Leita í fréttum mbl.is

Nú hló Marbendill

þegar hann sér kaupkonuna úr Rangá verða kexbit þegar hún uppgötvar að ferðamaður hefur óbrigðular líkamlegar.

Í Fréttablaðinu stendur:

"

Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði," segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum.

 

Menn sem voru að störfum í þjóðgarðinum bentu blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins á að sumir ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Það kæmi í hlut starfsmanna þjóðgarðsins á haustin að hreinsa þar upp mannaskít og salernispappír. Og það var einmitt það sem kom á daginn í rjóðrinu við þjóðargrafreitinn; salernispappír og mannaskítur.

 

"Þeim sem ekki fóru á klósettið uppi á Haki er kannski orðið mál þarna niðri," segir Helgi Jón

Davíðsson

.

 

"Fólk sér hús og það sér kirkju og gerir ráð fyrir að það sé einhver þjónusta - þetta er jú þjóðgarður en þá er engin þjónusta - ekki neitt. Það er ekki einu sinni upplýsingaskilti um hvar næsta salerni er," segir Helgi sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi í salernismálum fyrir ferðamenn almennt.

 

"Þetta er vanhelgun og vanvirðing við allt og alla. Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki," segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um áðurnefnda stöðu við þjóðargrafreitinn.

 

Sigrún segir salerni skammt frá Þingvallakirkju, bæði við gjána Silfru og á Valhallarreitnum en að ef til vill megi bæta merkingar í þjóðgarðinum. Hún gerir athugasemdir við kröfur ferðaþjónustufyrirtækja á hendur stjórnvöldum.

"Það er ekki hægt að gera endalausar kröfur um að ríki eða samfélag borgi fyrir það sem þau hirða svo ágóðann af," segir umhverfisráðherra."

Mikil lifandis ræfildómur er yfir þessum orðum ráðherrans. Maður sem er í spreng á ekki nema buxurnar um að velja eða hlaupa afsíðis ef hann getur.

Það er algerlega til skammar hvernig ferðamannaiðnaðnum líðst að dæla inn rútuförmum af ferðamönnum inn á alla staði án þess að sjá því fyrir klósettum. Það eru klósett í rútunum en fyrirtækin pína verðið svo niður að rútukallarnir opna þau ekki því þeir fá ekki borgað fyrir þrifin.

Sigrún kaupmaður yrði maður að meiri ef hún setti tollhlið á Þingvelli og setti upp klósett strax allstaðar. Ekki hlusta á þessa þjóðrembukommúnista eitt augnablik.

Við leiðsögumenn vitum hvernig ástandið er. Ár eftir ár er ekkert gert nema kjaftað og kjaftað. Það er til lítils að helluleggja Hakið ef fólkið á ekki hundraðkalla til að hægja sér. Hvað þá að geta það ekki heldur eftir gjágönguna. Eða við aðra helgistaði?

Allstaðar sama sveitamennskan  sem hugsaði þannig til ferðamanna í mínu ungdæmi: "Þetta er andskotans nógu gott í kjaftinn á þeim."

Ég held að þessi hugsunarháttur lifi enn góðu lífi þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar ráðherrans úr Rangá  um annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hefði þá náttúrupassinn ekki staðið undir aðstöðu fyrir ferðamenn að losa úrgang meltingarfæranna,svona pent.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2015 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband