Leita í fréttum mbl.is

Nigel, Nigel,

mikið skelfing er þetta dapurt. Að hugsa sér að fá 12.6 % atkvæði bresku þjóðarinnar og sitja uppi með 1 þingmann í stað 82.

Oft hefur það verið fúlt á Íslandi að horfa á Framsókn fanga völd og áhrif vegna atkvæðamisvægis. En það er hjóm eitt miðað við hvað þú verður að þola. Eftir lýðræðislega samþykktri aðferðafræði.

Við bundum mörg svo miklar vonir við þig og þína stefnu í Evrópumálunum og innflytjendamálunum. Nú er þetta allt fyrir bí.

Nigel, Nigel minn, hjarta mínu blæðir að hugsa til þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Haldór minn - -  svona getur nú farið fyrir fleirum sem berjast af alefli gegn ESB - vilja meira segja ekki athuga hvaða við fengjum út úr samningaviðræðunum.

Og ekki blæðir hjarta mitt þótt Nigel sé fallinn af þingi og flokkur hans fái ekki nema 1 þingsæti

Ég er líka hrifinn af vinum mínum Skotunum - þeir vita sko hvað þeir vilja 

Bestu kveðjur 

Kristmann Magnússon, 9.5.2015 kl. 15:00

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, svolítið dapurt, Halldór.  Að ná nær 13% fylgi (sem er reyndar töluvert) og ná aðeins einum manni á þing.  Liberals halda þó 8 mönnum með 8% fylgi.
Skil reyndar ekki af hverju Farage sagði af sér forystunni á þeim forsendum að UKIP hefði "tapað". 

Kolbrún Hilmars, 9.5.2015 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband