Leita í fréttum mbl.is

Már Guðmundsson

var góður á Sprengisandi hjá Sigurjóni M.

Það var svolítið skondið að heyra þegar Sigurjón sagði Seðlabankann hafa talað ákaflega gegn tilteknum áhrifum vegna sölu bankanna en ruglaði því saman við að það hefði víst verið hann sjálfur sem hefði skrifað ákaflega um þær hættur þegar Már kannaðist ekki við lýsinguna hvað Seðlabankann varðaði!

Már ræddi lið fyrir lið hverja þá flugu sem Sigurjón kom fram með úr safni Samfylkingarinnar um efnahagsmál. Hvergi var komið að tómum kofanum hjá Má og ég held jafnvel að Sigurjón hafi sjálfur hugsanlega skilið að sitthvað af þeim hugmyndum sem spunameistarar hennar  dreifa um þjóðfélagið þvert og endilangt standast hvergi hagfræðilega skoðun. En hugsanlega verða þær dottnar úr ritstjóranum þegar hann kemur aftur í vinnuna til til húsbónda síns. Manni varð hugsað til daga vaxtaflónsins þegar sumar spurningar Sigurjóns skullu á Mávi um það sem ekki er og ekki verður.

Már sagði alla í kerfinu og öll stjórntæki betur í stakk búna núna til að fást við aðsteðjandi ógnir. Það væri fráleitt eins og Sigurjón hélt ákaft fram að ný kreppuholskefla væri að rísa að allt myndi fara eins núna og áður.

Már sagði að allir hefðu í raun sömu markmið sem væru að bæta kjör þjóðarinnar. Í heild væri ástæða til bjartsýni í efnahagsmálum um þessar mundir. Vandinn væri hinsvegar að stjórnmálamenn hefðu tilhneigingu til að fara hraðar en kerfið þyldi með góðu móti. Djúpt hugsað er þetta líklega réttara en margt annað í pólitíkinni.

Skyldi Már  eiga eftir að verða einskonar Greenspan Íslands í embætti sínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband