Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg H.Bjarnason

froken_ingibjorg_h_bjarnason

var afasystir mín f.1867 og lést 1941. Mig rétt rámar í ţađ ađ ég hafi séđ hana í heimsókn til hennar međ föđur mínum. En hún var í miklu og gagnkvćmu uppáhaldi hjá honum.

Pabbi átti  fallegan danskan pening úr skíra gulli. Mig minnir ađ hann hafi sagt peninginn vera gjöf til hans frá Ingibjörgu H. ţegar hann sigldi til náms 1930. Ţađ fylgdi gjöfinni ađ honum skyldi ţá fyrst eytt ef hann yrđi svo blánkur ađ engin önnur leiđ vćri til. Hann pabbi minn var áreiđanlega oft blánkur á sinni ćvi. En hann dó frá peningnum góđa sem var geymdur í lítilli öskju í bómull í náttborđsskúffu hans.

Ţessi afasystir mín fćr um ţessar mundir margt orđ fyrir svona umhyggjusemi eins og hún sýndi ţessum 19 ára stúdent á ţessum tíma. Hún arfleiddi hann líka ađ stórum skáp sem stóđ heima og var í mklum metum hjá pabba. Ennfremur ađ málverki af henni sjálfri eftir Gunlaug Blöndal. Ţađ er nú í Alţingishúsinu ţar sem ţađ sómir sér vel á viđeigandi stađ. Íbúđin hennar fröken Ingibjargar í Kvennaskólanum mun vera  varđveitt ađ öđru leyti eins og hún skildi viđ hana 1941. Ţar gengur nú í skóla sonardóttir mín yndisleg hún Anna Karen.

Hann Gústi frćndi, Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfrćđingur og geimvísindamađur, www.agbjarn.is, minnist fröken Ingibjargar veglega á sínu bloggi međ ađstođ góđs ritverks vinar míns Jóns Vals Jenssonar. Ţar segir m.a.:

"Helztu hugsjónamálin voru landspítalamáliđ, bćtt fátćkralöggjöf og eftirlit međ umkomulausum börnum og gamalmennum, en hún beitti sér einnig fyrir öđrum ţjóđţrifamálum, m.a. ţeim sem vörđuđu réttarbćtur kvenna, menntamál og listir. "Hún leit ekki á sig fyrst og fremst sem málsvara kvenna í landinu, heldur ţingmann allrar ţjóđarinnar" (SBT). Hún var 2. varaforseti Efri deildar Alţingis 1925-27.

"Hún flutti merkt frumvarp um skipun opinberra nefnda áriđ 1927. Í ţví fólst áskorun til ríkisstjórnarinnar um ađ konur fengju sćti í nefndum sem skipađar vćru á vegum ţingsins og vörđuđu almenning.

Hún sagđi ađ konur hefđu beđiđ eftir ţví ađ vera kallađar til samvinnu um fleira en ţađ eitt ađ kjósa í ţau 12 ár sem ţćr hefđu haft kosningarétt, en án árangurs. Ţessi tillaga hennar náđi ekki fram ađ ganga á ţingi" (Heimastjorn.is).

Sagnfrćđingur, sem lítur til baka, lýsir ástandinu ţannig: "Ţegar Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á ţing áriđ 1922 voru flestir ţeirra karla sem stutt höfđu kvenréttindin horfnir á braut, enda voru róttćkustu tillögur hennar felldar, jafnvel umrćđulaust. Ţađ ţurfti ekki ađ rćđa svona kvenréttindaraus. Hér er fullkomiđ jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi veriđ," skrifađi Morgunblađiđ áriđ 1926.

Tímar bakslags og andstöđu gengu í garđ, og ţeir tímar stóđu fram yfir 1960" (Kristín Ástgeirsdóttir, í erindi um íslenzka karla og réttindabaráttu kvenna)....

"Ţađ var Ingibjörg sem hafđi forgöngu um söfnun fjár til stofnunar sjúkrahússins; var hún formađur landspítalasjóđsnefndar frá stofnun sjóđsins 19. júní 1915 til ćviloka. Vann hún ađ ţví međ oddi og egg ađ koma byggingu spítalans í framkvćmd. Ţá var hún einnig formađur Minningargjafasjóđs landspítala Íslands frá upphafi hans til ćviloka, en fé hans var lagt til framfćrslu fátćkum sjúklingum. Ţakkađi Guđmundur Hannesson prófessor íslenzkum konum heiđurinn af ţví, ađ spítalinn tók til starfa, ţćr söfnuđu međ margra ára erfiđi 300.000 kr., sem reiđ baggamuninn...."

Nú eru komnir ađrir tímar. Nú spyr helst enginn ađ ţví lengur hvađ hann geti gert fyrir ţjóđ sína heldur ađeins hvađ ţjóđin geti gert fyrir viđkomandi sjálfan.

Lítiđ fer fyrir ţjóđarvitund ţegar kemur ađ kjaramálum einstakra hópa. Enda gefur helmingur ţjóđarinnar lítiđ fyrir slíka ţjóđrembu og finnst hún best geymd á ruslahaugum Evrópu ađ fordćmi Dana. Öskuröpum líđst ađ eyđileggja hátíđarstundir lýđveldisins og mörgu fólki finnst ţađ bara sjálfsagt.

Hvort hún fröken Ingibjörg hefđi skiliđ ţennan nýja stíl og ţessa nýju tíma er ég efins um.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

hh

Halldór Jónsson, 20.6.2015 kl. 12:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband