Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hólmsteinn

er með snjallari mönnum að finna vinkla á málum sem menn gleyma oft í erli dagsins.

Háskóladella ríður húsum í þessu þjóðfélagi. Í og með með með sívaxandi útþenslu ríkisballarins sem er búinn að meta óflokkaðar háskólagráður til launaprósenta. Hjúkrun á háskólastigi í stað umönnunar, leikskólakennsla á háskólastigi,  háskólastig á þetta og hitt.

Hannes var viðstaddur rektorsskipti og fór að hugsa út fyrir kassann:

" Ég var viðstaddur rektorsskiptin, þegar Jón Atli Benediktsson tók við af Kristínu Ingólfsdóttur. Þau eru bæði sómafólk, frambærileg og góðviljuð.

Ég velti því hins vegar stundum fyrir mér á háskólahátíðum, hvort eftirsóknarvert sé, að svo margir stundi háskólanám, sérstaklega í hugvísindum.

Þurfum við ekki frekar meiri hagnýta þekkingu? Fleiri rafvirkja, smiði, pípulagningamenn, vélvirkja? Og eiga ýmsar umönnunargreinar heima í háskóla?

Er ekki betra að þjálfa fólkið á staðnum, á sjúkrahúsum, dagheimilum og í skólum?“

Er þessi háskólavitleysa ekki komin út í öfgar? Þurfum við endilega 8 ára lækna til að gera við beinbrot eða sauma saman skurði á fyllibyttum? Af hverju ekki paramedics á iðnskólastigi?

Það var og Hannes Hólmsteinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hannes Hólmsteinn hefði kannski átt að hlusta á eigin ráðleggingar. Hann hefði áreiðanleg orðið ágætis sjúkraliði.

Wilhelm Emilsson, 5.7.2015 kl. 10:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki efa ég það að dr. Hannes hefði leyst margt vel af hendi. Hann hafði hinsvegar yfirburða greind og námsgáfur og fór á réttan stað fyrir þjóðina. Það hefði vrið sóun að láta hann staðnæmast við sjúkraliðastörf.

Halldór Jónsson, 5.7.2015 kl. 17:51

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Staðreyndir ljúga ekki. Hannes Hólmsteinn Gissurarsson var dæmdur af Hæstarétti Íslands fyrir brot á höfundarrétti. Það gerist ekki mikið verra fyrir fræðimann.

Wilhelm Emilsson, 6.7.2015 kl. 01:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

O já. Hæstiréttur er nú svona og svona segir Jón Steinar að minnsta kosti. En líklega fór Hannes helsti glannalega með þesari bók. En efnið er umdeilt og það hafa ekki allir fyrirgefið Halldóri hvað hann sagði eftir réttarhöldin í Moskvu 1939

Halldór Jónsson, 6.7.2015 kl. 11:34

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef við höldum okkur við efnið, fræðimennsku Hannesar Hómsteins, þá held ég að við séum næstum því sammála :)

Wilhelm Emilsson, 6.7.2015 kl. 22:02

6 Smámynd: Elle_

Hann er klár. Hann er fræðimaður. Það verður ekkert af honum haft þó menn endilega vilji.

Elle_, 7.7.2015 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband