Leita í fréttum mbl.is

Eitruðu tengslin

milli Samfylkingarinnar og hrunstjóranna verða Helga Hjörvar hugstæð. Svo segir í Mogga:

"Í eldhúsdagsræðu sinni í vikunni kom Helgi Hjörvar víða við. Eitt af því sem hann nefndi var að meðal þess sem „setti okkur á hausinn“ fyrir nokkrum árum hafi verið „eitruð tengsl stjórnmála og viðskiptalífs“.

Frá þingmanni Samfylkingarinnar er þetta sérstaklega athyglisverð athugasemd.

Og hún hlýtur að vekja spurningar um hvort hann ætlar að upplýsa nánar um þessi eitruðu tengsl.

Eftir því hefur verið beðið að þingmenn og aðrir forystumenn
Samfylkingarinnar frá þeim tíma sem tengslin við helstu
útrásarvíkingana voru sem nánust veiti frekari innsýn í þau
tengsl.

Þeir hafa enn ekki útskýrt Borgarnesræðurnar og aðra þjónkun við þá sem taldir voru eiga mest undir sér í íslensku við-
skiptalífi á þeim tíma.

Nú, þegar viðurkennt hefur verið að um „eitruð tengsl stjórnmála og viðskiptalífs“ hafi verið að ræða á þessum árum, hlýtur að mega búast við frekari upplýsingum um hin „eitruðu tengsl“ og afleiðingar þeirra fyrir störf og stefnu stjórnmálaflokksins.


Samfylkingin gerðist gagnrýnislaus klappstýra tiltekinna
afla á árunum fyrir fall bankanna.

Hún hefur liðið fyrir það síðan og ætti að gera þau mál"

Ég man ekki betur en að framlögin frá hrunameisturunum til kosningasjóða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi verið álíka há. Þau voru hisvegar lögleg í baðum tilvikum.

En hafði Samfylkingin ekki líka milligöngu um fjármögnun óeirðanna í búsáhaldabyltingunni frá hrunmeisturunum?

Bjarni Benediktsson valdi það að veðsetja Valhöll upp fyrir rjáfur til að skila þessum "eitruðu" peningum aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er nánast gjaldþrota eftir þetta. Hann hefur hinsvegar ekki étið þessa þjófstolnu peninga enda all mjósleginn orðinn greyið.

Hvað skilaði Samfylkingin miklu af þessum eitruðu peningum? Á hverju lifir hún?

Vill Helgi Hjörvar, eða þá Árni Páll ekki  vinsamlegast gera okkur grein fyrir eiturlyjafíkn Samfylkingarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég man rétt fóru bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra bæði til vesturheims og Evrópu til að fullvissa menn um að það væri allt í lagi með bankakerfið hér heima.  Það var þegar Ingibjörg Sólrún vildi svo endilega komast í Öryggisráðið, og Þorgerður Katrín kallaði á endurmenntun fræðinga sem reyndu að vara við hruninu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2015 kl. 10:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki vissi maður að jafnaðarmennska gæti verið sjúkdómur sem legðist á hænsnfugla með so kostnaðarsöu hætti? Manstu hvað var eytt miklu til að reyna lækningu?

Halldór Jónsson, 4.7.2015 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó já, að mínu viti algjörlega tilhæfulaust og einungis í þágu lyfjafyrirtækja og landlæknir spilaði með.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2015 kl. 11:08

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Helgi Hjörvar kom með þarfa ábendingu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2015 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband