Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur

var afhentur íslensku þjóðinni fyrir 69 árum í dag.

Alfhild Nielsen, sú óþreytandi bráttukona fyrir flugvellinum, skrifar svo á facebook:

"Til hamingju með daginn allir flugvallarvinir--í dag eru 69 ár síðan Ólafur Thors tók við Reykjavíkurflugvelli frá Bretum fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Áður höfðu bætur verið greiddar fyrir það land sem tekið var eignarnámi vegna flugvallargerðarinnar. Hvernig og hvenær Reykjavíkurborg eignaðist það land sem flugvöllurinn er á hef ég ekki getað fundið út úr enn--allavega þá finnst ekki þinglesin eignarheimild fyrir því svæði sem Fluggarðar eru á."

Og þetta svæði er Dagur Bé. búinn að gefa Háskóla Íslands til ráðstöfunar. Flottur pólitíkus hann Dagur sem eins og aðrir vinstri menn er gjafmildastu á allt sem aðrir eiga.

Ég var sjálfur á vellinum fyrir 69 árum og varð vitni að þessu, man eftir Ólafi sjálfum með pípuhattinn. Ólíkt reisulegri maður en þessir slifsislausu kratar allir saman.

Reykjavíkurflugvöllur er hér enn en Dagur Bé kemur -og fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góðan pistil og að minna okkur á, Halldór.

Og góð er rúsínan í pylsuendanum! laughing

Jón Valur Jensson, 6.7.2015 kl. 15:40

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Jóni þetta er skemmtilegur pistill. 

Sigurður Þórðarson, 6.7.2015 kl. 16:23

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góður pistill, takk fyrir að minna á þetta Halldór.

Eyjólfur G Svavarsson, 7.7.2015 kl. 00:53

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Habbðu þökk Halldór.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2015 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband