Leita í fréttum mbl.is

Klækjapólitík

var það einber af hálfu Dags Borgarstjóra, þegar hann lét skipa Rögnu-nefndina, sem hann svo settist sjálfur í.

Ég hef orðið var við það, að margt fólk virðist halda að störf þessarar nefndar hafi átt að skila einhverjum rökrænum árangri fyrir sjálft flugvallarmálið. Þetta fróma fólk lítur alveg framhjá þeim aðstæðum sem leiða til stofnunar nefndarinnar.

Það eru kosningar til Borgarstjórnar framundan þar sem Flugvallarmálið sýnist geta orðið erfitt fyrir einstaka stjórnmálamenn úr andskotaflokkum vallarins. Menn muna hvernig Gísli Marteinn yfirgaf stjórnmálin vegna sannfæringar sinnar þegar hann fann ekki samhljóm meðal sinna flokksmanna.

Menn muna hvernig Hanna Birna skipar þessa nefnd fyrir Dag þar sem hún hefur ekki haft mikla sannfæringu sjálf fyrir öðrum sjónarmiðum en að völlurinn eigi að víkja. Sem stjórnmálamaður hefur hún augun opin fyrir því að varasamt geti verið fyrir andstæðinga Flugvallarins að láta umræður snúast of mikið um það mál um kosningarnar. 

Skipan Rögnu-nefndarinnar er því beinlínis gerð í pólitískum tilgangi og til þess að Dagur Bé. gæti haft þar síðasta orð. Sem varð líka til þess að engin raunhæf pólitísk niðurstaða fékkst af starfi nefndarinnar. Enda kosningarnar liðnar þegar nefndin lauk störfum og Degi Bé. hafði tekist að halda sér við völd í Borginni með klækjapólitík eftir að hafa misst mikið fylgi.

Vonandi kemur sá dagur að reykvískir kjósendur átta sig á klækjapólitík Dags Borgarstjóra og því hvað þeir hafa fengið með honum fyrir Borgina sjálfa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband