Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkur í vanda

er nokkuð ljóst ef tekið er mark á skoðanakönnunum.

Píratar eru ítrekað mældir sem orðnir stærsti flokkur þjóðarinnar og hafa tekið hefðbundið sæti Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. Ef maður væri í forystusveit flokksins  myndi maður líklega spyrja sig hvað veldur?

Flokkurinn er í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Lokið er frágangi á stóra kosningaloforði Framsóknarflokksins með skuldleiðréttingunni undir forystu Sjálfstæðisflokkisins. Líklega hefur þetta mál tekist eins vel og nokkur kostur var á þótt sumum finnist þrettándinn hafa verið í þynnra lagi.

Ríkisstjórnin er til víðbótar að sigla út úr sinni stærstu eldraun sem nokkur ríkisstjórn getur mætt. En það er allsherjar atlaga á vinnumarkaði með fjöldaverkföll og upplausn efnahagsmála í augsýn. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson hefur komi ótrúlega vel út úr þessari orrahríð og hvergi bilað. Hreinskiptinn og einarður málflutningur hans hefur aflað honum virðingar langt út fyrir raðir flokksins. Vandfundinn er sá stjórnarandstöðuþingmaður sem menn myndu nefna honum fremri.

Bjarni er hinsvegar líka formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er algerlega miskunnarlaust starf að sögn Bjarna Benediktssonar forvera hans fyrir margt löngu.

Á flokknum hafa dunið ýmis áföll sem Bjarna verður ekki kennt um. Lekamálið, náttúrupassinn, stúdentsprófstyttingin og flugvallarmálið. Auk þess heilsíðugrein Hannesar Hólmsteins þar sem lýst er ævarandi ást flokksins á kvótamálinu í heild sinnisem kemur illu af stað meðal flokksmanna sem eru margir að átta sig á því að þjóðin krefst breytinga á þessu kerfi.

Það er ekki auðvelt fyrir formanninn að lofa félagslegum lausnum í húsnæðismálum ungs fólks til að ljúka kjarasamningunum með tilliti til áratugastefnu flokksins um að eign fyrir alla sé grunnstef sjálfstæðisstefnunnar.

Allt brotnar þetta á herðum formannsins sem verður að leggja nótt við dag á þeim erfiðu tímum sem yfir hafa gengið. Það er ekki auðvelt að standa í vinsældakeppni við þessar aðstæður.

Nú hefur verið tilkynnt að haldinn verði Landsfundur í haust. Þar verða líklega mikil átök og mannvíg þar sem Sjálfstæðismenn eru ekki himinlifandi yfir stöðu mála í þjóðfélaginu.

Gengi Pírata er líklega ekki annað en beint framhald af gengi besta flokksins og Jón Gnarrs á sínum tíma. Fólkið krefst breytinga og vill refsa fyrir seinagang. Meðan málefni aldraðra komast hvergi að né skerðingar til þeirra fást ekki ræddar, þá breiða Píratar út faðminn og lofa öllum öllu.

Vonandi verður þingið látið sitja sem lengst og mál ríkisstjórnarinnar keyrð í gegn svo lengi sem það tekur. Þannig verði stjórnarandstöðunni haldið við efnið og ekki leyft að sleppa til að byrja nýjar lygaherferðir sem þeir stjórna alfarið með hjálp almannatengla, RÚV og Fréttablaðsins, sem erfitt gæti verið að bregðast við í aðdraganda Landsfundar.  

Það er eins og það vanti einhverja vakningu meðal Sjálfstæðismanna um þessar mundir. Vanti samheldni og baráttuvilja. Áróðursdeildir virðast hvergi vera starfandi. Kannski flokkurinn ætti að spyrja einhvern almannatengil hvað er til bragðs að taka við þessar aðstæður. En það virðist vera orðið  í tísku að treysta síðast á sjálfan sig í pólitík eða baráttu heldur utanaðkomandi sérfræðinga. Líklega er Evrópusambandið sjálft stærsta dæmið um að ýta ábyrgðinni burt frá eigin dyrum.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda. Sem  hann þarf ekki að vera ef hann rifjar upp sjálfstæðistefnuna gömlu frá 1929 um "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er líkt með traust og skórækt að langan tíma þarf til að rækta og byggja upp.  En að Það er fljótlegra að eiða trausti enn að fella skóginn. 

Sjálfs ákvörðunar réttur þjóða er ekkert til fleipra með og því oftar sem það er gert því seinna gengur uppbyggingin. 

Myndugleiki og  þanið brjóst duga skammt,  það er tíminn, þrautseigjan og ærlegheitin sem þar gagnast best.     

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2015 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband