Leita í fréttum mbl.is

1.júní

er á morgun.

Þann dag á Rögnunefndin alræmda að skila af sér pródúkti sínu sem er að finna annað flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá Dag Bé. og EssBjörn, sem þeir geti notað til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni og níði á Reykjavíkurflugvelli.

Sem kunnugt er sáu þeir félagar sitt óvænna í aðdraganda kosninganna eftir að hafa horft upp á ófarir Gísla Marteins innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir urðu því með öllum ráðum að koma í veg fyrir að málefni flugvallarins yrðu rædd í aðdraganda kosninganna. Dagur Bé. hafði snör handtök, skipaði fallega og þekkta frú í forsvar fyrir nefnd um málið, settist sjálfur í nefndina til að tryggja að hann réði niðurstöðunni og svo var tekið til starfa.

Greinlega varð verkefnið Degi erfiðara en hann hélt líklega í fyrstu. Enda lét hann fresta niðurstöðum og öllum tíðindum ítrekað.  

Á morgun 1. júní 2015 á svo að sleppa nefndargripunum út eins og kúnum á Helluvaði sem maður horfði á í fréttum í kvöld. Gaman verður að sjá Dag skvetta úr klaufunum og reka upp rassinn í gleði sinni yfir endi þessarar pólitísku leikfléttu sinnar. Nefndarmenn geta huggað sig við milljónirnar í vösunum sínum sem mótvægi við að hafa verið misnotaðir svona herfilega í pólitískum hráskinnaleik þokkapiltanna Dags Bé. og EssBjarnar.

Reykjavíkurflugvöllur bíður örlaga sinna vinafár og lítilsmegandi þennan 1. júní eins og svo marga áður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að allir landsmenn viti hvað kemur frá Rögnunefndini,það þurfti ekkert að bíða til dagsins á morgun. 

Ef Ráðherra tekur ekki flugvöllinn eignarnámi og setur skipulag flugvallarins undir ákvarðanarvald Alþingis þá er hægt að segja "kiss the airport good bye."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2015 kl. 19:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

L'iklega er það rétt hjá þér Houston

Halldór Jónsson, 31.5.2015 kl. 19:40

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gaman væri að hitta þig í kaffi, te eða eitthvað svona meiri fullorðins drykk einhverstaðar á góðum stað og ræða hvering við getum gert við mein þjóðarinnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2015 kl. 20:17

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki veit ég nú mikið í þá veru. En láttu vita þegar þú ert í bænum

Halldór Jónsson, 31.5.2015 kl. 20:43

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Houston - we have a problem hljómaði í geimferðamyndum Hollywood !

Er það ekki setningin sem flugvallarvinir munu kyrja eftir skýrslu Rögnu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 21:02

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei Herra Predikari, við gerðum okkar Bezta er það sem kemur frá flugvallar raunsæingum.

Banka og fjármála elítan kirjar, tilgangurinn helgar meðalið og við verðum öll rík.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2015 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband