Leita í fréttum mbl.is

Innanmein samfélagsins

verða Óla Birni að umræðuefni í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir m.a.:

"verkföll og erfiðar kjaradeilur verða óhjákvæmilega til þess að athyglin beinist að innanmeinum sem hrjá íslenskan vinnumarkað sem og áhrifaleysi og vanmætti almennings. En kastljósið beinist ekki síður að þeim tvískinnungi sem verður til vegna eignarhalds stærstu fyrirtækja landsins..........

 

 

.........Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti almenni lífeyrissjóður landsins og hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Í lok liðins árs var bókfært verðmæti hlutabréfa í skráðum og óskráðum félögum um 97,5 milljarðar króna. Þetta jafngildir um 3,3 milljónum á hvern félagsmann.

 

....... Nú er svo komið að sameiginlega fara lífeyrissjóðir með ráðandi hlut í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins.

 

 

 

Lífeyrissjóðir eiga yfir 40% beinan eignarhlut í níu af fimmtán fyrirtækjum í kauphöll líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Lífeyrissjóðirnir eiga einnig óbeina hluti í mörgum fyrirtækjum í gegnum hlutabréfasjóði og ekki síst framtakssjóði á vegum banka og verðbréfafyrirtækja. Greining Íslandsbanka taldi í nóvember á liðnu ári að lífeyrissjóðirnir ættu meirihluta - beint og óbeint í Icelandair, Högum og N1

.

 

En lífeyrissjóðirnir hafa einnig fjárfest í hlutabréfum óskráðra fyrirtækja. Beint og óbeint eiga þeir meirihluta í Kaupási sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval. Þannig ráða sjóðirnir tveimur af stærstu verslunarkeðjum landsins sem hafa m.a. yfirburðastöðu á íslenskum matvörumarkaði.

 

Nær 40% hlutafjár Símans eru í eigu lífeyrissjóðanna og þar er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 13,2% hlut. Arion banki er hins vegar stærsti einstaki hluthafinn með liðlega 38%. Lífeyrissjóðir og nokkur stéttarfélög eiga um 37% hlutafjár í Virðingu - verðbréfafyrirtæki sem m.a. rekur framtakssjóði. Í gegnum Framtakssjóð Íslands er Icelandic Group að fullu í eigu lífeyrissjóðanna sem og 38% hlutur í Invent Farma. Lífeyrissjóður verslunarmanna á tæplega 10% hlut í MP banka og Lífeyrissjóðurinn Stafir á 14,5% í Samkaupum hf. sem rekur samnefndar verslanir og Nettó. Þannig má lengi telja.

 

 

........Sameiginlega eru lífeyrissjóðirnir því áhrifamiklir í íslensku viðskiptalífi. Þeir geta haft veruleg áhrif á stefnu sem mörkuð er í atvinnulífinu og mótað launastefnu flestra stærstu fyrirtækja landsins sem síðan hefur óhjákvæmilega áhrif á flest önnur fyrirtæki.

 

 

.......Þannig er t.d. formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna fulltrúi VR. Með öðrum orðum: Forystumenn launamanna hafa öll tækifæri til að hafa áhrif á stefnu margra stærstu fyrirtækjanna - ekki síst launastefnu, jafnt þegar kemur að kjörum almennra starfsmanna eða launa og kaupauka æðstu stjórnenda. (Að ekki sé minnst á stjórnarlaun.)

 

VR hefur gert þá »kröfu að félagsmenn fái leiðréttingu á sínum kjörum til samræmis við aðra hópa í þjóðfélaginu«. Í tölvupósti til félagsmanna segir að kröfur félagsins séu »sanngjarnar og þær ógna ekki stöðugleikanum«. Rök annarra stéttarfélaga eru svipuð.

 

 

Vandinn er að stéttarfélögin sitja í raun beggja vegna borðsins; annars vegar sem launafólk og hins vegar sem fulltrúar eigenda íslenskra stórfyrirtækja í gegnum eignarhluti lífeyrissjóða.

 

Sé það eindregin skoðun forystumanna stéttarfélaganna að laun afgreiðslufólks í matvöruverslunum séu skammarlega lág (sem er rétt) en laun stjórnenda of há (sem endalaust er hægt að deila um), vaknar sú spurning af hverju þeir beita ekki áhrifum sínum innan lífeyrissjóðanna þannig að kjarastefnu fyrirtækjanna sé breytt. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í stærstu verslunarkeðjum landsins. Í stað þess að beita áhrifum sínum er boðað til verkfalls, meðal annars hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í eigu einstaklinga sem margir greiða starfsmönnum sínum mun betri laun en fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna.

 

Líklega liggur vandinn ekki síst í því hvernig staðið er að skipan stjórna lífeyrissjóðanna en umfjöllun um hana bíður betri tíma. Eitt er víst: Forystumenn stærstu stéttarfélaganna bera ekki minni ábyrgð á kjarastefnu margra stærstu fyrirtækja landsins, en atvinnurekendur sjálfir. Undan þeirri ábyrgð komast þeir ekki með verkföllum."

 

Mér flaug í hug hvort lífeyrissjóðir eigi ekki að tilnefna sem fulltrúa sína í stjórnir þá félagsmenn sem eru komnir á lífeyri og þar með eftirlaun? Eins og mig til dæmis? Ekki væri þá um það að ræða að sitja beggja vegna borðsins. Það mætti fylgja að laun yrðu ákveðin af umbjóðandanum. Þeir sem eru í fullu fjöri hafa önnur sjónarmið um laun og bónusa en þeir eldri. Og hugsanlega líka minni lífsreynslu.

Hugsanlega eru innanmein samfélasins ekki hvað síst fólgin í því að huga ekki að reynslu fyrri kynslóða?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óli Björn skýrir thetta mjög vel. Thad er ótrulegt ad almennir launamenn innan staerstu verkalýdsfélaga landsins skuli ekki vera betur á vardbergi gagnvart "forystusaudum" sinna verkalýdsfélaga. "Forystusaudirnir" geta aest til verkfalla, en hver er ástaeda thess ad laun eru ekki haerri hjá theim laegstlaunudu, en raun ber vitni? Hverjir hafa samid um thessi smánarlaun? Eru thad ekki "forystusaudirnir", sem eins og Óli Björn bendir á, sitja jafnvel beggja vegna bords. Hraesnin er alger.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.5.2015 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband