Leita í fréttum mbl.is

Kröfu um uppboðskerfi

við úthlutun veiðiheimilda í makríl er nú að finna á www.thjodareign.is.

Listi aðstandenda undirskriftanna er að vísu ekki sérlega breiður heldur fremur vinstri sinnaður. Sem spillir líklega fyrir þátttöku í þessu annars ágæta framtaki. 

Þarna er farið fram á að Forseti Íslands sjái til þess að makrílkvóta verði ekki úthlutað endurgjaldslaust til margra ára til núverandi kvótaeigenda.

En það felst kannski sitthvað fleira í þessu framtaki sem við úr gömlu flokknum verður að velta fyrir okkur.

Getur verið að hluti fylgistaps Sjálfstæðisflokksins yfir til Pírata stafi af of staðfastri varðstöðu flokksins gegn flestum breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi?

Getur verið að fiskveiðistjórnunarkerfið standi ekki lengur undir breidd þeirra væntinga sem flokkurinn hefur boðað til þessa? Getur verið að kjósendur samþykki ekki lengur að fiskveiðistjórnarkerfið megi ekki bæta? 

Getur verið að komið sé að vatnaskilum í íslenskum stjórnmálum vegna hinna umdeildu fiskveiðstjórnunarmála? Meirihluti þjóðarinnar vilji ekki lengur ráðstafa afnotum af auðlindum þjóðarinnar án þess að hámarksafgjald komi fyrir?

Getur verið að kerfisbreytingar í þá átt þurfi ekki að leiða til óviðundi niðurstaðna? 

Getur ekki verið nauðsynlegt að meiri sátt náist meðal kjósenda einhvern tímann um þetta langdregna deilumál eftir nær hálfrar aldar deilur? 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Ég skil ekki óþol þitt fyrir fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það er í landsfundarsamþykktum að svona skuli fara með málin allt eins og við vitum hver stefna landsfundar er í ESB umsóknarmálum og höfum margrætt.

Það er sósíalísk hugsun að skattpína fyrirtæki sem hagnasdt af starfsemi sinni þar til þau hafa ekki lengur fyrir endurnýjun tækja, stækkunar og starfsmannaaukningar sem leiðir hvorttveggja til aukinna skatttekna ríkissjóðs af rekstrinum. Vinstri menn skattpína þar til fyrirtækin deyja Drottni sínum og borga engum kaup lengur né skatta til ríkissjóðs. 

Fiskurinn og öll starfsemi tengd honum gefur ríkinu um það bil þriðjung allra skattekna sem aflað er nú þegar - er það ekki sanngjarnt afgjald til þjóðarinnar ? Vitað er að í núverandi kergi þá er fullt af útgerðum sem eru í nágrenni við núllið þar sem það er ekki ókeypis að halda til sjávar að veiða fisk og togarar kosta á bilinu 3-7 milljarða takk fyrir og mikill kostnaður í viðhaldi og veiðarfærum allan ársins hring.

Makríllinn var lottóvinningur óvæntur sem við höfðum aldrei nokkru sinni veitt áður þar til að fyrirfáum árum að hann slysaðist til að synda inn í lögsöguna okkar - Evrópusambandinu til sárrar skapraunar. Makríllinn hefur gefið þjóðabúinu milljaðratug eða svo á síðasta ári í gjaldeyristekjur sem og fúlgur í auknum skatttekjum til ríkissjóðs. Látum ekki skattpóiningarkór vinstri manna drepa útgerðina í landinu niður frekar en önnur fyrirtæki, sérstaklega ef um er að ræða þau fáu sem gefa af sér góðan arð - en þau greiða mest í skatt vitanlega.

Heill sé heilögum landsfundarályktunum Sjálfstæðisglokksins, sem er og verður um aldir alda !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.5.2015 kl. 16:23

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Predikari, það hlítur að líða að því að sjálfstæðisflokkurinn fara að sækja um ókeypis lóð undir trúarstarfsemi, slíkur er trúarofsinn hjá þér. Hvað héti þá trúfélagið, Hinn ókristlegi sjálfgræðisflokkur. Farðu og leggðu þig, þú ert snarruglaður!

Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 19:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Prédikari, ég var einmitt að fara yfir afkomuna til sjávarins skv. tölum Hagstofunnar. Þar er nú aldeilis í lagi. EBITA upp á 72 milljarða minnir mig eða eða hagnaður upp á 48 milljarða. Einhver fimmtungur af brúttóinnkomu sem þætti einhversstaðar gott.Þeir hafa ekkert reiknað með þessum makríl  svo það er sjálfsagt að spyrja þá hvort þeir vilji kaupa hann og þá á hvað? Eða er bara nóg að þeir veiði hann og borgi tekjuskatt af? Það er fimmtungur af hagnaði. Það skiptir eiginlega mestu fyrir þig og mig að sá græði sem veiðir hann. Ef hann borgar fyrst veiðigjald fyrir auðlindina sem kom óvart, þá er spurning hvað bítur fyrst og meira,gróðinn eða gjaldið? Ef enginn býhður í, þá syndir makríll bara í burtu?

Halldór Jónsson, 4.5.2015 kl. 20:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Laun  í sjávarútvegi eru 87 milljarðar, tveir þriðju af brúttó. þannig að þeir virðast nú ekki vera alveg blánkir til að hækka um svona 3.5 % eða svo. 50 % hækkun æti upp allan hagnaðinn

Halldór Jónsson, 4.5.2015 kl. 20:27

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Annars getiði þið séð þetta her.

13 Sjávarútvegur alls2013 1. Tekjur alls á skilaverði271.400,01.

1 Útflutningstekjur/Skilaverðmæti útflutnings269.440,0

1.2. Seldur afli - Selt hráefni-1.3.

Aðrar tekjur1.959,02. Aðföng alls112.413,0

2.1. Hráefni6.003,0

2.2 Rafmagn4.460,02.3 Olíur17.154,02.4 Tryggingar1.931,0

2.5 Umbúðir10.979,0

2.6 Flutningskostnaður7.890,0

2.7 Viðhald15.343,0

2.8 Veiðarfæri3.936,0

3. Vinnsluvirði158.987,0

4. Laun og tengd gjöld86.412,0

5. Skattar á framleiðslu557,0

6. Verg hlutdeild fjármagns (EBITDA)72.018,0

EBITDA sem hlutfall af tekjum, %27,0

7. Afskriftir12.826,0

8. Rekstrarafgangur59.192,0

9. Vextir og gengismunur-1.572,0

10. Hreinn hagnaður (EBT)60.764,0

Hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum, %22,412.

Hagnaður (13.=6.-11.)48.950

4Hagnaður sem hlutfall af tekjum, % 18,0

Halldór Jónsson, 4.5.2015 kl. 20:31

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þegar maður hugsar um það hvílík ofsafyrirtæki sjávarútvegurinn er og hvað hann gengur rosalega vel þá minnist maður orða Murphys, If it works, dont fix it. Ekki rayna að gera við það sem ekki er bilað.

Mekaníkin er flott. Hvort er betra að leggja á einhver veiðigjöld eða leggja sérstakan tekjuskatt á greinina skiptir í raun ekki neinu máli þó hagidjótar af vinstri vængnum haldi það. Þetta er dæmið sem þjóðin lifir á.

Það er mkiku meira aðkallandi að láta lífeyrissjóðina afhenda ríkinu þúsund milljarða upp í vangreidda skatta af lífeyri og spar 90 milljarða í vaxtagreiðslur ríkisins. Það gætu allir fengið í skattalækkun.

Halldór Jónsson, 4.5.2015 kl. 20:36

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Jæja Halldór minn - þú ert nú að fara að lenda á jörðinni - og þetta eru góðar hugleiðingar hjá þér.  Einnig er ég innilega sammála Jónasi Ómari í orðum sem hann sendir predikaranum - Predikarinn er jafnvel ruglaðri en þú þegar hann fer að tala um hinar helgu Landsfundarsamþykktir - Hafið þið virkilega ekki áttað ykkur á því  enn að það er aldrei farið eftir lansfundarályktunum - þær eru samþykktar til að þið HALDIÐ að þið hafið eitthvað að segja - ekkert annað.

En nú er flokkurinn ykkar kominn niður í 21 % - ætlið þið ekki að fara að gera neitt fyrr en hann fer niður í 15% -Margt gott í þeim tillögum eða vangaveltum sem þu veltir upp hér, en svo skulu þið nú líka fara að hugsa um unga fólkið - Mér sýnist núverandi fylgi vera áskrifendur Moggans og þið vitið að þegar þeir gefa upp öndina þá gefur Mogginn það líka og kannski flokkurinn ykkar um leð ef þið farið ekki að gera eitthvað 

bestu kveðjur 

Mannsi 

Kristmann Magnússon, 4.5.2015 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband