5.6.2015 | 09:22
Örn Gunnlaugsson
atvinnurekandi skrifar afbragðsgrein í Mbl.um það öngstræti sem íslensk verkfallapólitík er komin í.
Þetta sama ástand ríkti á tímum Margrétar Thatcher í Bretlandi og var búið að draga svo máttinn úr bresku efahagslífi að Bretland var orðið "veiki maðurinn" í Evrópu. Thatcher tókst með ýmsum ráðum að koma skikki á þessi mál og hefur hagur Breta farið vaxandi eftir það.
Útilokað er að koma þessum málum frá hér á Íslandi á svipaðan hátt vegna smæðar landsins. Hinsvegar ætti öllum sem horfa á þessi mál eins og Örn að vera ljóst að efnahagsleg framtíð landsins er undir því kominn að hér með'gi ráða einhverja bót á.
En gefum Erni orðið:
"Nú er nýlokið atkvæðagreiðslu viljugra félagsmanna í Eflingu um boðun verkfalls. Viljugir félagsmenn sem eru minnihluti meintra félagsmanna eru þar væntanlega sjálfviljugir. Stærsti hlutinn sem sagður er félagsmenn eru það hins vegar vegna þess að þeir eru nauðugir viljugir félagsmenn.
Það er nefnilega svo að almennir launamenn hafa ekkert um það að segja hvort þeir eru í verkalýðsfélagi eða ekki og þetta er lögvarinn réttur félaganna til að þröngva aðild upp á þá sem ekki kæra sig um að vera í slíkum félagsskap. Þessir aðilar vilja almennt ekkert um þennan félagsskap vita og eru því algjörlega óvirkir félagar enda þröngvað til aðildar og látnir greiða félagsgjald til slíkra samtaka.
Þetta kom vel í ljós í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá Eflingu og reyndar líka VR. Af þeim tæplega fimmtán þúsund aðilum sem sagðir eru vera í Eflingu, þ.e. bæði viljugir og nauðbeygðir, greiddu rúmlega þrjú þúsund atkvæði með verkfallsboðun eða 22%. Hér er það lítill minnihluti félagsmanna sem ákveður að fara í verkfall og hafa lögvarinn rétt til að neyða stærri hlutann með sér í slíkar aðgerðir.
Sjálfur hef ég aldrei verið sjálfviljugur í verkalýðsfélagi þó ég hafi verið neyddur til að greiða félagsgjöld meðan ég var almennur launamaður. En þar sem þessi tilhögun var gegn vilja mínum leit ég svo á að ég væri ekki raunverulegur félagsmaður og skipti mér því ekkert af því starfi sem þar fór fram. Hefði ég skipt mér af starfi þessara félaga á einhvern hátt hefði ég þar með óbeint viðurkennt aðild mína sem sjálfviljugur félagsmaður sem ég var ekki.
Ég er þeirrar skoðunar að það að banna fólki aðild að verkalýðsfélagi sé ofbeldi og nauðung. Hins vegar er það ekki minna ofbeldi og nauðung að skikka fólk með lögum til aðildar að verkalýðsfélagi. Hvers vegna ætti fólk ekki að fá að ráða því sjálft í hvaða félagsskap það er? Það myndu sennilega flestir félaga minna reka upp stór augu ef þeir sæju nafn mitt meðal félaga í einhverjum golfklúbbnum, þó ekki nema fyrir yfirlýsingar mínar um hve vitleysisleg þessi letiíþrótt er að mínu mati. En verkalýðsforystunni þætti sjálfsagt eðlilegt að skikka mig í slíkan félagsskap bara vegna þess að ég hef gaman af að taka nokkrar brautir í minigolfi á góðum sólardegi.
Það er orðið löngu tímabært að breyta lögum um aðild launþega að stéttarfélögum þannig að þeim sem ekki vilja eiga aðild að slíkum félagsskap sé ekki þröngvað til þess. Þá þarf að skilgreina fjölda þátttakenda í mikilvægum málum eins og verkfallsboðun þannig að atkvæðagreiðsla sé einungis gild við ákveðna lágmarksþátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslu, t.d. tvo þriðju.
Þá er alveg galið að stórir vinnustaðir eins og Landspítalinn sé meira og minna óstarfhæfur árið um kring vegna fjölda fámennra stéttarfélaga þar í skæruhernaði - á slíkum vinnustöðum á að vera aðeins einn viðsemjandi og einn vinnustaðarsamningur.
Þá er það umhugsunarvert hvers konar samningar það eru þegar fyrirtækin eru nauðbeygð til að semja við einungis einn aðila en eiga ekki val um að snúa sér annað sé sá aðili svo ósveigjanlegur að ekki er nokkru tauti við hann komandi, að ekki sé minnst á ef kröfurnar eru langt út fyrir það sem talist geti raunhæft og sanngjarnt.
Núverandi fyrirkomulag þessara hluta er löngu gengið sér til húðar. Svo væri ágætt að forystumenn verkalýðsfélaganna litu í eigin barm við ákvörðun á töku eigin launa. Áður þótti gott að skipstjórinn hefði tvo hluti á við þann lægsta og ef slíkt fyrirkomulag hefði verið við lýði í þessum efnum þá væru kjör lægstlaunuðu umbjóðenda þeirra e.t.v. eitthvað skárri nú en raun ber vitni."
Örn lýsir því hversu fráleitt það er að ætla yfirvöldum að reka Landspítala með sæg af smáum verkalýðsfélögum innanborðs, sem öll geta stöðvað reksturinn að einhverju leyti.
Er virkilega ekki hægt að fá vitræna umræðum um verkalýðsmál af stað á Íslandi öðru vísi en að hún leysist upp í kapp í uppnefnum og óhljóðum? Vill fólk ekki sjá hvað núverandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur eru að gera þjóðinni?
Sjáum við ekki eins og Örn Gunnlaugsson að þetta er óskynsamt að halda svona áfram?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Jú auðvitað er mikið til í þessu hjá Erni, en það þarf sko stjórnmálamenn með bein í nefinu til að höggva á þessa dellu, og þeir eru nú ekki margir í augsýn nema kannski Bjarni Ben en myndi hann fá aðra með sér í þann leiðangur að breyta þessu..
En svo er hitt að yfirleitt tek ég nú ekki mikið mark á mönnum sem tala niður til golfíþróttarinnar - þetta eru yfirleitt menn sem hafa aldrei prófað hana og vita ekkert um hvað þeir eru að tala
eða þá geta ekkert í þeirri göfugu íþrótt
Kristmann Magnússon, 5.6.2015 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.