Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverk

er verið að vinna í Karphúsinu ef marka má Morgunblaðsfréttir af máli málanna:

"Þriggja sólarhringa samningalota um og fyrir hvítasunnuhelgina leiddi til þess að forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins náðu í gær samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða fyrrnefndra stéttarfélaga um fimm sólarhringa. Þær hefjast því ekki 28. maí heldur frestast til 2. júní, verði ekki samið fyrr. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir næstkomandi fimmtudag, 28. maí.

 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú m.a. vera uppi á borðum að gera kjarasamning til mun lengri tíma en upphaflega var lagt af stað með í viðræðum þessara aðila, jafnvel til a.m.k. þriggja ára. Þá mun vera sett á oddinn að samningurinn skili raunverulegri kaupmáttaraukningu á samningstímanum og að kjör tekjulægstu hópanna verði bætt meira en annarra.

 

Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttarfélaganna síðdegis í dag og í kvöld, en í þeim sitja m.a. stjórnir og trúnaðarmannaráð félaganna."

Þessar fréttir eru þær bestu sem heyrst hafa lengi.Eins og fólki fannst allt vera svart og vonlaust. Megi þessum samningamönnum ganga allt í haginn við áframhaldið. Framtíð þjóðarinnar veltur mjög á þeirra herðum. Takist mönnum að semja sig út úr viðblasandi vanda þá er það hreint kraftaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband