Leita í fréttum mbl.is

Biðskýlin flottust í Kópavogi

sem þjóta upp á Vatnsendavegi. Smekklega hlaðnir stoðveggir úr sprengjugrjóti myndaumgjörð um  skál sem er hellulögð í botninn. Innan í skálinni miðsvæðis er svo biðskýlið sjálft úr glerinu eftir dönsku hönnuninni. Sérlega smekklegt og gaman að horfa á svona vel gerða hluti.

Það var á gullöld uppbyggingarinnar í Kópavogi sem dr.Gunnar I.Birgisson oddviti Sjálfstæðisflokksins sem þá var í stjórn með Sigurði Geirdal frá Framsókn fór að láta nota sprengjugrjót úr grunnum til að hlaða veggi og kanta. Nú er allt Gunnars-grjótið nýtt í hleðslur sem áður var bara jarðað í fyllingum undir gróðurmold eins og sjá má á Geirsnefinu í Reykjavík.

Strætóskýlin í Reykjavík norpa á götunum án svona umbúnaðar. Það eiga þau þó sameiginlegt með skýlunum í Kópavogi að maður sér varla mann í kring um þau. Einkabíllinn er samgöngutæki nútímans en hvorki hjólhestar eða tveir jafnfljótir.

Þessvegna þarf bensínokrinu og vörugjöldunum á bílana að linna ef stjórnmálamenn vildu raunverulega gera meira fyrir þá verst settu í samfélaginu. Því einmitt það fólk getur ekki eytt tíma sínum í biðskýlum strætóanna heldur er í sífelldu kapphlaupi við tímann um lífsbjargirnar sínar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þú ert nú eiginlega dálítið góður núna.

Þessu til viðbótar, vitna ég í orð ónefnds en ekki óþekkts:

"Það á ekkert að hækka þessi lægstu laun - þau mættu alveg eins lækka. Það fæst enginn sem talar íslensku til að vinna á lágmarkslaununm. Því þurfa næstu taxtar þar fyrir ofan að hækka myndarlega."   

Þorkell Guðnason, 7.5.2015 kl. 21:15

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í öllum strætóskýlum hér á landi mættu gjarnan vera raf-geislahitarar í lofti tengdir hreyfiskynjurum. Það ætti ekki að þurfa að kosta mikið að fá þannig dálítinn yl í kroppinn meðan beðið er.

Ágúst H Bjarnason, 7.5.2015 kl. 21:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mætti vera falin myndavél því skemmdarvargar eru víða á ferð.

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2015 kl. 01:08

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Fyrir nokkrum áratugum síðan var myndarleg og þörf strætisvagna-biðskýlisbygging í Kópavogi, nálægt Hamraborginni. Í dag eru tvær risa-banka-peningafölsunarstofnanir á svipuðum slóðum.

Fólk sem ekki getur veitt sér þann munað að hafa bíl til að komast á milli kaupmáttarsvika-verkamannastaða og heimilis, verður að bíða eftir næstu strætóferð. Stundum í hálftíma, og í nöpru frosti. Og ekkert upphitað húsnæði er í boði fyrir þessa kaupmáttarsviknu þræla, eins og var þó í boði hér áður fyrr.

Þetta er ein af fjölmörgum afturförum á skattgreiddri þjónustu og siðferðismælikvarða ráðamanna, í Íslensku samfélagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2015 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband