einföldu, rakalausu, heitu húsnæði með sjónvarpið sitt og alla geggjuðu tölvuleikina sem unga fólkið er heltekið af? Kominn í einbýlisaðstöðu fyrir minna en 10 milljónir útlagt?
Af hverju vill enginn sveitarstjórnamaður ekki einu sinni ræða neitt svona lengur? Bara úthluta verktökum fyrir 500.000 kr/m2 Dofra-hallir sem kosta kaupandann ævilangan þrældóm og skuldabasl eins og örlög okkar eldri urðu gjarnan?
Shanty-town geta verið bæði snyrtileg og full af vaxtalausri hamingju. Malbikaðar götur með gljáfægða bíla. Ekki bara drukkna í hugleiðingum í vaxtabótum, húsaeigubótum, félagsaðstoð, sérstakri heimilisuppbót og hvað þetta heitir nú allt í bótakerfunum. Af hverju er enginn sem vill ræða neitt annað en það sem er í boði núna? Þeir sem ekki fá bankabónusa með þaki gætu haft áhuga á öðru en bara að flytja til Noregs eða bara burt af þessu óhamingjusama skeri eins og einn ungur maður mér nákominn orðaði það við mig.
Ég veit hvert menn geta farið og séð hvernig Kaninn byggir yfir sitt fátæka fólk með sinni tækni. Þar erum við að tala um 100,000 kr/m2. Það er hægt ef menn vilja reyna.
Allavega fannst mér ég um stund í morgun vera staddur í vitrænum umræðum um vandamál unga fólksins, ef það þá á annað borð sér lengur einhverja framtíð á þessu landi aðra en að kjósa Pírata.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Orð í tíma töluð hjá þér Halldór. Þegar ég var að alast upp, var svokallaður skyldusparnaður. Þegar ungt fólk lauk skólagöngu átti það smá sparnað sem það gat notað í útborgun í t.d. íbúð.
Í dag eyðir flest ungt fólk launum sínum jafn óðum, eins og enginn sé morgundagurinn. Nú á dögum er dýrara að lifa: það þarf að fjármagna farsímann, fara til útlanda, klæðast rétta fatnaðinum - þannig að lítið svigrúm gefst til sparnaðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.5.2015 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.