Leita í fréttum mbl.is

Jafn atkvæðisréttur?

er hugtak sem sumir stjórnmálamenn þykjast fylgja í orði en ekki alltaf á borði. Allir vita hvert jafnræði er með landsbyggðarelítunni, arftaka óðalsbænda með vistarbandið, og "Grimsbylýðsins" í þéttbýlinu. Hlutfallið hefur víst verið að rokka þetta frá 2-5 held ég. Okkur er sagt að þetta sé allt í lagi af því að það sé jöfnuður milli flokka og þingmenn séu þingmenn landsins alls. Trúa því ekki allir?

Konur gera stáss að því núna að þær hafi knúið fram kosningarétt 19.júní 1915. Svo segir á Vikipedíu:

slendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem Kristján 8. Danakonungur gaf út 8. mars 1843 og var hann bundinn því að menn væru orðnir 25 ára, hefðu óflekkað mannorð og ættu að minnsta kosti 10 hundraða jörð eða múr- eða timburhús í kaupstað sem metið væri á að minnsta kosti 1000 ríkisdali eða hefðu lífstíðarábúð á 20 hundraða jörð. Karlmenn einir höfðu kosningarétt.

Reglurnar um eign voru rýmkaðar dálítið þegar kosið var til þjóðfundarins 1851 og aftur árið 1903. Þá fengu karlmenn sem ekki voru öðrum háðir sem hjú og borguðu fjórar krónur eða meira í útsvar kosningarétt.

Árið 1915 var svo gerð veruleg breyting; konur fengu þá kosningarétt og einnig allir sem orðnir voru 25 ára og skulduðu ekki sveitarstyrk. Þessum nýju kjósendum var þó ekki strax treyst til að beita kosningaréttinum; aðeins þeir sem orðnir voru 40 ára máttu kjósa og það mark átti síðan að færast niður um eitt ár á ári þar til 25 ára markinu væri náð. Þessar takmarkanir voru þó felldar niður árið 1920.

Enn varð breyting árið 1934, þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið 1968 og að lokum í 18 ár 1984."

Þannig má segja að konur og almennir karlar hafi fylgst að í kosningarétti frá þessum tíma í fyrra stríði. Á Íslandi ríkti vistarbandið sem veitti Framsóknarmönnum allra alda þrælahaldaravald yfir almenningi sem var dempaður niður af kirkjuveldinu með loforði um köku á himnum ef yfirvöldunum þóknaðist þú.Í skjóli þess sendu þeir æskumenn ótryggða og kauplausa til hættulegra sjóróðra þar sem eina kaupið var skrínukosturinn sem þeir höfðu að éta.

Það var ekki auðvelt að ná sér í kosningarétt fyrir meðaljóninn enda virðast menn ekki hafa lagt neitt sérstaklega upp úr slíku lengi vel eins og núna er að verða aftur raunin á.

Enda má segja að hegðunin á Alþingi sem er sjónvarpað sé ekki að kynda undir stjórnmálaáhuga almennings.Það vekur samt allt að því brjálæðislegan kosningaáhuga fólks ef því er hent upp að Katrín Jakobsdóttir sé kannski til í að verða Forsetaframbjóðandi á næsta ári þó að hún sé í hópi litríkustu skemmtikraftanna í áðurnefndri dagskrá.

En þetta með atkvæðisréttinn. Í Luxembourg er skylda að kjósa og væntanlega viðurlög að öðrum kosti. En atkvæði allra gilda jafnt hvar þeir búa hlutfallslega við gömlu borgarmúranna.

 Mætti ekki hér  borga þeim skattaafslátt sem kjósa en leggja gjald á hina? í Luxembourg kjósa ekki útlendingarnir af því að þeir hafa ekki kosningarétt. Hér kjósa þeir ekki heldur þó þeir hafi kosningarétt. Er það kannski skiljanlegt ef þeir horfa á útsendingar Alþingis? Þetta sé allt fyrir þeim sami grautur í sömu skál? 

 

En hvað á annars að ráða kosningarétti á Íslandi? 

Hér á landi er það búsetan sem ræður.  Vesturland hefur meira vægi en höfuðborgarsvæðið. Þeir landsbyggðarmenn segja að þetta sé nauðsynlegt vegna vetrarríkisins og vegalengdanna fyrir vestan og svipað gildi annarsstaðar.  Í Ísrael er eitt kjördæmi. Það er víst óhugsandi hérlendis segja þeir. Á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Langar einhvern í það eftir niðurstöðu UKIP í síðustu bresku kosningunum? 

Svo hvað þýðir jafn atkvæðisréttur karla og kvenna? Er það rétturinn til að láta allt lönd og leið og hætta að kjósa? Fer ekki kjörsóknin minnkandi ár frá ári? Stöðugar þjóðaratkvæðagreiðslur í þessu "beina lýðræði" Péturs á Sögu og hans stjórnlagaþingsnóta? Grikkir voru þó búnir að prófa Kleón sútara í sínu beina lýðræði.

Líklega er fulltrúalýðræðið illskást. Horfandi á okkar Alþingi þá er það hugsanlega helsti gallinn að þingmenn séu allt of margir. Þeir voru 52 en eru nú 63? Hvað hefur breyst? Verðu ekki bara skilvirknin of lítil og blaðrið of mikið?

En finnst ekki fleirum en mér að jafn atkvæðisréttur til Alþingis sé meiri forsenda framfara en lengri fundartími þar sem fleiri tala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Gott Halldót   Haltu áfram með þetta 

Kristmann Magnússon, 12.6.2015 kl. 10:51

2 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

 Þetta er alveg rétt. Það er ekki spurning að það yrði lýðræðinu mjög til bóta að jafna kosningaréttinn. Það myndi auka virðingu hans og Alþingis.

Halldór Þormar Halldórsson, 12.6.2015 kl. 14:18

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alltaf hafa komið upp umræður um jafnan kosningarétt, með reglulegu millibili. Stundum hafa þær umræður leitt til þess að vægi landsbyggðar hefur minnkað gagnvart höfuðborginni.

En þar sem við deilum nokkuð hug til USA Halldór, væri kannski ekki úr vegi að þú kannaðir hvernig jöfnun atkvæða er háttað þar á bæ. Skoðaðir til dæmis hversu marga þingmenn höfuðborgarbúar þar vestra eiga og hvernig skipting milli fylkja er miðað við fjarlægð þeirra frá Washington DC.

Það er nefnilega hægt að tala um jöfnuð á margan hátt. Ekki víst að hausatala sé alltaf rétta viðmiðið þegar um það hugtak er rætt, sérstaklega gagnvart stjórnun landa og aðgengi íbúa að því kerfi.

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2015 kl. 05:31

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar,mig minnir að ég hafi lesið það í skála að íbúar Washington hafi orðið að þiggja það að hafa öngva þingmenn í skiptum fyrir það að fá að verða heimaborg þingsins.Þú kannt þetta örugglega betur en ég svo ég bið þig að útlista þetta fyrir okkur minna fróða.

Nafni, þetta er gríðarlega komplex mál.Ég fór einu sinni á fund í Valhöll og hlustaði þar á afbragðsgóðan fyrirlestur um sögu atkvæðisréttarins á ÍSlandi , mig minni að hann hafi haldið Pavel Bartoschek stærðfræðingur. Alveg afbragð til að skýra hversvegna þetta er svona erfitt viðfangs.  Við erum öll svo viðkvæm fyrir hefðunum.

Halldór Jónsson, 13.6.2015 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband