Leita í fréttum mbl.is

"Mínar eru sorgirnar þungar sem blý ". Jón Baldvin á landsfundi

Athyglisvert er að fylgjast með sálarangist Jóns Baldvins þar sem hann situr á landsfundi Samfylkingarinnar, sem er svona 200 manna hópur ef marka má tölur úr atkvæðagreiðslum, og veltir fyrir sér gengi flokksins í skoðanakönnunum:  

"Hvað hefur gerst? Hver er skýringin á þessum umskiptum? Skýringin er tvíþætt: Annars vegar skýrist þetta af mistökum Samfylkingarinnar, sem virðist einhvern veginn ekki kunna að reka pólitík á eigin forsendum, né heldur að endurnýja liðskostinn og virkja hæfileikafólk til starfa. Samfylkingarfólk fer gjarnan með það sem betur hljómar, en það er eins og því fylgi engin sannfæring. Og svo sannarlega enginn eldmóður. Það er alveg sama, hverjir gefast upp á að fylgja stjórnarflokkunum að málum: Alltaf gera þeir lykkju á leið sína framhjá garði Samfylkingarinnar. Meira að segja kvenfólkið flykkist frá Samfylkingunni, þótt stuðningur við hana eigi að gefa þeim von um að sjá konu í fyrsta sinn sem húsráðanda í forsætisráðuneytinu. Sá kostur virðist ekki hafa mikið aðdráttarafl.? ¨"

Er þetta ef til vill "Schadenfreude" Jóns sem er að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið einstakur og ómissandi? Allir sem komu á eftir eru bara aular í pólitík ? Alla vega ekki hæfileikafólk !  Eða þá Jón Sigurðsson sem nú er fenginn að semja stefnuskrá fyrir liðið ? Eru það bara þeir gömlu og afdönkuðu sem hafa eitthvað umhlaup í kollinum ? Allavega ætti þessi Jón að vita meira um verðbólgu heldur en flestir á landfundi fylkingarinnar. Líka ætti hann að geta reiknað fyrir Kristrúnu Heimisdóttur hvað góðverkin öll munu kosta . En aðspurð í sjónvarpinu hafði Kristrún ekki grænan grun um upphæðirnar. Þetta væru hinsvegar allt svo ágæt mál orgaði hún upp fyrir sig í hrifningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband